Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fer Freyja í fýlu ef hún fær ekki að fagna 17. júní niður í bæ?

Ég er hundaeigandi og elska hundinn minn Bangsa og einmitt þess vegna skil ég og reyni, eins og flestir sómakærir hundaeigendur, að virða þær reglur og takmarkanir sem samfélagið setur varðandi hundahald.

BangsiÉg hinsvegar skil engan vegin þennan Tómas Odd sem segist ætla að hafa að engu bann við hundum á hátíðarsamkomum og víðar þar sem ástæða þykir til að banna slíkt.

Tómas þessi virðist ekki átta sig á því að það er einmitt afstaða og þvermóðska eins og hans, sem eru helstu rök og hvati þess  að enn frekar verði þrengt að hundahaldi eða það jafnvel með öllu bannað í þéttbýli. Og þá fyrst þar sem flestir svona moðhausar eins og Tómas búa.

Tómas verður bara að sætta sig við að tíkin fari í magnaða fýlu, missi hún af hátíðarhöldunum.  En jafn vel upp alinn hundur og hún Freyja verður varla lengi í fýlu.

Það væri gaman að sjá svipinn á þessum Tómasi fari aðrir borgarar að fordæmi hans og hafi að engu lög og reglur sem eiga t.d. að vernda hann fyrir ágangi og áreiti þeirra, bara af því að þeim finnist reglurnar ekki henta þeim.


mbl.is Hundsar hundabannið á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón Sigurðsson þinglýst eign?

Hvað bull er þetta í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur að þjóðin eigi Jón Sigursson fyrrum forseta Hins Íslenska bókmenntafélags.

Það er löngu orðið ljóst að Jón er í skuldlausri eigu nafna síns og frænda Jóns Vals Jenssonar. Enginn skynjar það betur en Jón Valur hvaða skoðun nafni hans hefði á hinu og þessu væri hann enn ofar moldu.

Enda hefur Jón Valur um hríð verið sérstakur talsmaður frelsishetjunnar, bæði í ræðu og riti, og verið óþreytandi að setja fram skoðanir Jóns Sigurðssonar um öll möguleg og ómöguleg  álitamál líðandi stundar.   

Vart verður greint hvar þessi Jóninn byrjar og hvar hinn Jóninn endar, slíkur er samhugur þeirra nafnana. 


mbl.is Margir viljað eigna sér Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún gerir stykkin sín í báða skó

Bókmennta- og sagnfræðingurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og fyrrverandi Samfylkingarformaður minn, opinberar áður óþekkta lögfræðiþekkingu sína og dæmir Steingrím J. Sigfússon og Ögmund Jónasson seka um vanþekkingu og að hafa tekið sér pólitíska stöðu í Landsdómsmálinu á Alþingi á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Mikið djöfull er lágt seilst, ég hélt satt að segja að Ingibjörg að þú ættir ekki slíka lágkúru til, en lengi skal manninn reyna.

Ef einhver flokkur tók pólitískt flopp á Alþingi í þessu máli þá var það Samfylkingin, þar sem einstaka þingmenn hennar mátu sekt manna klárlega eftir flokkslitum.

Vinstri Grænir og Sjálfstæðismenn mega þó eiga það að þeir höfðu eina og hreina stefnu í atkvæðagreiðslunni á Alþingi og gerðu ekki upp á milli manna eftir flokkskírteinum, hvað sem má að öðru leiti um þeirra sfstöðu segja.

Mikið djöfull er þetta ómerkilegt Ingibjörg. AAAAARRRRGGGGGG!


mbl.is „Var einhver að tala um pólitík?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, yður er í dag nefnd fædd

Kirkjuþing hefur kosið nefnd til að bregðast við niðurstöðum rannsóknar- nefndarinnar.

Nefndinni  er væntanlega ætlað skila áliti sínu fyrir næsta kirkjuþing. Þá má vænta að skipuð verði ný nefnd og síðan árlega upp frá því til að fara yfir niðurstöður fyrraárs nefndar.

Þannig verður hægt, með nefnd á nefnd ofan, að velta málinu undan sér uns enginn man lengur hvert tilefnið var.

