Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvort kemur á undan, jólasveininn eða afsökunarbeiðni Ögmundar?
8.11.2012 | 10:00
Það kann vel að vera að spár Veðurstofunnar, sem dögum saman spáði þessu óveðri, hafi farið gersamlega framhjá félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra.
Hvað er það sem kemur félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra til að stíga í ræðustól Alþingis og fullyrða þá vitleysu að enginn hafi varað við óveðrinu og að það hafi komið mönnum gersamlega á óvart?
Félaga ráðherra virðist ekki hafa dottið í hug að kanna málið agnargögn áður en hann steig í ræðustól Alþingis og ruddi úr sér bullinu. Félagi ráðherra hlýtur að stíga fram og biðja hlutaðeigandi afsökunar, hafi hann snefil af sómakennd. En kannski er vænlegra að trúa á jólasveininn en að reikna með því.
Menn hljóta framvegis að taka allt sem frá félaga Ögmundi kemur með fullum fyrirvara, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar tamið sér þá góðu reglu.
Ummæli ráðherra komu Veðurstofunni í opna skjöldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fjandvinafögnuður
3.11.2012 | 07:14
Athygli vekur að svarnir pólitískir andstæðingar Atla Gíslasonar, Jóns Bjarnasonar og Guðfríðar Lilju keppast nú um að skrifa lofrullur og minningargreinar um þau pólitískt gengin. Lofrullur á þeim mælikvarða sem ekki koma úr ranni íhaldsins nema um þeirra eigin Guði fallna.
Það hefur ekki verið þeim Atla, Jóni og Guðfríði neitt sérstakt áhyggjuefni að hafa verið á skjá og skjön við samherja sína. En sú staðreynd að þau eru núna elskuð og dáð af pólitískum fjandmönnum, sem aldrei hafa lagt þeim til annað en illt orð, ætti að vera þeim nokkurt íhugunarefni.
Guðfríður Lilja stóð með grunngildunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í þágu þjóðarhags
2.11.2012 | 08:15
Það er augljóst að Alþingi hlýtur að bregðast hart við og setja lög á yfirvofandi verkbannsaðgerð LÍÚ með sömu röggsemi og það hefur í gegnum árin sett lög á verkfallsaðgerðir sjómanna í þágu þjóðarhags.
Allt stefnir í verkbann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hengjum ekki bakara fyrir smið
31.10.2012 | 13:57
Ég hef engar forsendur, frekar en aðrir á þessu stigi málsins, til að móta mér vitræna skoðun á þessu máli Guðmundar Arnar Jóhannssonar framkvæmdastjóra Landsbjargar. Málið hefur þó, við fyrstu sýn, alla burði til að verða leiðindamál fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem tengist málinu líklegast aðeins sem vinnustaður framkvæmdastjórans.
Það ríður á að menn gæti hófs í allri umræðu um málið og fari ekki inn á þær brautir að laska Slysavarnarfélagið með því að tengja það þessum meintu afbrotum að órannsökuðu máli og geri það að sökudólgi eða blóraböggli. Það er okkar hagur að skaða ekki Landsbjörg því laskað Slysavarnarfélag er löskuð þjóð.
Því miður virðist framkvæmdastjóri Landsbjargar hafa stigið fyrsta skrefið inn á þá braut, meðvitað eða ómeðvitað, þegar hann gaf í skyn að félagið hafi hugsanlega verið skotmark hinna óvönduðu manna sem að baki þessum tilhæfislausu ásökunum standa.
Umrætt myndband er tilbúningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Trjóuhesturinn Jón Bjarnason
28.10.2012 | 23:20
Jón Bjarnason hagar sér gjarnan eins og félagshyggjumaður, af dýrari gerðinni, þegar það örvar hans persónulegu hagsmuni. Allt bendir þó til að Jón sé argasta íhald inn við beinið.
Ef Jóni væri eins annt um framgang félagshyggjunnar, eins og hann boðar þegar honum kemur það best, þá væri hans sterkasti leikur að ganga formlega í raðir Íhaldsins og fara í framboð fyrir það. Þannig og aðeins þannig verður íhaldið unnið að sá illgresi í innstu iður þess.
