Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
KIM JONG IL er meiri skaðvaldur en Mount Paektu
6.4.2011 | 11:02
Kommarnir í N-Kóreu valda þjóð sinni meiri skaða en fjallið Mount Paektu kemur nokkurn tíma til með að gera. Langt er á milli gosa í fjallinu og afleiðinga þeirra, en ógn og harðstjórn alræðisstjórnarinnar í N-Kóreu hafa varað áratugi og ekki útlit fyrir að breyting verði á því um ókomna tíð.
Gos ofaní það harðræði sem íbúar N-Kóreu þola af völdum ríkisstjórnar landsins er að sjálfsögðu lítið faganaðar efni. Þjóðin getur ekki losað sig við fjallið, sem er á landamærum N-Kóreu og Kína, en hún getur lágmarkað skaðann með því að losaða sig við Kim Jong Il og allt hans bölvaða hyski, fyrir fullt og fast.
Sameinast um eldfjallarannsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nei - skal það vera!
5.4.2011 | 20:52
Ég er lengi búinn að velkjast í vafa hvoru megin veggjar við Icesave ég ætti að leggja mig í kosningunni n.k. laugardag. Ég hef verið, fram að þessu, tilbúinn að velta mér á hvora hliðina sem væri, en nú er ég búinn að taka endanlega ákvörðun, ég ætla að velta mér á hægri hliðina og krossa við nei!
Ég þakka Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra SA fyrir að hafa opnað augu mín með þeirri hótun sinni að yfirstandandi samningagerð yrði í uppnámi verði Icesave hafnað auk þeirrar kröfu SA að kvótakerfið verði óbreytt næstu 50 árin hið minnsta. Það kallar beinlínis fram ofnæmisviðbrögð og æluna upp í háls að fá þennan mann og það sem hann stendur fyrir, inn í stofu til manns, gegnum sjónvarpið, á hverju kvöldi.
Ég var að velta því fyrir mér áðan af hverju ég hafi ekki ákveðið þetta fyrir löngu, ég var m.a.s. um tíma hallur undir að segja já. Ég er ekki í nokkrum vafa hver ástæðan er. Ástæðan er hinn fordæmalausi haturs og fyrirlitningar áróður sem hefur verið rekin af andstæðingum Icesave. Þar hafa farið fyrir liði Útvarp Saga, Jón Valur Jensson, Loftur Altice Þorsteinsson ásamt ótal öðrum öfgasinnuðum hægrimönnum og blaðmönnum sem ekki segjast vera Baugsmiðlar.
Þeirra baráttutækni og karma er ekki til þess fallin að laða hugsandi fólk til fylgis, hún fælir það frá.
Þarf að endurmeta stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Frjálsar siglingar
5.4.2011 | 11:34
Það er auðvitað þyngra en tárum taki fyrir Eyjamenn að horfa til lands, á þetta mikla hafnarmannvirki á söndunum engum til gagns, nema þá ef vera kynni þessum forngrip Skandia, sem fenginn var til landsins til að snúa sandinum innan hafnarinnar.
Ekki er ólíklegt að þessi hugmynd bæjarstjórans í Vestmannaeyjum sé sótt til flóttans mikla frá Dunkirk, þegar öllum fúabyttum og sótröftum var á sjó skotið til að ferja breska herinn í skyndingu yfir sundið.
Það verður eflaust gaman að sjá allan Eyjaflotann sigla milli lands og Eyja þegar og ef farþegasiglingar þar á milli verða gefnar frjálsar.
Getum ekki staðið í logni og horft á höfnina lokaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Náttúrulögmál SA
5.4.2011 | 10:08
Samtök atvinnulífsins hafa kjörstöðu í þessum samningum, efnahagskreppan gefur lítið svigrúm til launahækkana og þá fyrst og fremst vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs. SA virðast ekki hafa getað gert kjarasamninga í seinni tíð nema ríkið gerðist aðili að samningunum og borgaði meira og minna fyrir þá brúsann.
Hvergi á byggðu bóli hefur slík svívirða verið sett fram af samtökum vinnuveitenda eins og hótun SA að ekki verði gerðir kjarasamningar nema sjáfarauðlindin verði afhent fáum útvöldum aðilum til eignar.
Þessu til viðbótar búa SA svo vel að viðsemjendur þeirra, forystusamtök verkalýðsins, ASÍ er magnlaus og ónýt og hefa verið lengi, alveg síðan hagfræðin var leidd þar til hásætis. Allur kraftur ASÍ fer í að halda aftur af þeim tveimur verkalýðsforingjum á landsbyggðinni sem sýnt hafa þann dug að standa í lappirnar, og vinna fyrir sína umbjóðendur.
Það er alltaf sami sorgarsöngurinn hjá SA, allt fer á hliðina sé krafan að lægstu laun verði hækkuð. Hvað sagði kjáninn hann Vilhjálmur Egilsson ekki í fréttum í gær:
Krafa ASÍ er aðallega á hækkun lægstu launa á meðan við höfum viljað flatar hækkanir þar sem allir fá sömu prósentuhækkun. Og áður sagði hann; Lægstu launin verða alltaf alltof lág.. rétt eins og það sé órjúfanlegt náttúrulögmál.
Aldrei virðist til aur til að hækka lægstu laun nema allt fari á hliðina, en viljugt er fjármagnið til hækkunar á milljónalaununum. Aldrei virðist það rugga bátnum að hækka toppana sem nemur heilum mánaðarlaunum þeirra lægst launuðustu, meðan táraflóð fylgir þeim tveimur, þremur þúsundum sem að smælingjunum er rétt.
Boltinn hjá ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Auðvitað skilur Sigurður Kári þetta ekki frekar en annað
4.4.2011 | 16:20
Það er auðskilið öllu venjulegu fólki af hverju stuðningsmenn Icesave-samningana birta ekki myndir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar í auglýsingum sínum, þó það haldi vöku fyrir Sigurði Kára Kristjánssyni.
Þeir sem að auglýsingunum standa eru það heiðarlegir að gera ekki upp á milli fólks. Ef þeir hefðu birt myndir af ráðherrum sem stuðningsmönnum Icesave í auglýsingunum þá hefðu þeir líka þurft að birta myndir af eftirtöldum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem líka studdu Icesave, með sama styrk og stjórnarþingmenn, einu atkvæði á mann:
Árni Johnsen,
Ásbjörn Óttarsson,
Bjarni Benediktsson,
Einar K. Guðfinnsson,
Jón Gunnarsson,
Kristján Þó Júlíusson,
Ólöf Norðdal,
Ragnheiður E. Árnadóttir,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
Tryggvi Þór Herbertsson,
Þorgerður K. Gunnarsdóttir,
Myndbirting af stuðningsmönnum Icesave var útilokuð, því enginn heilvita maður auglýsir þinglið Sjálfstæðisflokksins ótilneyddur.
Spyr um myndir af Jóhönnu og Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hver vakti Björninn af værum vetrardvalanum?
4.4.2011 | 13:26
Birnir sem vaktir eru af værum vetrardvalanum, óvænt og fyrir tímann hafa allt á hornum sér, viðskotaillir og afundnir. Björninn Bjarnason er engin undantekning á því. Björn þessi er raunar alltaf svo stirður og fúll í skapi að engu er líkara en hann sé ætíð nývaknaður, árið um kring.
Eins og annarra fýlu bangsa er siður þá ræðst Björninn á þann sem hann telur liggja best við höggi, fjármálaráðherrann. Nærtækara væri fyrir Björn að beina fýlu sinni og fúkyrðum að formanni sínum, sem samþykkti Icesave III á Alþingi og mælir með því, eins og Steingrímur, að þjóðin geri slíkt hið sama. Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins leggur þá, ekki síður en Steingrímur Sigfússon, blessun sína yfir þessa forkastanlegu stjórnarhætti.
