Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Ökusvín
31.8.2011 | 22:07
Eitthundrað og fimmtíu þúsund króna sekt fyrir svona dauðans akstur er brosleg refsing, þó því til viðbótar komi 3ja mánaða svipting ökuréttinda og heilir 3 punktar í ferilskránna.
Kappinn glottir eflaust út í annað án þess að gera sér grein fyrir að lögreglan forðaði honum kannski frá því að kála sér, eða það sem verra væri, að drepa einhverja aðra. Svona dauðans hraðakstur er ekki einkamál þeirra sem hann stunda.
Þriggja mánaða varðhald ásamt upptöku á ökutækinu væri nær lægi fyrir svona glæpsamlegan akstur, ásamt þriggja ára sviptingu ökuréttinda.
Það gæti náð glottinu af svíninu.
Mældur á 201 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Undarleg tík er Íslenska pólitíkin
31.8.2011 | 12:28
Þetta Grímstaða mál er undarlegt og tilfinningaríkt en giska broslegt því pólitísk sannfæring margra virðist hafa tekið algerum pólskiptum.
Jafnvel hörðustu fylgjendur inngöngu Íslands í ESB, gerast harðir þjóðernissinnar í þessu máli og krefjast þess, með tár á hvörmum, að Kínverjanum verði ekki seld ein einasta þúfa af Íslensku landi.
Svo á móti koma hörðustu einangrunar- og þjóðernissinnar, sem vilja ekki að ein einasta arða af Íslandi gangi í ESB, en eru, svo undarlega sem það hljómar, mjög kappsamir um að þessi landsala til Kína nái fram að ganga og spyrja í forundran -við hvað menn séu eiginlega hræddir-?
Hún er undarleg tík pólitíkin!
Á að selja Grímsstaði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Viðskiptafrömuður
30.8.2011 | 15:09
Sögur ganga að hinn kynóði Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gerist þáttastjórnandi í sjónvarpi.
Sjónvarpsstöðvarnar CNN og CNBC eru sagðar hafa áhuga á kappanum vegna kunnáttu hans og hörku í viðskiptum viðskiptum hans við konur væntanlega!
Strauss-Kahn í sjónvarpið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítill munur er á kúk og skít
30.8.2011 | 10:07
Ekki er háttsemi hermanna Gaddafi falleg og til eftirbreytni. Villimennska er maki hernaðar og er því óhjákvæmilegur fylgifiskur styrjalda og stríðs.
Sjaldan hallar á í óþverrahættinum, allir stríðsaðilar eru undir sömu sökina seldir. Stríð framkalla aldrei annað en það versta í fari manna. Helsti munurinn milli stríðandi fylkinga er sá að þeim sem betur vegnar í átökunum gengur oftast betur en hinum að leyna sínum voðaverkum.
Varpa ekki hersveitir NATO sprengjum á bæi og borgir, þar sem ætla má að óbreytta borgara sé umfram aðra að finna? Dráp á óbreyttum borgurum er þá kallað slys eða óheppileg mistök og afgreitt sem eðlilegur fórnarkostnaður.
Sagt er að menn Gaddafi hafi stillt upp óbreyttum borgurum sem skildi. Hafi það hindrað hersveitir NATO að taka í gikkinn væri það alveg ný styrjaldartækni. Eina reglan í stríði er, og hefur alltaf verið, að skjóta fyrst og spyrja svo.
Í fréttum á vesturlöndum eru öll ljótu orðin notuð um andstæðingana, vondu gæjana, en ómennin í röðum NATO fá minni umfjöllun, ef nokkra, nema þá helst um orðurnar sem á þá eru hengdar fyrir framlag þeirra í þágu mannkyns.
Voðaverk Gaddafis gerð opinber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blautur, blautari, .......
28.8.2011 | 23:54
Af því að ég er svo skemmtilega blautur vakti fyrirsögn fréttarinnar athygli mína og af þeim sökum var það fyrsta sem mér datt í hug að einhver væri að drekka upp vínkjallarann sinn.
Það eitt og sér væri auðvitað besta mál, því öll vitum við að áfengi verður aðeins útrýmt með því að drekka það allt.
Nei, ekki var það svo gott, því við frekari lestur kom í ljós að um annarskonar kjallara og öðruvísi bleytu var að ræða og það sem toppaði allt, þetta var kjallari og flóð í íslenskri eigu í henni miklu Ameríku!
Með fylgdi svo mynd af flæddum kjallara af völdum Írenu, ásamt frásögn af því að unnið væri að því að þurrka upp bleytuna með handklæðum, tuskum og viftu!
Vonandi gengur það vel, ef marka má myndina!
