Vindverkir og vandræðagangur
28.4.2009 | 20:04
Ég trúi því ekki að einhverjir hafi í alvöru reiknað með því að núna á 2 degi eftir kosningar yrði tilbúin fullsköpuð ný ríkisstjórn með öllu sem henni fylgir.
Þótt Jóhanna og Steingrímur séu hamhleypur til verka, verður að ætla þeim einhvern tíma til verksins.
Við megum ekki gleyma því að við völd er fullmektug ríkisstjórn með meirihluta á Alþingi. Fyrst hún dugði vel fyrir kosningar, þá dugir hún ekki síður núna þegar hún þarf ekki lengur að styðjast við já, já, nei, nei, út eða inn áráttu Framsóknar.
Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks frá 2007 tók ekki við völdum fyrr en á 12. degi eftir kosningar. Margir eru þeirrar skoðunar að ein aðal ástæða andláts hennar hafi einmitt verið sú, hvað stjórnin var illa girt og slaklega til alls umbúnaðar hennar vandað. Leggja hefði þurft meiri og ýtarlegri vinnu í innviði hennar.
Staða landsins er vissulega alvarleg og því ekki æskilegt að stjórnarmyndun taki of langan tíma, en það væri öllu verra að mynda í einhverju flaustri stjórn, sem ekki hefur það á kristalstæru hvert verkefnið er og hvernig verður úr því unnið.
![]() |
Viðræður hefjast klukkan fimm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Framboð er fyrir hendi en er eftirspurn?
28.4.2009 | 13:51
Kolbrún Halldórsdóttir hefur lýst yfir vilja sínum að gegna áfram embætti umhverfisráðherra.
Það er því ljóst að nægjanlegt framboð á Kolbrúnu er fyrir hendi, þá er það bara spurningin um eftirspurnina.
Það er auðvitað alfarið í höndum VG hverja þeir skipa ráðherra fyrir flokkinn. Þetta gæti verið þeim gullið tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi, skipa Kolbrúnu sem faglegan ráðherra utan þings, án þess að leitað sé út fyrir elítuna.
.
.
![]() |
Ekkert liggur á stjórnarsáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í minningu Keiko
28.4.2009 | 13:34
Vísindamenn, sem tóku þátt í því verkefni að frelsa háhyrninginn Keikó og flytja hann til Íslands, segja nú að ekki hafi verið rétt að frelsa hann þar sem aldrei hafi verið raunhæfur möguleiki á því að hann gæti lært að lifa úti náttúrunni.
Þetta er stórmerkileg yfirlýsing, en fyrirsjáanleg vísindaleg niðurstaða. Ekki er þess þó að vænta að þeir sem hvað harðast gengu fram í Free Willy (Keiko) endaleysunni, reknir áfram af misskildu tilfinningarbulli, séu líklegir til að samþykkja þessa niðurstöðu vísindamanna.
Gegn slíku tilfinninga fári duga engin rök, hversu haldbær sem þau kunna að vera. Rétt eins og þeir sem vöruðu við útrásinni, voru þeir miskunnarlaust hrópaðir niður, sem töluðu gegn og vöruðu við þeirri hugmynd að sleppa Keikó.
.
![]() |
Rangt að frelsa Keikó" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Strandar málið á verkkvíða?
27.4.2009 | 15:19
Ögmundur Jónasson leggur á það ríka áherslu í viðtölum þessa dagana, með miklu og torskyldu málskrúði að þjóðin eigi að ráða Evrópusambands aðild. Hefur annað staðið til? Er ekki öll þjóðin sammála um það?
Mér finnst það blasa við að eins og Ögmundur og Atli Gíslason stilla málinu upp, þá sé það hreint ekki ætlan þeirra að þjóðin verði yfir höfuð spurð um Evrópusambandsaðild, hvað þá að hún fái að ráða því. Það ákvörðunarvald ætla þeir sjálfum sér, þótt annað sé látið í veðri vaka.
Ein þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar niðurstaða samningaferilsins liggur fyrir, er allt sem þarf. Það að ætla þjóðinni að greiða atkvæði án þess að fyrir liggi eitthvað til að greiða atkvæði um er bara fyrirsláttur til að tefja eða stoppa málið.
Þessari framsetningu má líkja við að VG hafi ákveðið að birta ekki stefnuskrá sína fyrr en eftir kosningar en samt ætlað kjósendum að taka afstöðu til hennar í kosningunum.
Getur það verið að Ögmundur og Atli vilji frekar vera í stjórnarandstöðu til að geta komið sér þægilega fyrir í skotgröfunum þar sem verkkvíðinn sækir síður á þá?
![]() |
Þjóðin verður að ráða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kynrembu fréttaskýring
27.4.2009 | 11:17
Að konur hafi kosið konur til valda, er að mati Kristínar Ástgeirsdóttur helsta skýringin á jöfnu kynjahlutfalli hjá VG, Samfylkingunni og Borgarahreyfingunni.
Ef konur sem greiddu þessum framboðum atkvæði voru að kjósa konur, hvað vorum við karlarnir sem kusum þessa lista að kjósa?
Mér finnst Kristín raunar gera lítið úr kynsystrum sínum að ætla þeim að þær kjósi frekar eftir kyni en mannkostum eða stefnumálum. Er til gleggra dæmi um kynrembu.
Er skýringin ekki einfaldari en þessi hugsýn Kristínar? Er ekki jafnt hlutfall kynja á framboðslistunum eina skýringin á jöfnu hlutfalli kynjanna í þingflokkunum?Ef konur eru ekki á framboðslistum er ekki líklegt að þeir skili konum inn á þing, gildir þá einu hversu margar konur kjósa þá lista.
![]() |
Konur kusu konur til valda á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verkin lögð í dóm kjósenda
27.4.2009 | 09:10
Við erum óhræddir að leggja verk okkar í dóm kjósenda. Er þreytt og þvæld klisja sem Kristján Þór Júlíusson notar mikið, raunar í tíma og ótíma.
Nú hafa kjósendur metið verk Kristjáns og félaga og fellt sinn dóm. En þá kveður við nýjan tón hjá Kristjáni, nú hafa kjósendur horft of mikið í baksýnisspegilinn. Þar hafi ekkert merkilegt verið að sjá, ekkert mál umfram annað, sem hafi orsakað þetta hrun!
Kjósendum hafi ekki verið ljóst að núna væri mikilvægara að horfa fram á vegin og beina sjónum frekar á óunnin en unnin verk Sjálfstæðismanna.
Kristján ætti að lokinni naflaskoðun henda klisjunni og líta sjálfur fram á veginn.
.
![]() |
Flokkurinn þarf að fara í mikla naflaskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mun Bjarni reka lestina?
25.4.2009 | 14:09
Að vera eða vera ekki.
25.4.2009 | 13:26
Refsing tekin út fyrirfram!
24.4.2009 | 14:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvers eiga Íslendingar að gjalda?
24.4.2009 | 00:14
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sivjarbrella
23.4.2009 | 18:39
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Konur eru hommar inn við beinið
23.4.2009 | 14:36
Góðra vina fundur.
23.4.2009 | 12:43
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt sumar!
23.4.2009 | 12:38
Hópsamviska Steinunnar?
22.4.2009 | 18:21
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallegi svanurinn hefur breyst í ljóta andarungann.
22.4.2009 | 16:50
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stærðin skiptir víst máli....
21.4.2009 | 16:26
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dólgar og dónar EBE.
20.4.2009 | 23:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjálfstæðisflokkurinn er gersamlega út á túni, stefnulaus, ráðvilltur og veruleikafyrtur
20.4.2009 | 20:06
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hraðsubull!
20.4.2009 | 14:46
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)