Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
Vel sloppið
31.7.2011 | 22:30
Leiða má að því líkum að eitt dauðsfall sé býsna vel sloppið í árekstri tveggja járnbrautalesta á Indlandi, ef þessar myndir sýna algenga hleðslu á farþegalestum þarlendum.





![]() |
Einn látinn eftir lestarslys á Indlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ber Páfinn enga ábyrgð á dauða fólks í Afríku?
31.7.2011 | 13:19
Páfinn í Róm setur upp heilaga andlitið og hvetur þjóðir heims til að sýna ábyrgð gagnvart Austur-Afríku. Það er ekkert nema gott eitt um það að segja þegar hvatt er til góðra verka til bjargar heilsu og lífi manna.
En það er ekki bara hungur dauðinn sem vofir yfir Afríku. Þar er eyðni víða landlægur sjúkdómur og fast að því faraldur sumstaðar. Á því sviði hefur heilagur páfinn líka látið til sín taka svo um munar, ekki til að bjarga fólki frá veikindum og dauða heldur hið gagnstæða.
Páfinn og hans slekti allt hefur barist með kjafti og klóm gegn notkun smokksins, sem er besta þekkta vörnin gegn þessari vá. Í því sambandi skiptir líf og heilsa fólks heilagann páfann engu.
Það er lítill samhljómur í því að vilja bjarga fólki frá hungurdauða en berjast svo gegn þeim sem vilja forða sama fólkinu frá því að smitast og deyja drottni sínum úr eyðni.
Axla kjólklæddu hræsnishaugarnir í Vatíkaninu ábyrgð á þeim gjörðum? Nei, þá vísa þeir í margræðan texta í gamalli skruddu frá tíma risaeðlanna.
Flottir karlar!
Kíkið á könnunina hér til vinstri!
![]() |
Páfi hvetur til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (100)
„Þjófar stálu bensíni“
30.7.2011 | 22:02
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Óvenjuleg vinnubrögð verjanda
30.7.2011 | 20:52
Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð eða heyrt lögfræðing bera skjólstæðing sinn jafn ákaft á torg, eins og verjandi Breiviks gerir í þessu máli.
Það er greinilegt að verjandinn ætlar að byggja vörnina á meintri geðveiki Breiviks og hann notar hvert tækifæri til að baktala skjólstæðings sinn og styrkja þannig þá ímynd að Breivik sé illa truflaður.
Það er undarlegt að enginn skuli hafa veitt öllum þessum persónuleika brestum Breiviks athygli allan þann tíma sem hann vann með kaldrifjuðum hætti að undirbúningi morðanna og fyrir þann tíma.
Vinsamlegast takið þátt í könnunni hér til vinstri!
![]() |
Lifði í ímynduðum heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Niðurstaða úr skoðanakönnun og ný könnun
30.7.2011 | 13:31
2.2% Sæmilega
23.9% Vel
10.9% Besta bullið síðan Móses samdi boðorðin
26.1% Frekar klént
28.3% Illa
8.7% Hvaða stjórnarskrá
37% hallast á sveif með frumvarpinu en 54.4% gegn því, en 8.7% eru algerlega úti á túni.
Ætlar þú að samþykkja eða hafna stjórnarskrárfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Samþykkja það
Hafna því
Ég læt útvarp Sögu ákveða það fyrir mig
Vinsamlegast takið þátt
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
...og koma svo No Borders
29.7.2011 | 17:25
Það verður spennandi að sjá hvaða rök og fullyrðingar leynisamtökin No Borders nota þegar þau krefjast þess að þessi maður fái hér hæli án rannsóknar á hans fortíð.
Manns sem byrjaði landvist sína með lygi og lögbroti þegar hann reyndi að villa á sér heimildir með framvísun á fölsuðu vegabréfi.
.
.
Lítið á könnunina hérna til vinstri
![]() |
Stöðvaður með fölsuð skilríki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hugsanlega er svindlað á okkur, en við megum ekki vita hverjir gera það
29.7.2011 | 14:19
Í rassíu sem Neytendastofa gerði til að kanna vigtar reyndust 6 af 14 fiskbúðum og 10 af 19 matvælaframleiðendum vera með vogir sem ekki voru eins og til er ætlast. Hjá þessum tveim greinum voru 42,9% og 52,6% með ógildar vogir. Aðrar aðilar sem voru skoðaðir stóðu sig mun betur.