Það er draumur bjarnarins að Sjálfstæðisflokkurinn komist sem fyrst til valda aftur. Það kæmi þá í hlut Bjarna Ben að festa í sessi þess nýju og forkastanlegu stjórnarhætti um leið og þeir félagar hjálpast svo að við að endurreisa heilbrigt og ábyrgt bankakerfi, eins og var á Íslandi fyrir hrun, eins og Björninn lætur sig dreyma um í nýlegri bloggfærslu.
Með því að segja já við Icesave er löppunum ekki aðeins kippt undan heilbrigðri bankastarfsemi og ábyrgð bankastjórnenda gerð að engu heldur einnig lagður steinn í götu framfara með opnum og heilbrigðum stjórnarháttum.
"......og ábyrgð bankastjórnenda..." ! Tókuð þið eftir því?
Forkastanlegir stjórnarhættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ótrúlegt flug 243 Aloha Airlines
3.4.2011 | 11:53
Í þessari frétt mbl.is segir frá Boeing 737-300 flugvél Southwest Airlines, þar sem stykki rifnaði úr þaki flugvélarinnar á flugi. Lending tókst vel og aðeins urðu lítilsháttar meiðsl.
Hér eru hinsvegar myndskeið úr þáttaröðinni Air Crash Investigation um ótrúlegt flug 243, sem var innanlandsflug á Hawaii 1981 á vegum flugfélagsins Aloha Airlines, þar sem flugvélin var líka Boeing 737.
Hér er sagt frá atviki af allt annarri stærðargráðu, en um getur í fréttinni, stór hluti af búk flugvélarinnar sópaðist í burtu en flugmönnunum tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að lenda vélinni, sem hékk saman á bláþræði í bókstaflegum skilningi.
Sjón er sögu ríkari.
80 farþegavélar kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áhugaverðasta fréttaefnið?
2.4.2011 | 06:45
Hvað segir það okkur að þessi frétt sé mest lesna fréttin á Mbl.is?
Vala Grand komin með kærasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Frekar skal veifa röngu tré en öngvu
1.4.2011 | 23:11
Björn Bjarnason er og verður alltaf eins og asni. Þrár og þver en fylgin sér og að sama skapi staður og óhreyfanlegur til nokkurra hluta nema hann ákveði það sjálfur, rétt eins og asninn, það ágæta dýr, sem hefur í raun ekkert það til saka unnið að Birni Bjarnasyni sé til þess jafnað.
Trúr sinni frjálshyggju sannfæringu situr Björn Bjarnason fastur og óbifanlegur við sinn keip og kennir öllu öðru um núverandi ástand þjóðarskútunnar en því efnahagsstrandi sem 18 ára valdatíð og hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins olli.
Vissulega var stigið eitt skref eða tvö fram á við í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og það ætti vissulega að meta honum það til tekna, ef skrefin til baka í lok þeirrar valdatíðar hefðu ekki orðið 10.
Ekkert hefur breyst hjá Birni Bjarnasyni, hann situr enn á strandstað þjóðarskútunnar, hreytir og hrín ónotum og fúkyrðum í þá sem vinna hörðum höndum að ná þjóðarskútunni af strandstað sínum á fjöru frjálshyggjunnar.
Björn lætur eins og hann viti ekki að það hefur alltaf tekið til muna lengri tíma að ná skipum af strandstað en að stranda þeim.
Björn karlinn leggur allt traust sitt á að kjósendur séu fljótir að gleyma svo þeir feli Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum það vald að taka aftur upp sömu feigðarsiglinguna, siglinguna sem kom þjóðinni nákvæmlega þangað sem hún er stödd.
Segir ríkisstjórnina standa atvinnulífinu fyrir þrifum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skulda- og siðferðisþvottavél
1.4.2011 | 19:09
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)