En sennilega eru persónulegar fórnir af hálfu Jóns Bjarnasonar, fyrir samfélagið, ekki ofarlega á hans framkvæmdalista, komi ekkert í hans hlut annað en fórnin.
Jón svarar engu um framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Atkvæði grafin úr fönn
28.10.2012 | 19:34
Sú fullyrðing framsóknarmanna að Framsóknarflokkurinn hafi sagt skilið við klíkuskap og baktjaldamakk fortíðar er lýðskrum og þvæla sem ekki fær staðist. Sem sést best á vinnubrögðum flokksins þessa dagana. Lýðræði og gegnsæi lekur nú ekki beinlínis af aðferð Framsóknarflokksins til að skipa á framboðslista sína fyrir komandi Alþingiskosningar.
Frambjóðendur sem boðið hafa sig fram á lista Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi hafa þrjá daga til að smala nýjum félögum í flokkinn, en kjörskrá vegna kjördæmisþings, sem kýs á milli frambjóðenda, verður lokað 1. nóvember.
Frambjóðendum eru gefnar frjálsar hendur að smala sér sem flestum atkvæðum á kjördæmaþing flokksins með þeim aðferðum sem best gefast. Það er eins og markmiðið sé beinlínis að skapa jarðveg fyrir spillingu og ala á sem mestri tortryggni og úlfúð. Enginn flokkur kemst með tærnar þar sem Framsókn hefur hælana í þeirri list.
Vonandi skellur ekki á norðanáhlaup meðan smalað er, svo frambjóðendurnir þurfi ekki að grafa fylgi sitt úr fönn, enda misleiknir í þeirri list.
Hafa þrjá daga til að smala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2012 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þessum kjánum er ekki viðbjargandi
23.10.2012 | 18:10
Aðeins þrír dagar eru frá því að þjóðin samþykkti með 2/3 greiddra atkvæða að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Nú rísa upp á afturlappirnar nokkrir fulltrúar stjórnarandstöðunnar, stútfullir af hroka og stærilátum og láta eins og þeir heyri ekki rödd þjóðarinnar og ekki í fyrsta skipti.
Þeir segja það núna að miklu betra sé að breyta núverandi stjórnarskrá! Sem undarlegt þó ekki væri fyrir annað en það að þessir sömu félagslegu siðblindingjar sögðu fyrir kosningarnar, þegar þeir hvöttu fólk ýmist að sitja heima eða að segja nei, að stjórnarskráin væri slíkur hamingjupappír að þar yrði nánast engu breytt til hins betra.
Skilaboð kosninganna eru skýr, þjóðin vill nýja stjórnarskrá en ekki fleiri bætur og viðbyggingar á núverandi nítjándu aldar stjórnarskrá, sem sett var til bráðabrigða við lýðveldisstofnunina.
Alþingi hefur ekki umboð til annars en að framfylgja þjóðarviljanum í stjórnarskrármálinu.
Farsælla að breyta núverandi stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2012 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Áfram Ísland
20.10.2012 | 23:51
Þjóðin hefur talað og gefið Sjálfstæðisflokknum, sem kallaði eftir stuðningi kjósenda við eiginhagsmunaklíkur landsins, langt nef.
73,7% sögðu já í Reykjavík norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2012 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það bar við um þær mundir að boð komu frá Bjarna Ben keisara að lýðnum bæri að hundsa eigin hagsmuni og hafna nýrri stjórnarskrá til að verja sérhagsmunapakkið.
19.10.2012 | 13:30
Frá því að spilaborg auðvaldsins hrundi og þjóðinni var sendur reikningurinn hefur þjóðin kallað á breytingar, úrbætur og umfram allt réttlæti. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar breytingum, hafnar úrbótum og hafnar réttlæti fyrir aðra en sig og sitt útvalda sérhagsmunapakk. Forréttindagæsluflokkurinn hefur því sent út til lýðsins boð þess efnis að nýrri stjórnarskrá, lyklinum að breytingum, beri að hafna.
Teikn hafa verið uppi um að einhver hluti þjóðarinnar muni svara kalli kvalara sinna og hafna breytingum, hafna úrbótum og réttlæti og ganga til liðs við afturhalds öflin sem festa vilja óréttlætið í sessi.
