Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Látum ekki okkar (drasl) eftir liggja, þessa helgi

Verslunarmannahelgin er framundan, hjá mörgum hefst hún í kvöld eða á morgun. 1

Íslenskt veður er óútreiknanlegt og hefur gert mörgum manninum marga skráveifuna þessa helgi.

2En samt sem áður storma þúsundir landsmanna á vit ævintýranna og óvissunnar um þessa helgi, ár eftir ár.

43Góða skemmtun Íslendingar,  hvernig sem veðrið verður.

Komið heil heim og auðvitað með allan farangurinn, látið ekki ykkar dót eftir liggja!

8

  


mbl.is Margir á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndarþvottur

Ég sé ekki betur en Jacques Coutela hafi verið rekinn  úr National Front fyrir að segja það upphátt sem flestir í þeim „ágæta“ flokki hugsa.

Allir eru á harða hlaupum að afneita hugsanlegum skoðana- eða trúartengslum við fjöldamorðingjann í Útey, innlendir sem erlendir, hraðast og fremstir fara helstu fordómasmiðirnir.


mbl.is Rekinn úr flokknum fyrir að verja Breivik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munurinn á hryðjuverkamanni og hryðjuverkamanni

Hryðjuverkamenn

 


mbl.is Átta vikna gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófreskjan frá Utøya vill fá að halda áfram sínum óhæfuverkum

Norska ófreskjan Anders Behring Breivik  sprengdi sprengjuna í Osló aðallega í þeim tilgangi að skapa sér svigrúm og tíma til að framkvæma voðaverkin á Utøya.

ist2_965942-norway-scandinavia-map-with-norwegian-flag_1024252Það er greinilegt að krafa hans að fá nánast að halda blaðamannafundi við dómsmeðferðina, til að útlista svartnættis hugmyndafræði sína,  er aðeins enn einn liðurinn í árás hans á Norsku þjóðina.

Til að strá salti enn frekar í gapandi und norska samfélagsins vill ódámurinn fá að klæðast, við réttarhöldin, einkennisbúningi norskahersins, búningnum sem hann réðst gegn.

Það má aldrei verða, öll réttarhöldin verða að vera lokuð,  það verður að koma í veg fyrir að ódámurinn geti útvíkkað enn frekar sitt ódæði með einhverjum leiksýningum meðan á réttarhöldunum stendur.

Ekki þarf að fara í grafgötur með þá ofsa reiði sem ríkir í Noregi i garð þessa „manns“. Ég yrði ekki hissa þó eitthvað svipað myndi gerast og þegar Jack Leon Ruby tók lögin í sínar hendur eftir morðið á John F. Kennedy.  


mbl.is Minntust látinna með þögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vandaverk að svindla svo vel fari

Vonandi passa þeir sig betur í Kóreu við „hagræðingu“ atkvæðanna en í Sovét forðum þegar félagi Stalín náði þeim sérstaka árangri að hljóta 103% greiddra atkvæða í „kosningum“.


mbl.is Kosið í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þyrfti að kíkja undir „húddið“ á allmörgum íslenskum bloggurum

Norski fjöldamorðinginn og þjóðníðingurinn kallaði Gro Harlem Brundtland „landsmorðingja“ á netinu, en aðeins er vitað um eitt slíkt tilvik, samt er Norðmönnum verulega brugðið.

Hér á landi viðhefur hópur Íslenskra bloggara samskonar orðbragð um íslenska ráðamenn ekki einu sinni, heldur oft, jafnvel oft á dag í færslu eftir færslu! Þar sem ráðherrar eru kallaðir öllum illum nöfnum og jafnvel landráðamenn, auglýst eftir eitri að gefa  þeim, eða senda þeim kúlu í hausinn og þá er fátt eitt talið.

Er ekki full þörf í ljósi atburðanna í Noregi að kíkja aðeins undir „húddið“ á þessu fólki? 5_1245773683_under-the-hood

Og þá væri ekki úr vegi að líta undir „húddið“ á stjórnendum bloggsvæðanna þar sem slíkur málflutningur hefur ekki aðeins verið liðinn, heldur beinlínis settur í forgang.

