Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Táningafrelsið er líka fyrir rugludalla.

Það segir kannski allt sem segja þarf um almennan hugsunarhátt múslima, þegar leiðtogar múslima í Hollandi hvetja þá til að ráðast ekki á „Hollendinga“.  Eru þeir loks að átta sig á að þeir hafi gengið of langt, eða býr eitthvað annað að baki? Hollendingar búa sig samt undir það versta.

Ég hélt í einfeldni minni að ekki ætti að vera þörf á slíkri hvatningu við siðað fólk.

Ég sé t.d. ekki fyrir mér leiðtoga Fríkirkjunnar eða annarra sértrúarsöfnuða  þurfa hvetja söfnuð sinn þannig, hafi einhver innan þjóðkirkjunnar móðgað þá eða öfugt.

Það er umtöluð mynd hægri öfgaþingmannsins Geert Wilders sem veldur þessu. Geert Wilders er greinilega rugludallur, en vestrænt táningafrelsi er fyrir alla, rugludalla jafnt og múslima.

  


mbl.is Ráðist ekki á Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagt fyrir sjónvarpi með haglabyssu

Þeir eru fljótir að grípa til byssunnar Kanarnir við lausn ýmissa vandamála og með misjöfnum árangri. En við lestur fréttarinnar rifjaðist upp gömul saga ekki ósviðuð.

Fyrir allmörgum árum fluttu frá Sauðárkróki  til Skagastrandar þrír bræður. Þetta voru ágætis grey en þóttu nokkuð einfaldir. Gárungarnir sögðu reyndar, að við flutninginn hefði greindarvísitalan lækkað bæði á Króknum og Ströndinni. En það er önnur saga.

Af þeim bræðrum fara margar skemmtilegar sögur. Eitt sinn voru þeir að setja upp sjónvarpsloftnet. Engin verkfæri höfðu þeir til að bora göt fyrir loftnetskapalinn. En vinirnir dóu ekki ráðalausir, þeir áttu haglabyssu og gripu til hennar. Með henni skutu þeir göt á veggi og gólf. Þar sem þetta var gamalt forskalað timburhús, fúið og feyskið, gekk götunin eins og í sögu og þeir gátu tengt sitt sjónvarp.

En þeir bræður voru að því leitinu skynsamari en Kaninn að engin hlaut bana af.

  


mbl.is Ætlaði að setja upp gervihnattadisk en skaut konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öðlingar eða sori mannkyns?

 

Fólk býr í gámi á lóð Bergstaðastrætis 16 í Reykjavík, en verktaki er víst um þessar mundir að gera það hús upp. Engin hreinlætisaðstaða er í gámnum og því skvetta íbúarnir úr næturgögnunum út fyrir gáminn.

Ekkert hægt að gera, segir lögreglan, þar sem fólkið dvelur í gámnum með leifi eiganda.

Maður hreinlega viknar þegar maður les um svona öðlinga sem af miskunnsemi skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa og það vandalausa. Ekki skortir manngæskuna og náungakærleikann þar.

En það skyldi þó aldrei vera að hér sé um að ræða erlenda starfsmenn viðkomandi verktaka við endurbyggingu hússins og þetta sé húsnæðið, sem hann hafi „skaffað“ þeim, af „örlæti sínu og manngæsku“. Menn sem þannig haga sér eru sori mannkyns.

Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan rennur af hólmi í svona málum. Það er eins og hún grípi hvaða hálmstrá sem er til að þurfa ekki að taka á þessum sora. Ég teldi rétt að lögreglan tæki sig saman í andlitinu og athugaði málið betur því ekki getur verið að þessi „aðstaða“ uppfylli lög um aðbúnað og hollustu. Svo ekki sé talað um almennt siðferði og réttlætiskennd.

Hvar eru stéttarfélögin og þær opinberu stofnanir sem eiga að fjalla um þessi mál?

  

 
mbl.is Búa í gámi í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær er klám list og hvenær er list klám?

Nú verða boðnar upp nektarmyndir af Carla Bruni forsetafrú Frakklands hjá Christie´s í Apríl og búist er við að rúm 300 þúsund fáist fyrir myndirnar!

„Milena Sales, talsmaður Christie's, sagði að ekkert væri óeðlilegt við að selja nektarmyndir af núverandi forsetafrú. Um væri að ræða listaverk, smekklega nektarmynd sem tekin væri af þekktum og virtum listamanni“ 

Takk fyrir. Verðið er hátt því hér er víst um list að ræða. En öðru gilti ef þessar myndir væru teknar af einhverjum Jóni Jónssyni út í bæ. Þá væri ekki farið í neinar grafgötur með að þar væri á ferðinni hreinræktað klám.