Fyrstu merki þessa hafa þegar litið dagsins ljós, sú smán að þing ASÍ hefur endurkjörið Gylfa Arnbjörnsson til áframhaldandi forystu og þannig hafnað breytingum og úrbótum innan sinna raða og hafnað því að stíga fram til nýrra tíma og nýrra vinnubragða, hafnað þátttöku í nýju Íslandi.
Vonandi er þetta ekki fyrirboði þess sem koma skal í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Verði frumvarpinu að nýrri stjórnarskrá hafnað verður slegið upp miklum veislum í LÍÚ og Valhöll. Þær veislur verða aðeins fyrir forréttindaaðalinn og þar verður trúlega glatt á hjalla og fátt til sparað.
En í þann gleðskap verður þeim ekki boðið, sem ætla í kosningunum að tryggja forréttindapakkinu völdin, haldi þeir það. En þeim og þjóðinni verður sendur reikningurinn, því geta þeir treyst.
Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Á laugardaginn mætast í kjörklefanum alþýðan og sérhagsmunapakkið
17.10.2012 | 13:42
Við lýðveldisstofnunina 1944 var núverandi stjórnarskrá, sem í grunninn er sú danska frá 1849 bætt og stagbætt á bót ofan, samþykkt sem stjórnarskrá lýðveldisins. Allir vissu þá og gengu út frá því að sú ráðstöfun væri aðeins til bráðabirgða.
Um það voru allir sammála, líka Sjálfstæðismenn, að nýja og ferska stjórnarskrá yrði að setja hinu nýja lýðveldi. Alþingi áformaði með skipun stjórnaskrárnefndar að endurskoðun stjórnarskrárinnar gengi hratt og vel fyrir sig henni og yrði lokið á bleyjudögum lýðveldisins.
Lýðveldið er núna komið á eftirlaunaaldurinn en enn bólar ekkert á nýrri stjórnarskrá frá Alþingi. Nákvæmlega enginn árangur er af mannsaldurs langri vinnu stjórnarskrárnefndar Alþingis. Ástæða þess er öllum ljós áratugalöng eiginhagsmunagæsla stjórnmálaflokkanna. Þessi leið hlýtur því að teljast fullreynd að loknum 68 ára fæðingahríðum, án afkvæmis.
Með boðun þjóðfundarins og skipun stjórnlagaráðs var þessi 68 ára pattstaða rofin, þrátt fyrir harða andstöðu allra sérhagsmunasamtaka landsins. Úr vinnu þjóðfundarins og stjórnlagaráðs hefur sprottið frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Um það má eflaust deila hvort frumvarpið sé fullkomið, frekar en annarra mannanna verk, en mjór er mikils vísir og alltaf má laga og bæta.
Sjálfstæðisflokkurinn berst auðvitað gegn þessum breytingum á stjórnarskránni með oddi og egg, af grímulausri hagsmunagæslu þeirra forréttindahópa sem flokkinn fjármagna, þvert á yfirlýsta lýðræðisástina sem er að þeirra eigin sögn bókstaflega að kæfa þá.
Þeir segja opinberlega að ekkert henti Íslendingum betur en Danska 1849 stjórnarskrármódelið. Það stangast illa á við það opinbera leyndarmál að í Valhöll sitja helstu sérhagsmunafræðingar flokksins sveittir við að semja landinu nýja sérhagsmunastjórnarskrá.
Stjórnarskrá Íslands á ekki að vera sérhagsmunagæsluplagg fyrir stjórnmálaflokka og aðra hagsmunahópa, hún á eðlilega fyrst og fremst að vera sverð og skjöldur þjóðarinnar gegn misvitrum pólitíkusum.
Valið á laugardaginn er því um það hvort við viljum stjórnarskrá sem samin er af grasrótinni, þversniði þjóðarinnar, fyrir þjóðina eða af þröngum hagsmunaklíkum til heimilis í Valhöll eða öðrum hagsmunahöllum, fyrir fáa útvalda.
Veljum þjóðarhagsmuni - Segjum JÁ við nýrri stjórnarskrá!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (119)