Eins og tildæmis hér á moggablogginu þar sem þessir menn hafa undantekningarlítið verið drifnir á forsíðuna, þar sem skrif þeirra hafa, fyrir vikið, fengið mun meiri athygli en annars! 


mbl.is Kallaði Gro Harlem „landsmorðingja"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarsorg á Norðurlöndum

Það er ekki ofsögum sagt að atburðirnir í Osló og Utøya séu átakanlegasti atburðurinn á Norðurlöndum í áratugi. Þetta snertir okkur Íslendinga ekki síður en Norðmenn, það er eins og þetta hafi gerst í okkar eigin bakgarði, þetta snertir alla Norðurlandabúa djúpt.

Það ríkir þjóðarsorg á Norðurlöndum.

Þetta gerist vegna haturs, haturs einstaklings á Norsku þjóðfélagsgerðinni og stjórnvöldum. Morðinginn mun vera  félagi í samtökum hægri öfgamanna og mun ekki hafa farið leynt með útlendingahatur sitt og þjóðernishyggju.

Því miður höfum við bæði hér á moggabloggi og víðar horft upp á sjúkleg skrif í anda þessa auma manns. Eftir þennan hræðilega atburð í Noregi er full ástæða til að taka alvarlega skrif manna sem vilja hengja ráðherra, eitra fyrir þeim eða senda þeim kúlu í hausinn.

Þessir atburðir eru þeim sem halda úti bloggsíðum þörf áminning um hættuna sem leynst getur í slíkum skrifum, sem þeir virðast sumir hverjir hafa litið á sem hressandi pólitískan rétttrúnað.  

Slík skrif geta hæglega velt sjúkum einstaklingum fram af brúninni, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, eða beinlínis skapað slíka menn.

Ég hvet alla Íslendinga til að sýna Norsku þjóðinni samhug og samstöðu með því að draga þjóðfánann okkar í hálfa stöng í dag.


Svarið gæti legið í þínum eigin garði Guðlaugur.

Samkvæmt síðustu fréttum bendir flest til að hryðjuverkin í Osló séu alfarið norskt mál og tengist hægri öfgamönnum þarlendum.

Hvern er Guðlaugur Þ. Þórðarson að spyrja hvernig staðan sé í þessum málum hér á landi? Hún er slæm, virkilega slæm, ef marka má þann hatursáróður sem streymir frá skoðanabræðrum Guðlaugs og samverkamönnum í garð ríkisstjórnar og ráðherra.

Guðlaugur getur sem best byrjað sína könnun á hatursástandinu hér á landi með því að með því að spyrjast fyrir í sínu eigin liði og lesa bloggin þeirra þar sem m.a. hafa verið reifaðar áætlanir um að byrla ráðherrum eitur.

Þá fengi hann kannski einhverja hugmynd hvort þess sé langt að bíða, þar til svona lagað gerist hér.

 
mbl.is Spyr hvernig staðan sé á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum samhug.

fáni í hálfa2Ég hvet alla sem tök hafa á að votta Norsku þjóðinni samúð okkar og hluttekningu yfir þessum hræðilegu atburðum með því að draga Íslenska fánann í hálfa stöng um allt land á morgun.

Þetta er þyngra en tárum taki.

 
mbl.is Enginn Íslendingur særðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönnum sekt áður en við dæmum

Þetta er hræðilegur atburður og hugur Íslendinga er óskiptur með Norsku þjóðinni. Allt kapp verður að leggja á að finna þá seku sem fyrst.

En það er hættulegt að hlaupa af stað með einhverjar getgátur, hver eða hverjir standa að baki þessum hryllingi, meðan allt er á huldu um ódæðismanninn eða mennina.

Að slá fram fullyrðingum á þessu stigi, eins Valdimar H. Jóhannesson gerir í þessari færslu, er forkastanlegt og til þess eins að fallið að æsa upp úlfúð og ala á hatri í garð fólks, sem hefur ekkert til saka unnið annað en aðhyllast sína trú.

Þessi færsla Valdimars segir mér meira um hann sjálfan en það fólk sem hann hatast við.  


mbl.is „Fannst um alla borg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.