Ekki þarf að kaupa þessar myndir af forsetafrú Frakklands til að sjá hvernig hún lítur út á Evuklæðunum einum. Nægir að fara á Google og slá inn nafnið hennar til fá upp tugi ef ekki hundruð  síðna sem bjóða upp á slíkar myndir af frúnni.  En þær myndir eru örugglega klám sem eiga ekkert skylt við list, það hljóta allir að sjá.


mbl.is Nektarmynd af frönsku forsetafrúnni boðin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært!

Fyrsti þáttur úr nýrri Íslenskri 4 þátta glæpaseríu, Mannaveiðar, var sýndur á RUV í gærkveldi. Ef marka má þennan fyrsta þátt þá hefur vel tekist til. Áhugaverð saga, góð spennuuppbygging, góð persónusköpun og leikarar komast vel frá sínu. Ég bíð spenntur eftir næsta þætti.

Þetta sýnir að þetta er hægt á Íslandi. Vonandi er þetta bara smjörþefurinn af því sem koma skal hjá RUV sem hefur verið í sókn undanfarna mánuði, dagskrárlega séð, eftir margra ára hnignunarferil. Komnir eru til starfa hjá RUV ferskir stjórnendur með nýja hugsun.

 

Hvenær er mynd af Múhameð mynd?

Snemma í dag skrifaði Hjörtur J. Guðmundsson ágæta grein á blogg sitt Hægrisveiflan þar sem hann reiknar með mótmælum múhameðstrúarmanna við myndbirtingum af Múhameð. Ég skrifaði athugasemd við þá grein  og birti hana hér sem sjálfsætt blogg. 

 

Trúarboðskapur getur aldrei náð út fyrir þann hóp sem aðhyllist viðkomandi trú. Ef allir ættu að taka tillit til allra, þá yrði heimurinn stjórnlaus hrærigrautur og enginn botnaði neitt í neinu. Íslam á víst að vera umburðarlynd trúarbrögð að sögn, allavega í orði. En á því  virðist verulegur skortur á borði, bæði heima og að heiman.

Auðvitað eiga menn að fara varlega í að gera grín eða hæðast að fólki. En þetta myndabull er svo vitlaust að engu tali tekur. Múhameðstrúarmenn segja Múhameð svo fallegan að það sé ekki í mannlegu valdi að teikna hann. Ekki dreg ég það í efa. En ef svo er, þá getur engin þessara mynda verið af honum! Af hverju kjósa þeir þá að sjá Múhameð þegar þeir horfa á þessar myndir? Það er stóra spurningin. Það skyldi þá aldrei vera að málið væri meira pólitískt en trúarlegt.

Íslam hefur í gegnum tíðina verið misnotað af ráðamönnum sumra íslamskra ríkja, sem nota trúna til að þjappa fólki  saman gegn ímynduðum óvini, sem á að hafa óvirt spámanninn eða Íslam. Þetta gera þeir til að beina athyglinni frá  eigin ódugnaði. Slæmum lífskjörum, skorti á félagslegum lausnum og jafnvel nær algerum skorti á mannréttindum og þá ekki hvað síst tjáningar- og  ritfrelsi.

Tjáningar-  og ritfrelsi eru hornsteinar vestræns lýðræðis og frelsi einstaklingsins. Ekki er hægt að veita neinn afslátt af þessu frelsi okkar. Ef stigið er hið minnsta skref til undanhalds „til að halda friðinn“ , eins og maður hefur heyrt örla á hjá fáeinum, þá er ósigurinn vís því þá verður gengið á lagið og stöðugt nýjar kröfur settar fram.

Ég hef ætíð boðið nýbúa velkomna til landsins, vilji þeir, og séu komnir til að, gerast Íslendingar og aðlagast samfélaginu. Þetta er Ísland, hér búa íslendingar, hér er töluð íslenska, hér gilda íslensk lög,  og hér hafa þegnarnir víðtækt frelsi til orðs og athafna. 

Margir nýbúar hafa ekki átt þessu að venjast í sínu fyrra landi og það kemur svolítið spánskt fyrir sjónir að þeir skuli nota nýfengið frelsið til að reyna að brjóta það niður. Ef þeir eru ekki sáttir við okkar fyrirkomulag og lífshætti þá eiga þeir að halda sig heima eða fara eitthvað annað þar sem þeim hugnast betur fyrirkomulagið. Hér á ég heima og ég tel ekki ásættanlegt að öll íslenska þjóðin breyti sér til að hugnast nýbúum sem ekki geta losað sig við vandamál sem þeir draga með sér að heiman.