Hagsmuni hverra er Neytendastofa að gæta þegar svona rassíur eru gerðar? Hagsmuni neytenda, dettur manni helst í hug.
En, ef svo er, af hverju liggur Neytendastofa á því eins og ríkisleyndarmáli hverjir þessir bjálfar eru? Ég hefði haldið að hagur neytenda væri ekki hvað síst fólgin í því að geta varað sig á þeim sem hafa hugsanlega rangt við í viðskiptum.
Ekki er nokkur vafi á því að svörtu sauðirnir myndu passa betur að hafa þessa hluti í lagi, væru neytendur upplýstir um hverjir þeir eru.
Mældu rétt strákur er greinilega enn í fullu gildi.
Minni á könnunina hér til vinstri.
![]() |
Víða pottur brotinn í vigtun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný stjórnarskrá
29.7.2011 | 10:19
Ég hef sett inn skoðanakönnun hér til vinstri.
Spurt er: Hvernig líst þér á frumvarpið að nýrri stjórnarskrá?
Könnunin verður opin í sólarhring.
Vinsamlegast takið þátt.
![]() |
Stjórnarskrá verði breytt umtalsvert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tökum höndum saman
28.7.2011 | 12:31
Mér er bæði ljúft og skylt að vekja athygli á þessari síðu VG sem er netdagblað í Noregi.
Hér geta allir sýnt samstöðu og samhug með Norsku þjóðinni og aðstandendum fórnarlambanna á Útöya og jafnframt fyrirlitningu á slíkum voðaverkum.
Tökum í hönd næsta manns og réttum hina höndina út til næsta manns. Myndum eina allsherjar keðju friðar og samhugs, segjum nei við ofbeldi.
Aðeins þarf að klikka á Klikk her for å styrke lenken og skrá sig inn, með nafni og landi.
Tæplega 1,2 milljón manna, kvenna og barna hafa þegar myndað hlekki í keðjunni.
Slóðin á síðuna er: http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php
Látið þetta berast sem víðast!
![]() |
Breivik yfirheyrður á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þarf bakkelsið í ferminga- og afmælisveislum að koma úr vottuðu eldhúsi?
28.7.2011 | 08:33
Fátt er betra en heimabakað bakkelsi með kaffitári eða mjólk og enginn hefur fram að þessu leitt hugann að öðru en það væri bæði hollt og gott.
En reglugerðirnar láta ekki að sér hæða. Eins og komið hefur fram í fréttum er það skjalfest orðið að jafnvel besta heimabakaða bakkelsið verður með öllu óhæft til manneldis, sé gjald tekið fyrir. Allur fjáröflunar bakstur skal fara fram í vottuðu eldhúsi, ekkert minna.
Það er í sjálfu sér ekki nema gott eitt um þannig reglugerð að segja, enda tilgangurinn vafalaust sá að Pétur og Pála væru ekki eftirlitslaust að framleiða brauð og kökur til sölu í verslunum, árið um kring.
En skörin er heldur betur farin að færast upp í bekkinn, þegar embættismenn horfa aðeins á kaldan textann í lögum og reglugerðum og útfæra steinrunna viskuna yfir allt og alla.
Það hefur örugglega ekki verið markmiðið með þessum reglum að drepa niður starfsemi góðgerðafélaga sem afla fjár með smá kökubakstri einu sinni á ári.
Þá vaknar sú spurning hvort fólk megi eiga von á eftirlitsmönnum heilbrigðiseftirlitsins í afmælis- og fermingarveislur til að kanna hvort brauðið og kökurnar séu vottaðar?
Í slíkum veislum fer fram sala á veitingum, gjafir, hvort heldur eru í lausum aurum eða bundnu fé, eru sannarlega endurgjald fyrir veitingarnar.
En með því að afþakka gjafir, verður óhæfa heimagerða bakkelsið með það sama hin vandaðasta vara og hæf til manneldis.
Þetta rugl þarf heilbrigðisráðherrann að laga, enda ekki heilbrigt.
![]() |
Múffurnar lutu í lægra haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)