Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Árni Johnsen fær minnið
30.1.2013 | 17:46
Það er ekki nema von að Mbl.is skuli sjá ástæðu til slá upp sérstakri frétt um bætt minni Árna Johnsen.
Morgunblaðsmönnum er eflaust í fersku minni, eins og öðrum, hvað minni Árna var illa gloppótt og rýrt um þær mundir sem úttektarpartý hans í Byko komust í hámæli.
![]() |
Ég man þó öll partíin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Playboy mellumamman er öll
28.1.2013 | 14:57
Mary O'Connor ritari Playboy kóngsins Hugh Hefner til 40 ára er öll. Hún virðist hafa haft þann starfa helstan að finna og smala saman frægðarsjúkum ungum stúlkum, sem tilbúnar væru að gera hvað sem er fyrir frægðina jafnvel sofa hjá líkinu af Hug Hefner.
![]() |
Sorg á Playboy-setrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyndin fyrirsögn
27.1.2013 | 18:21
Það er giska fyndið að kalla það ekki breytingu í Suðurkjördæmi verði það niðurstaðan að Árna Johnsen verði sópað fyrir borð.
Á maður að trúa því í alvöru að Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafi ákveðið að taka til hjá sér og bera út ruslið?
![]() |
Engin breyting í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskiptasnilld aldarinnar
25.1.2013 | 20:40
Orkuveita Reykjavíkur áformar að selja höfuðstöðvar sínar ónafn- greindum kaupanda og leigja þær svo af honum til tuttugu ára.
Við lok leigusamningsins mun Orkuveitan eiga kauprétt að eigninni. Þá verður Orkuveitan búin að greiða tvöfalt söluverðið í leigu og reiðir svo fram kaupverðið í þriðja sinn til að eignast húsið. Er þetta ekki tær snilld?
Þetta er sama trixið og viðskiptamódelið sem Alfreð Þorsteinsson notaði þegar hann seldi Finni Ingólfssyni Framsóknarbróður sínum alla orkumæla Orkuveitunnar, til þess eins að leigja þá af honum aftur. Orkuveitan greiðir Finni núna andvirði allra mælana á nokkurra mánaða fresti.
Hvernig ætli væntanlegir kaupendur séu að þessu sinni tengdir eða venslaðir þeim sem ákveða þessa vitleysu?
![]() |
Orkuveitan selur höfuðstöðvarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hættum þessum falska mannúðarleikaraskap
25.1.2013 | 11:17
Þar fáum við það beint í andlitið hverjar afleiðingarnar geta orðið fyrir Eimskip, af þeim leikara- og gunguskap sem stundaður hefur verið varðandi meinta hælisleitendur hér á landi.
Það blasir við öllum sem það vilja sjá að hælisleitendur, sem reyna að strjúka ólöglega úr landi og það ítrekað, hafa nákvæmlega engan áhuga á langframa landvist á Íslandi . Það er því hrein heimska að rúlla hælisumsókn þeirra áfram í ofhlöðnu kerfinu eins og ekkert hafi í skorist.
Það gengur ekki, hvort heldur er út frá mistúlkuðum mannúðarsjónarmiðum eða öðrum viðmiðum, að þessir hælisleitendur fái að spila frítt spil hér á landi, utan laga og reglna og þeim sé í ofanílag greitt kaup fyrir það.
Það gengur ekki að þeim sé frjálst að fremja afbrot, hundsa lög og reglur landsins og það ítrekað, án þess að það hafi hinar minnstu afleiðingar eða áhrif á hælisumsókn þeirra, nema þá til þess að lengja í því óskiljanlega ferli sem þessi mál virðast lenda í.
Þeim rumpulýð sem staðfestir falska hælisumsókn með tilraunum að laumast ólöglega úr landi eða með öðrum afbrotum eða ljúga hreinlega til um nafn og uppruna, framvísa fölskum pappírum við komuna til landsins á auðvitað að vísa úr landi með það sama.
Það myndi létta gríðarlega á úrvinnslu umsókna heiðarlegra hælisleitenda sem hingað koma, eru þeir sem segjast vera og hafa fulla meiningu að baki sinni hælisumleitan.
Bjóðum það fólk velkomið en losum okkur við rumpulýðinn.
![]() |
Hóta að loka höfnum fyrir skipum Eimskips |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Allt skal jafnað út og gert að bragðlausum hræring
23.1.2013 | 22:40
Þessi kynjajöfnunarmanía er komin út fyrir allt sem eðlilegt getur talist.
Væntanlega munu þessir öfga- kynjajöfnunarsinnar í framhaldinu leggja til að keppendur á Ólympíuleikana og aðra íþrótta- og keppnisviðburði verði valdir eftir kyni, en ekki getu og árangri.
Þá verður krafa um að karlalandsliðið í handboltanum verði kynjajafnað og svo auðvitað kvennalandsliðið í fótboltanum, sem stendur sig langtum betur en karlalandsliðið. Kvennaliðið þarf auðvitað að kynjajafna niður um nokkra getuflokka, þar til það hættir að skyggja á karlalandsliðið og gera því skömm til.
![]() |
Kynjareglur í þágu fyrirmynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er forsetinn ekki "með fulle fem"?
23.1.2013 | 20:34
Það er ljóst að Ísland verður ekki aðili að ESB nema þjóðin ákveði það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Forseti Íslands segir hinsvegar að ekki verði af ESB aðild á hans vakt.
Er forsetinn að segja að hann muni fara gegn vilja þjóðarinnar, með öðrum orðum fremja valdarán, komi til þess að þjóðin ákveði að ganga í ESB?
Er Ólafur ekki í lagi?
![]() |
Forsetinn ræðst að Gordon Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þorraþefur kemur til byggða
23.1.2013 | 16:09
Það er fyrst núna í aðdraganda Þorra, á loka misseri ríkisstjórnarinnar, sem það rennur upp fyrir Jóni Bjarnasyni að hann hefur aldrei starfað með þingflokki VG. Þó það hafi farið framhjá Jóni hefur þverstaða hans við þingflokkinn og ríkisstjórnina verið á allra vitorði frá upphafi kjörtímabilsins.
Þarna er Jón Bjarnason lifandi kominn, að venju seinastur að fá roða á peruna. Þetta eru því engar fréttir, nema fyrir Jón sjálfan.
Sem betur fer er Jón Bjarnason ekki jólasveinn, þó hann hafi til þess alla burði. Samvinna og samstaða er honum um megn en sundrung, ósætti og önnur óáran hans ær og kýr. Til að þjóna þeirri lund sinni kæmi hann eflaust ekki til byggða, væri hann jólasveinn, fyrr en í upphafi Þorra og kallaðist Þorraþefur.
![]() |
Jón úr þingflokki VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjá Kanadamenn ekki skóginn fyrir trjánum?
20.1.2013 | 12:08
Það er broslegt að það ergi Kanadamenn að laufblað af erlendu tré, sem líka vex í Kanada, prýði nýútgefinn peningaseðil þegar að virðist ekki angra þá vitundarögn að þessi sami seðill skartar flennistórri mynd af erlendri kerlingu sem hefur aldrei búið í Kanada.
![]() |
Með vitlaust laufblað á peningaseðlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki aftökur - heldur morð
20.1.2013 | 12:01
Afskaplega er ég ósáttur hvernig íslenskir fjölmiðlar, sínkt og heilagt, rugla saman morðum og aftökum.
Hryðjuverkamenn, glæpamenn og aðrir slíkir daldónar taka ekki fólk af lífi, þeir myrða.
![]() |
Tóku sjö gísla af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)