  


mbl.is Nefnd bregðist við skýrslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskriftasöfnun á fölskum forsendum

Undarleg undirskriftasöfnun er í gangi á MÁLSVÖRN.IS. Þar er safnað undirskriftum til stuðnings þess að Geir H. Haarde fái réttláta málsmeðferð fyrir Landsdómi ásamt fjársöfnun honum til handa. Þar segir m.a.:

Félagið ber heitið Málsvörn og er félagsskapur um réttláta málsmeðferð í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde. Megintilgangur félagsins er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni.

-------

Ef þú styður réttláta málsmeðferð bjóðum við þér að skrá þig á listann hér til hliðar.

Auðvitað hópast fólk til að skrifa undir að Geir H. Haarde eigi rétt á eðlilegri og réttlátri málsmeðferð. Það geta allir skrifað undir, það er eðlileg og sjálfsögð krafa enda grunnur íslensks hugsunarháttar og réttarfars.

Það þýðir ekki sjálfgefið að undirritaðir  vilji að viðkomandi sakborningurinn sleppi alfarið við dóm og refsingu, hafi hann til hennar unnið, eins og Morgunblaðið og Sjálfstæðismenn hafa gert sér far um að túlka undirskriftasöfnunina.

Flokkshollustan ræður þó hjá flestum, enda boðskapur Geirs að Landsdómurinn væru pólitísk réttarhöld og nefndi ofsækjendur sína, sem var afar ósmekklegt.

Til hvers eru dómstólar, hvert er þeirra hlutverk?  Eru þeir ekki til þess að skera úr um sekt eða sakleysi ákærðu?

Það hafa flestir talið fram að þessu, en forsætisráðherrann fyrrverandi, sem nú sætir ákæru um vanrækslu og embættisafglöp fyrir Landsdómi, virðist hafa aðra skoðun.

Hann kaus á blaðamannafundi að kalla Landsdóminn  fyrirbæri-, dómstól sem hann tók þátt í að manna meðan hann sat á þingi og bar sjálfsagt virðingu fyrir áður en hann fékk þann vafasama heiður að vera fyrsti mörlandinn sem stefnt er fyrir þann dóm.

Hvernig ætlar Geir H. Haarde, verði hann sýknaður, að túlka þá sýknu frá dómstólnum sem hann kallar „fyrirbæri“? Sé Landsdómur „fyrirbæri“ hefur sýkna hans auðvitað enga merkingu og Geir verður áfram í augum almennings „sekur“ samkvæmt ákæru.

Ég hef áður viðrað þá skoðun mína að fleirum en Geir hafi átt að stefna fyrir Landsdóm, en þar brást Alþingi, þar brugðust sumir Samfylkingarmanna sem umfram aðra mátu sekt manna mismunandi eftir lit, það er ófyrirgefanlegt. Ingibjörg Sólrún,  Árni M. og Björgvin G. hefði eflaust líka átt að stefna svo og  ráðherrum fjær í tíma, en lög leyfðu það ekki.

Alþingi á auðvitað ekki að dæma í eigin sök, frekar en aðrir.

Þau rök að ákæra hafi átt alla eða engan í þessu máli eru fáránleg og fella sig sjálf. Ef fjórir menn brjótast inn til þín, en aðeins tekst, af einhverjum ástæðum,  að ákæra einn þeirra, á þá að sleppa honum við málsókn og refsingu af því að ekki tókst að saksækja hina félagana þrjá?


mbl.is Krefst frávísunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull og blaður útvegsmanna

Það væri fróðlegt ef Útvegsmannafélag Vestfjarða tæki líka saman tölur um þá skerðingu á aflaheimildum Vestfjarða, sem þeir hafa sjálfir staðið fyrir frá því kvótinn kom til sögunnar.

Félagsmenn í Útvegsmannafélaginu þar vestra hafa selt frá sér bæði skip og kvóta í massavís, af hverju birta þeir ekki þær skerðingartölur? Hvað varð um hagnaðinn af sölunni, skiluðu þeir honum til samfélagsins, sem færði þeim aflaheimildirnar upphaflega?

Notuðu þeir arðinn af kvótasölunni til að skapa ný störf í stað þeirra sem þeir rændu frá fólkinu þegar þeir pökkuðu saman eða fóru þeir með allt sitt og skildu fólkið í þorpunum eftir atvinnu- og eignalaust?

Svo bítur Útvegsmannafélagið  hattinn af skömminni og kallar það kaldar kveðjur á Sjómannadaginn þegar stjórnvöld reyna að spyrna við fótum og stoppa ruglið, það hefði, vestfirðinga vegna, betur gerst fyrr.


mbl.is Segja aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3700 lestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífinn og skítlegur málflutningur

Þeir tala þessir útgerðamenn eins og enginn sé morgundagurinn ef „eignarhald“  þeirra á fiskinum í sjónum verði afnumin.

Þeir tala eins og fiskurinn verði tekin af þeim fyrir fullt og fast og á haug kastað og útgerð leggist alfarið af á Íslandi.

Ef skilningur LÍÚ og boðskapur þeirra verður ekki gáfulegri en þetta þá vaknar óhjákvæmilega  sú spurning hvort þeim sé yfir höfuð treystandi til að gera út og þá hvað ekki síst í ljósi þess að öll hagræðingin sem kvótakerfið á að hafa skapað, virðist ekki hafa skilað af sér öðru en verstu skuldastöðu útgerðarinnar í sögunni.

Svo ekki sé talað um þau ósköp að stöðugur niðurskurður á aflaheimildum síðustu tuttugu og fimm árin til að takmarka sóknina og byggja upp fiskistofnana hefur engu skilað.  


mbl.is Mikil skerðing á Austfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er liðsauki í Ásmundi Daða?

Ég hygg að glottið renni fljótt af framsóknarmönnum þegar þeir reyna hvernig „liðsaukinn“ Ásmundur Einar praktíserar það sem framsóknarmenn kalla samvinnu. 

   
mbl.is Taka Ásmundi Einari fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þá munur á kúk og skít

Frú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstýra á Sögu er örg út í hundeiganda sem, að hennar sögn, lætur hundinn sinn gera stykkin sín við garðshliðið heima hjá henni.  Það finnst frú Arnþrúði ekki geðslegt að vonum.

En frúin ætti að hafa í huga, að fleira er skítur en hundaskítur, þegar hún á þessari útvarpsstöð sinni  drullar yfir menn og málefni, sem ekki eru henni að skapi.

Sennilega er það með skítinn eins og peninga, að þangað safnist hann þar sem mest er af honum fyrir.

Frú Arnþrúður heldur áfram að hnýta í Kastljós fyrir umfjöllun þeirra um læknadópið. Hún vill meina að Kastljósi væri nær að fara að fordæmi Sögu og beina skítkastinu að ríkisstjórninni í stað þess að reyna bjarga henni með umfjöllun um þetta einkennilega áhugamál þeirra Jóhannesar og Sigmars.

„Af hverju,“ spyr frú Arnþrúður, „greinir Jóhannes ekki frá nöfnum þeirra sem fóðruðu dóttur hans á eiturlyfjum, hvaða hagsmuni er hann að verja“?  

Smekklegt ekki satt?

Frú Arnþrúður ætti þá að upplýsa hlustendur útvarps Sögu hvaða hagsmuna hún er að gæta þegar hún eys afurðum sínum yfir Kastljósið fyrir frábæra umfjöllun þeirra um læknadópið.


Undur og stórmerki að gerast

Þingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson hafa í fyrsta sinn, frá því Sjálfstæðisflokkurinn missti allt niður um sig í hruninu  leitt hugann að öðru en því sérstaka áhugamáli þeirra félaga, að breiða sem best yfir og fela fortíðarmistök og ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi efnahagsástandi.

einfrumungarnirÞeir félagar hafa, öllum á óvart, óskað eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis til að ræða læknadópið, það ber vissulega að virða og þeir fá mínar þakkir fyrir það.

Fróðlegt verður að sjá hvort þeir félagar fylgi þessu eftir af áhuga og festu eða hvort þeir falla í gamla hagsmuna- gæslufarið fyrir flokkinn sinn þegar dópumræðan í þjóðfélaginu dofnar.


mbl.is Vilja fund um lyfjamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband