Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Risinn Mandela
29.3.2013 | 14:24
Nelson Mandela er án vafa eitt mesta stórmennið núlifandi. Hann er án vafa ofarlega á listanum yfir þá einstaklinga sem hvað mest áhrif höfðu á gang sögunnar á síðustu öld.
En ólíkt flestum, sem verma efstu sætin á þeim lista, hefur Nelson Mandela orðið mannkyninu til framfara og blessunar.
Mandela er enn á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Glæpur og refsing
27.3.2013 | 16:07
Maður einn gengur út úr verslun með flatskjá án þess að greiða fyrir gripinn og hann er í framhaldinu dæmdur í fangelsi fyrir verknaðinn.
Það auðvitað eðlilegt, en giska broslegt í ljósi þess að nýríki aðalinn sem gekk út úr hruninu með milljarða ef ekki tug- milljarða af misjafn- lega fengnu fé í vasanum fær hinsvegar aðeins vinalegt klapp á bakið og góðar kveðjur; Hafið engar áhyggjur kæru vinir, við afskrifum bara þetta lítilræði!
Þeir hinir sömu fá auk þess í flestum tilfellum að halda öðrum eigum sínum á meðan sömu kröfuhafar passa vel uppá að gengið sé út í hvert horn eftir eigum alþýðunnar.
** Klikkið á myndina til að stækka hana.
Gekk út með flatskjá án þess að greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli en samt reynir flokkurinn ekki að draga úr fallinu
26.3.2013 | 15:46
Það þarf aðeins eina ákvörðun til að stöðva eða draga úr fylgishruni Sjálfstæðisflokksins. Hún er sú að knýja kjánaprikið Bjarna Benediktsson til afsagnar hið snarasta eða rífa hann ella frá stýrinu og kasta honum fyrir borð og fela Hönnu Birnu stjórnina.
Innviðir flokksins verða auðvitað eftir sem áður myglaðir og morknir en þessi kattarþvottur gæti verið flokknum nægjanleg andlitslyfting til að stöðva fall hans eða draga úr því.
Tíminn er naumur og þessa hallarbyltingu þyrfti að framkvæma sem fyrst. En það er engin hætta á að því að það gerist, til þess eru Sjálfstæðismenn alltof spéhræddir og sjálfumglaðir. Þá langaði til að láta Bjarna fjúka á landsfundinum, en brást kjarkurinn. Þeir óttuðust að missa við það andlitið, þetta líka andlit.
Framsóknarflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hirðfífl Hæstaréttar
25.3.2013 | 18:28
Það er gleðilegt að loksins skuli rofa til í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, mestu réttarfarsmartröð Íslandssögunnar, málum sem hvílt hafa eins og mara á þjóðinni áratugum saman.
Það þarf að snúa við hverjum steini í þessum málum, fyrr finnur þjóðin ekki frið í sínum beinum. Það þarf ekki hvað síst að rannsaka þátt Ragnars H. Hall í þessu skaðræðismáli. Ragnar var skipaður sérstakur saksóknari á tíunda áratug síðustu aldar til að fara yfir Guðmundar og Geirfinnsmálin vegna beiðni Sævars Ciesielski um endurupptöku þeirra.
Eftir að hafa unnið að rannsókninni í heilt ár sendir Ragnar loks til Hæstaréttar stutta greinargerð þar sem hann rökstuddi með rangfærslum og ósannindum þá niðurstöðu rannsóknar sinnar að hafna beri endurupptöku beiðninni.
Innihald þessa örskýrslu Ragnars þótti með eindæmum svo hroðvirknislega unnið og illa rökstutt að höfundurinn fékk í sinni stétt viðurnefnið -hirðfífl Hæstaréttar.
Hæstiréttur beit svo höfuðið af skömminni með því að fara að ráðum Ragnars og hafna beiðni Sævars um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Glæpamennirnir í dómskerfinu og löggæslunni önduðu eðlilega léttar.
Gaman væri að vita hver þóknun Ragnars var fyrir þessa þjónustu hans við réttlætið. Eins þarf að kanna hvort hirðfífl Hæstaréttar hafi, eftir þetta innlegg sitt í helsta réttarfarsmorð Íslandssögunnar, notið sérstaks velvilja Hæstaréttar í þeim málum sem hann flutti fyrir réttinum.
Fordæmalaus einangrun sakborninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tveir fyrir einn
23.3.2013 | 09:35
Svona í ljósi fáránleikaumræðunnar um færslu Reykjavíkurflugvallar þá hlýtur að vera löngu tímabært að færa Keflavíkurflugvöll. Það er ómögulegt annað en hann sé fyrir einhverjum. Vantar þeim, sem fengu mannvirkin á vellinum gefins, ekki ódýrar byggingarlóðir? Þarf ekki stjórnviskujöfurinn Árni Sigfúss meira rými fyrir skuldasöfnun?
Af því að við eigum svo mikið af gáfuðu fólki þá er örugglega hægt að fá einhverja verkfræðistofu, með loforði um framtíðarvinnu við verkefnið, til að reikna út gífurlega hagkvæmni þess að færa báða flugvellina í einu, taka tvo fyrir einn.
Vellina mætti færa upp á mitt Reykjanesið, út í miðjan Faxaflóa eða upp á miðjan Grænlandsjökul ef því er að skipta, svo framalega að flugvellirnir flækist ekki fyrir gáfumannaelítunni við "hagsmunagæslu" heildarinnar.
Sjötugur flugvöllur slær met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verði Helga "að Góu!"
22.3.2013 | 11:24
Helgi í Góu birtir opnu auglýsingu í Fréttablaðinu í gær þar sem hann hraunar yfir forsætisráðherra, með réttu eða röngu, vegna þeirrar skammar sem viðgengist hefur á elliheimilum hér á landi í áratugi að aðskilja hjón og setja í herbergi með vandalausum.
Ég er sammála því að aðskilnaður hjóna á elliheimilum er til skammar. En mér finnst þessi auglýsing hans Helga, bæði forkastanleg og siðlaus í alla staði. Þó ekki sé fyrir annað en þá ósvífni að í henni ber Helgi fyrir sig fólk að því forspurðu.
Fullyrðing Helga að þetta frumhlaup hans tengist ekkert páskaeggjavertíðinni, er í besta falli brosleg. Svo bítur Helgi höfuðið af skömminni með því að skella sökinni á auglýsingastofuna. Það er Helgi sem kaupir vinnu stofunnar og borgar birtingu auglýsingarinnar, hann og enginn annar ber ábyrgðina.
Dýrlingurinn Helgi í Góu hefur misst vængina og fallið af stalli sínum. Páskaeggin til barnabarnanna í ár verða pottþétt ekki frá Góu!
Helgi í Góu: Tengist ekki sölu á páskaeggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
"Groundhog Day"
18.3.2013 | 15:41
Magnús er einfaldlega að viðurkenna að Samfylkingin sé aftur komin á upphafsreitinn þegar kosningaloforðin voru gefin og full meining var, eða svona fast að því, að standa við þau fyrirheit og aðrar fjallháar yfirlýsingarnar.
Það hlýtur að vera hræðileg reynsla fyrir Íslenskan stjórnmálamann að þurfa að upplifa slíkt.
Samfylkingin hefur upplifað sinn Groundhog dag.
Tundurskeyti Margrétar breytti stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íhaldið með nefið hans Gosa
16.3.2013 | 20:04
Þarna gaf Bjarni okkur sýnishorn af kosningatak- tík Íhaldsins. Því á að ljúga að kjósendum að Fram- sókn stefni leynt og ljóst að vinstristjórn eftir kosningar.
Þetta á að hræða þá fjölmörgu Sjálfstæðismenn sem geta ekki samvisku sinnar vegna kosið Íhaldið undir núverandi formerkjum, frá því að svíkja lit og kjósa Framsókn.
Þetta herbragð Íhaldsins er dæmt til að mistakast. Því líklegra er að liðhlaupunum klígi meira við stefnumörkun landsfundar flokksins og núverandi formanni hans, og því sem hann stendur fyrir, en hugsanlegri vinstri stjórn undir forystu Framsóknar.
Auk þess vita allir hvoru megin veggjar Framsókn liggur.
Lágmarksreisn fyrir þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Réð notkun strætó og matreiðslubóka vali páfa?
14.3.2013 | 13:48
Er það tákn um einhverja sérstaka auðmýkt og fórnfýsi að nota almenningssamgöngur, taka strætó í vinnuna? Telst það orðið til kraftaverka að malla sjálfur ofan í sig matinn?
Ef þetta tvennt gerir Jorge Bergoglio, nýkjörinn páfa, sérstaklega hæfan til að gegna stöðu páfa, þá má það sama segja um hundruð milljóna manna sem gera nákvæmlega það sama hvern dag ársins.
Kardínálarnir sem völdu páfann voru sannarlega ekki að hugsa um strætóferðir eða mataruppskriftir þegar þeir völdu hann. Þeir völdu einfaldlega þann úr sínum hópi sem þeir töldu líklegastan til að standa fastast gegn allri hugsanlegri tilslökun á íhaldssemi og forneskju kaþólsku kirkjunnar.
Þeir völdu, eins og alltaf, þann afturhaldssegg sem þeir töldu líklegastan að standa áfram gegn mannréttindum minnihlutahópa, sem kaþólska kirkjan hefur fram að þessu úthrópað sem útsendara djöfulsins.
Vegir Guðs, eða réttara sagt þeirra sem túlka hans vilja, eru sannarlega órannsakanlegir.
Auðmjúkur páfi tók strætó í vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hungur í Borgarnesi
12.3.2013 | 18:21
Það er ekki eðlilegt hvernig matvæli hverfa í Borgarnesi. Fyrst lax, svo nautakjöt og aftur lax.
Ekki er ólíklegt að laxaþjófarnir séu þeir sömu og stálu nýverið öllu nautakjöti úr nautabökum Gæðakokka. Bökurnar reyndust, sem kunnugt er, alveg gersneyddar öllu nautakjöti þegar að var gáð, öllum til undrunar.
Aftur stolið frá Eðalfiski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)