Þetta fjölmenningarsamfélagskjaftæði er bull. Það er að sýna sig betur og betur að það gengur ekki upp annarstaðar. Ég sé engar forsendur að það geri það frekar hér, hvað sem góðum vilja líður.

 

 


Umhverfisvænn flokksleiðtogi.

Þau eru víða augun og eyrun. Og því er eins gott að hugur fylgi máli þegar stjórnmálamenn eru að gera sig græna og væna í augum almennings. Eins og sannast hefur á David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins breska.

„Fyrir tveimur árum, skömmu eftir að Cameron var kjörinn flokksleiðtogi, náðist af honum mynd þar sem hann hjólaði á hjóli sínu en í humátt á eftir kom bílstjóri hans í embættisbílnum sem flutti skó, skjalatösku og skjöl Camerons“.

Embættismenn segja ekki hægt að flytja skjalakassana á hjólinu. Væri þá ekki bara heiðarlegra og betra að sitja í bílnum úr því að hann er að fara sömu leið?

Á 30 mín. hjólferð þar sem blaðamaður fylgdi honum eftir nú nýverið virðist hann hafa náð að brjóta flestar umferðarreglur sem hægt var að brjóta.

Þetta kann að hafa áhrif á feril Camerons því Bretar eru mun viðkvæmari fyrir svona, en við Íslendingar, sem erum ónæmir.

  

mbl.is Þverbraut umferðarlög á hjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur eða dauði

Japaninn Yuichiro Miura á góða möguleika að setja met. Ef hann verður ekki elsti maður til að ná tindi Everest þá á hann mikla möguleika til að verða elsti maðurinn, sem fjallið banar.

 


mbl.is Reynir að setja aldursmet á Everest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goggi segir sigur í vændum

George "dobble Vitleysa" Bush er búinn að vera forseti BNA í 7 ár. Púff.. bara 10 mánuðir eftir af hans valdatíð. Hann skilur við efnahag BNA í rúst. Enginn tekur lengur mark á því sem ríkisstjórnin segir eða gerir í efnahagsmálum. Menn bara bíða eftir því að óværan hverfi af vettvangi.

5 ár eru frá upphafi Íraksstríðsins og enn og aftur kemur mannvesalingurinn fram í sjónvarpi og segir " Við munum vinna þetta stríð".  Allir sem um ástandið í Írak fjalla segja ástandið þar einungis versna.

Ekkert sem Bush gerir þar gengur upp. Glæpum fjölgar, hryðjuverk blómstra, flóttamönnum fjölgar, fangelsi eru yfirfull af fólki sem handtekið var fyrir jafnvel litlar eða engar sakir. Fólki er haldið, fangelsuðu vikum, mánuðum og árum saman án dóms og laga.

Svo horfa landsfeður Íslands á þessa kumpána í Hvítahúsinu með blik í auga og draum í hjarta.

Þessi forseti BNA, hefur með háttsemi sinni ekki fært heiminn nær almennu  frelsi og mannréttindum, heldur þvert á móti, fjær.

BNA eru rúin trausti, hatur í þeirra garð hefur margfaldast. Næsti forseti BNA er ekki öfundsverður af því hlutverki að vinna aftur traust heimsins.

Nei, Bush aldrei meir!

  


mbl.is „Bandaríkin og Írak öruggari"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar barn gerir barni barn...

11 ára gamall drengur kvænist 10 ára frænku sinni í Sáddí Arabíu. Er hér ekki að fara fram barnaníð í boði foreldrana? Þegar hjónabandið verður innsiglað mun barnið reyna að gera hinu barninu barn með Guðs blessun.

Mohammed, væntanlegur brúðgumi er hinn ánægðasti. Segir þetta hjálpa sér með mámið. „Konan hans“ mun þá væntanlega læra fyrir hann heima, samkvæmt þarlenskum hugsunarhætti, svo hann geti notað tímann í annað.

Hvað ætla íslenskir fjölmenningarsiðaumvöndunarsinnar að gera þegar fólk af þessum uppruna vill taka upp á þessum fjára hér. Ætlar það að halda uppteknum hætti, hrópa á torgum og skrifa hverja vandlætingargreinina eftir aðra í blöð að breyta verði lögum til að brjóta ekki á trúar- og mannréttindum vesalings fólksins?

  


mbl.is 11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband