Kirkjulegt óeðli?
5.7.2008 | 17:37
Ég er algerlega trúlaus maður og er því slétt sama hvað kirkjan gerir. Þó get ég ekki annað en velt fyrir mér áleitnum spurningum. Nú virðist sem kirkjunnar þjónar vilji fylgja tíðaranda og samþykja hjónaband einstaklinga af sama kyni þrátt fyrir að Biblían fordæmi slíkt.
Enda er þeim vafalaust ljóst að flest í þeirri góðu bók stenst ekki skoðun. Þannig að eitt frávik frá bókstafnum til viðbótar telst vart frágangssök.
Megum við kannski eiga von á því í framtíðinni þegar frjálslyndið hefur náð því stigi að það þyki ekki lengur óeðli að makast með dýrum að kirkjan leggi blessun sína yfir hjónaband manna og dýra og þá jafnvel dýrakynvilluhjónaband?
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Hýrnar yfir kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Húsbílasmygl ???
4.7.2008 | 17:25
Ekki er hægt að lesa annað út úr fyrirsögn fréttarinnar en að húsbílum sé smyglað til landsins. Ætla má að þeir hljóti að vera auðfundnir í farangri venjulegs fólks.
![]() |
Annar handtekinn í húsbílasmygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Farinn í sólina
11.6.2008 | 01:15
Farinn að heiman. Næstu 3 vikurnar verð ég til heimilis á Agia Marina ströndinni á Krít.
Santorini- auðvitað fer ég þangað
Bið að heilsa........................................sjáumst!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gula pressan
10.6.2008 | 09:59
Þær eru margar örlátar stjörnurnar í Hollywood. Eða svo mætti ætla. En það er lítið gaman að vera stjarna og gefa í gott málefni ef enginn veit af því. Tryggja þarf pressunni allar upplýsingar, helst halda blaðamannafund, baða sig í fjölmiðlaljósinu svo allir geti notið þess með viðkomandi hve gott það er að vera ríkur og geta gefið smáaura, af alsnægtum sínum.
Þegar fátæka ekkjan úr hópi almennings gefur stórfé af skorti sínum, til góðs málefnis, er ekki boðað til blaðamannafunda, enda hafa blaðamenn gulu pressunar og lesendur hennar ekki áhuga á slíku glamurleysi.
![]() |
Gefur bílinn sinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagsmæðan
9.6.2008 | 03:41
Ég var að viðra hundinn minn hann Bangsa eitt kvöldið fyrir stuttu. Við áttum leið framhjá girðingu þar sem nokkrir hestar voru á beit. Meðan við löbbuðum framhjá fór ég að veita einum klárnum meiri athygli en hinum. Þetta var blesóttur jálkur, þreytulegur að sjá og hélt sig nokkuð frá hinum hestunum. Ég gat ekki betur séð en hann væri að róta með snoppunni í einhverju rusli á túninu. Þá er ég horfi á þetta lýstur niður í huga mér minningu úr barnæsku, af Blesa, hesti á Skagaströnd sem var alveg í rusli, bókstaflega sagt.
Ég fór að grafa í fylgsnum hugans að því sem hann hafði að fela um þennan merka hest og þóttist þá muna þá að Rúnar Kristjánsson skáld og húsasmiður á Skagaströnd hafði skrifað grein um hestinn í Feyki, óháða fréttablaðið á norðurlandi vestra. Ég fór og grúskaði í gömlum Feykisblöðum og öðrum gögnum frá þessum tíma, sem ég varðveiti sem sjáöldur augna minna. Og greinin var þarna í Feyki frá 13. Sept. 1989.
Við lestur greinar Rúnars varð mér ljóst að hér var á ferð alger gimsteinn. Ég ætla að gerast svo djarfur að birta þessa grein Rúnars í heild hér á bloggi mínu að honum forspurðum og vona að hann fyrirgefi mér það.
Greinin er svohljóðandi:
Fyrir allmörgum árum var öllum íbúum Skagastrandar vel kunnur klár einn í eigu Sigurbjörns á Kárastöðum. Klár þessi hét Blesi, en sökum þess að hann sótti mjög í ruslatunnur bæjarbúa og sýndi mikla hugkvæmni í því að komast í góðgæti það sem þær höfðu að geyma, var nafn hans lengt og hann nefndur Tunnu-Blesi.
Þarna var vissulega um mesta skynsemdarjálk að ræða, en ekki skorti hann þráann og einráðinn var hann í því alla sína tíð að fara helst sínar eigin leiðir.Athyglisvert var að fylgjast með honum þegar hann kom að ruslatunnu sem var með kyrfilega yfirfelldum hlemmi, þá var það venja hans að bera tanngarðana og leggja geiflur sínar snyrtilega um hölduna, kippa hlemminum upp með tilþrifum, henda honum til jarðar og stinga síðan hausnum niður í matvörudeildina. Aðrir ferfættir voru látnir skilja það, á ótvíræðan hátt, að hann ætlaði sér að sitja einn að krásunum. (Hér var um að ræða tunnur gerðar úr olíutunnum með stálloki og því engin léttavara. Aths. Axel)
Tunnu-Blesi var ekki gjarn á það að flýta sér, enda streitan í algjöru lágmarki hjá honum, hann var nefnilega heimspekilega sinnaður og spekúleraði áreiðanlega í mörgu. Mannlífið vakti greinilega áhuga hans og stundum var hann svo íhugull á svipinn, að sjá mátti að hann hugsaði bæði djúpt og fræðilega.
Oft stóð hann út við Norður- Skála, fyrir framan skrifstofur hreppsins og horfði inn um gluggana þar. Þorfinnur Bjarnason hefur áreiðanlega oft hugsað með sér; hvað er þessi klár eiginlega að hugsa?, því segja mátti að þeir Blesi horfðust stundum í augu í gegnum glerið. Hinsvegar mátti þá lesa úr svip þess ferfætta fyrir utan, að ólíkt hefðust þeir að, hann og oddvitinn þáverandi.
Það vissu allir að Blesi var skynugur og vafalaust hefði hann orðið aðnjótandi hárra embætta, hefði hann verið uppi á dögum Caligula keisara, en þar sem Þorfinnur var og er allt önnur manngerð en umræddur keisari, var Blesa svo sem ekki gert hátt undir höfði. Hann varð að reyna að una glaður við sitt og labba frá tunnu til tunnu með alla sína hæfileika sem Þorfinnur aldrei viðurkenndi.
Börnum þótti gaman að koma á bak Blesa og var það hægðarleikur þegar hann var við tunnurnar, þá var hann það önnum kafinn að gramsa í þeim, að hann skeytti því oftast engu þó verið væri að príla upp á hann, en þó kom fyrir að hann sletti til taglinu og var það þá talandi tákn um að hætta skyldi leiknum.
Það var því almennt harmsefni yngri kynslóðarinnar þegar fréttist að Tunnu-Blesi væri horfinn og enginn vissi hvað af honum hefði orðið. Voru uppi ýmsar getgátur um hvarf hans og sumar þeirra ekki sérlega vel til þess fallnar að skýra málið. En svo var það uppgötvað að Blesi greyið hafði fallið ofan í alldjúpan skurð og skorðast þar svo illa að hann hefur sig hvergi getað hreyft. Mun hann við þær kringumstæður hafa beðið dauða síns, vafalaust með svipaðri sálarró og Skarphéðinn forðum við gaflhlaðið.
Þóttu endalok Blesa ill og ógæfuleg og þótti líklegt að hann hefði verið þungt hugsandi er hann átti leið þarna um og því ekki gætt að sér. Var bannsettur skurðurinn úthrópaður sem dauðagildra og gott ef hann var ekki fylltur upp fljótlega eftir þetta. Er nú mjög farið að fyrnast yfir feril Blesa og því þótti við hæfi að dusta rykið af minningu hans, eins kunnasta ferfætlings sem hér hefur alið aldur sinn og það við meiri vinsældir en margur tvífættur.
Rúnar Kristjánsson.
Ég vona að lesendur hafi haft nokkuð gaman af þessari sögu af Tunnu-Blesa.
Dægurmál | Breytt 10.6.2008 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ný Bjarmalandsför?
7.6.2008 | 13:00
Á enn að leggja í nýja Bjarmalandsför gegn Baugi? Er sú illgirni og hefndarþorsti sem var upphaf málsins enn að verki í einhverju bakherberginu við sundin blá, þótt forsætisráðherra hafi í sjónvarpsfréttum lýst því yfir, harla daufur í dálkinn, að dómur Hæstaréttar væri endir málsins?
Geir hefur líka sagt að ákæruvaldið starfi sjálfstætt og án afskipta framkvæmdavaldsins. Þannig er það víst hugsað en er hægt að draga þá ályktun af Baugsmálinu að þannig sé það?
![]() |
Ákvörðun um ákæru tekin í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valhallarsiðgæðið
7.6.2008 | 11:58
Er ekki Baugur sigurvegari þrátt fyrir allt?
5.6.2008 | 22:28
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2008 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kaffihúsabloggarar og vesturbæjarhúsmæður
3.6.2008 | 21:57
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Er Ólafur F að vakna?
3.6.2008 | 17:41
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nekt eða naut?
3.6.2008 | 15:47
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einar, áttu til ögn af skynsemi?
2.6.2008 | 21:57
Ekki frétt
2.6.2008 | 18:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjómenn, til hamingju með daginn!
31.5.2008 | 12:57
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flagð undir fögru skinni
30.5.2008 | 17:47
Lán í óláni
30.5.2008 | 02:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukaverkanir lyfja
29.5.2008 | 18:13
Fyrirmyndarráðherra
29.5.2008 | 13:47
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
321 meðal Gunna = 1 ofur Jón !!
28.5.2008 | 17:58
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mengaður rétttrúnaður
27.5.2008 | 23:02