Er að þurrka upp kjallarann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 29.8.2011 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er mannhelvítið alveg gaga?
28.8.2011 | 18:51
Þar sem fjármagnstekjurskatturinn reiknast af öllum vöxtum er skatturinn greiddur frá fyrstu vaxta krónu til hinnar síðustu en ekki bara vöxtum umfram verðbólgu, sem eru hinar eiginlegu fjármagnstekjur.
Þannig bera lélegustu innlánsreikningarnir þegar neikvæða ávöxtun að frádregnum skattinum, en bestu reikningarnir, með langa bindiskyldu hafa lítið borð fyrir báru.
20% flatur fjármagntekjuskattur er þegar orðin of hár, frekari hækkun er galin og afrekar ekki annað auka á fjármagnsvandann þegar fólk tæmir bankareikninga sína og ávaxtar frekar sitt pund undir koddanum heima.
Hver hleypti manninum út?
Hækki fjármagnstekjuskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Rembast enn við staurinn, rjúpurnar
28.8.2011 | 13:54
Það er langt í frá allt land á Íslandi í þjóðareign. Grímsstaðir á Fjöllum eru ekki í almannaeign og því hafa eigendaskipti á þeirri jörð ekkert með draumsýn Ögmundar að gera.
Ef Ögmundur ætlar að tryggja almannaeign á Grímstöðum þýðir það ekki nema eitt þjóðnýtingu er Ögmundur að boða aðgerðir í þá átt?
Ég fæ ekki séð að það breyti neinu þó nýr eigandi að Grímstöðum sé erlendur því hann á enga möguleika aðra en nýta þessa fjárfestingu sína, ætli hann ekki að sóa sínu fé. Ekki stingur hann jörðinni í ferðatösku og fer með hana úr landi.
En þjóðrembingurinn ríður ekki við einteyming, allt verður að vera í eigu íslendinga- boða rjúpurnar sem rembast við staurinn. Slagarar eins og þjóðareign á landi hljóma vel en standast ekki skoðun, enda bull og rökleysa. Útlendingar eiga þegar (hræðileg tilhugsun) stóra hluti í farsælum og góðum atvinnurekstri hér á landi og hafa sannarlega reynst betri en engir í kreppunni, þeir hafa staðið uppúr þegar nánast allt liggur á hliðinni.
Allt á að vera í eigu íslendinga, kurra rjúpurnar, jafnvel þó þeir mörlandar hafi bæði búsetu og lögheimili erlendis, í London, Lux eða Tortóla.
Tökum málið í vandlega skoðun, segir rjúpan við staurinn, þvælum málinu milli nefnda og drögum á langinn sem best við getum, tíminn vinnur með okkur.
Engin erlend störf hingað, takk!
Kurr! Kurr! Segja rjúpurnar.
Þarf að fara vandlega yfir kauptilboð Huangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að banna yfir sig
27.8.2011 | 11:32
Það er ólíklegt að hvalaskoðunarfyrirtækin og sérstakt áhugafólk um algera friðun hvala muni sættast á alfriðun Faxaflóa. Þeirra markmið er algert bann við hvalveiðum, þessi tillaga er af þeim meiði.
Sjávarútvegsráðherra upplýsir væntanlega flutningsmann tillögunar og félaga sína á Flokkráðsfundi VG að þegar er í gildi reglugerð um bann við hvalveiðum í hluta Faxaflóa. Það svæði var afmarkað að fenginni tillögu Hafró.
Samskonar friðunarsvæði er í gildi úti fyrir Eyjafirði og Skjálfandaflóa.
Ekkert finn ég um hvalveiðibann á Breiðafirði. Það ætti að vera tilgreint hér ef það er til.
Banni hvalveiðar á Faxaflóa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Demantur eða kolamoli
26.8.2011 | 23:27
Mér fannst þessi frétt um demanta stjörnuna fjarlægu skemmtileg, þann auð og þá möguleika sem hún í hendi fyrir mannkynið, þó ferðalag þangað verði aldrei annað en draumsýn.
En sá draumur virðist samt mun nær raunveruleikanum en hugsýn þingflokks Vinstri Grænna að atvinnustefna þeirra komi þessu landi einhvern tíma að gagni.
Demantastjarna í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Víðsýnispillur
26.8.2011 | 23:08
Það hlýtur að vera mögnuð upplifun að taka verkjatöflur við tann- eða höfuðverk og losna ekki aðeins við verkinn heldur upplifa heilan dýragarð af bleikum vængjuðum fílum með doppótt eyru og röndóttar lappir leika flugkúnstir innan um svífandi rauða hvali syngjandi Immigrant song.
Man það einhver, fór ég í apótekið í dag?
Mengaðar verkjatöflur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |