Hverjum datt í hug....

....að spyrja þennan mann álits, hvort þjóðinni bæri að borga reikninga vina hans og samherja?

vilhjalmuregilsson2 

Klikkið á myndina til að stækka textann.

 


mbl.is Ábyrgðin liggur hjá þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar stjórnlagaþingkosningar fást þá nánast frítt!

Það er sjálfgefið að kjósa aftur til stjórnlagaþingsins, jafnhliða kosningunni um Icesave. Þá fást þær kosningar nánast frítt og það ætti að gleðja þá sem töldu fjármunum illa varið í kosningar um „slíkt fánýti“.

Þá er bara að vanda til verka, rasa ekki um ráð fram og framkvæma báðar kosningarnar rétt og óaðfinnanlega og taka þann tíma í þetta sem þarf svo ekki komi aftur til inngrips pólitíkusana í Hæstarétti.

Eðlilegast er að kosið verði aftur á milli þeirra 522 voru í framboði í fyrri stjórnlagaþingskosningunum. Framboðin sem slík voru ekki ógild aðeins framkvæmd kosninganna sjálfra.  Einfalda þarf þó kosninguna, nóg er að þrjú til fjögur nöfn, eða númer, verði rituð á hvern kjörseðil, því það er í raun aðeins efsta nafnið sem atkvæðið fær. Nöfnin sem á eftir koma hafa lítið eða ekkert vægi og því minna sem neðar dregur.

Þetta fyrirkomulag gæti, þó ekki væri annað, örvað þátttöku í stjórnlagaþingkosningunum, því ekki þarf að efa að kosningaþátttakan í Icesave verður örugglega með því sem best gerist. 


mbl.is Tvöfaldar kosningar hugsanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amen, eftir efninu

Þá vitum við það. 

Ekki hafa aftur orðið pólskipti á ástar og haturssambandi forsetans og þjóðarinnar. Hann er enn hataður af þeim sem þar áður elskuðu hann og enn elskaður af þeim sem þar áður hötuðu hann.

Seint verður hægt að saka forsetann um að vera pólitískur bakherji ríkisstjórnarinnar. Hann er sá öryggisventill þjóðar gagnvart þingi og framkvæmdavaldi sem stjórnarskráin ætlar honum að vera.

Þjóðin á núna völina og kvölina og verður vonandi tilbúin að lifa með eigin ákvörðun, og afleiðingunum.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elska hann, hata hann, elska hann, hata hann, elska........

Það gildir einu hvað Ólafur gerir. Hann mun eftir sem áður verða bæði elskaður og hataður.

Ef hann skrifar undir mun hann verða hataður af þeim sem elska hann núna, en hötuðu áður og elskaður af þeim sem hata hann núna, en elskuðu áður.

 
mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn „sjóblautur olíufugl“

Er ekki full mikið gert úr meintri mengun af völdum strands Goðafoss? Er mengunin ekki aðallega í fréttum fjölmiðla,  sem reyna hvað þeir geta að dramatísera  strandið sem mest?

Talið er að gat hafi komið á tvo tanka í botni skipsins, en í svona stóru skipi skipta olíutankarnir tugum. Ólíklegt er að meira en 15 til 20 tonn af olíu sé í hverjum tanki. Gatið á tönkunum hlýtur, eðli máls samkvæmt, að vera á þeim neðanverðum þannig að þegar sjór kemst í tankana flýtur olían ofan á sjónum í tönkunum, auk þess sem svartolía rennur lítt eða ekki án upphitunar. Líklegt er því að mestur hluti olíunnar í tönkunum sé þar enn og aðeins lítill hluti hennar hafi farið í sjóinn.

Til marks um alla olíuna í sjónum hefur  aðeins einn  olíublautur sjófugl fundist. Af fréttum um mengunina og umfang hennar að dæma er slík eftirtekja undarlega rýr því ekki þarf að efast um að einlægan vilja og ásetning fréttamanna að finna sem mest af olíublautum fuglum, svo þeir geti fært allan hryllinginn heim í stofu til fólks.


mbl.is Olía á land í vestanverðum firðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vakti Gylfa?

Hver ætli hafi hringt í Gylfa og vakið hann af bjútýblundinum og sagt honum að nú yrði hann í það minnsta að hósta létt. 

Gylfi getur svo, sæll með sig, hallað sér aftur eftir allt erfiðið.


mbl.is Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hvaða plánetu kemur þetta kjararáðspakk?

Þetta er hneyksli, þetta kjararáð er gersamlega út á túni. Með þessum úrskurði sýnir það þjóðinni ekki bara fingurinn, heldur rekur krepptan hnefann á kaf upp í rassgatið á henni og það án sleipiefna. Meirihluti kjararáðs notar aukið álag á dómurum sem...

„Við getum ekki skilið eftir nein vitni“!

Sextán ára drengur í Bandaríkjunum sem braust inn á heimili ásamt tveim félögum sínum hefur auk innbrotsins verið ákærður fyrir illa meðferð á dýrum. Drengurinn sagði við innbrotsfélaga sína að ekki væri á það hættandi að skilja eftir vitni að...

Merkilegir Svíar

Hvað þarf til að atburðir í fjarlægum heimshlutum verði frétt á Íslandi? „Ferðamannabátur“ sökk á Ha Long flóa í Víetnam, tólf fórust, einn heimamaður og 11 erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni. Meðal þeirra látnu voru tvær sænskar konur. Þá...

Leynipósthúsið

Holskefla þjónustuskerðingar gengur yfir hjá Póstinum um alla landsbyggðina. Pósturinn er svo léttur á bárunni og gamansamur að kalla þessar breytingar „hagræðingu“. Með góðum vilja má samþykkja þá nafngift í einstaka tilfellum. En víðast...

Sýndardómur?

Það er undarlegt, af aðstandandanda eins ákærða, að kalla dóminn sýndardóm, ég sé ekki betur en dómurinn sé stórsigur hinna ákærðu, sem voru sýknuð af aðalákærunni, árásinni á Alþingi.

„Var það ýsa heillin“?

Sigmundur hefur frétt að fiskneysla skerpi hugann og örvi heilbrigða hugsun. Ekki mun af veita.

Ofjarl Vigdísar

Vigdís Hauksdóttir ætlar að segja sig frá störfum í umhverfisnefnd Alþingis vegna frekju og yfirgangs Marðar Árnasonar formanns nefndarinnar. Menn hljóta að lyfta brúnum að þessi „geðprúða“ og orðvara framsóknarmaddama skuli láta...

Að banna sjálfan sig

Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður er farinn í magnaða fýlu því honum finnst sinn hlutur fyrir borð borinn á Bylgjunni. Hann hefur því ákveðið að banna alfarið flutning á sjálfum sér og sínum tónsmíðum á Bylgjunni. Hann vill allt eða ekkert! Og nú eigum...

Gredduandköf

Það hefur ekki hingað til verið talið til sjúkdóma þó gamlingjar taki andköf af greddu og gangi ekki á öllum þegar ofuríturvaxnar súpergellur, nánast á Evuklæðunum einum, vappa í kringum þá og klappa þeim á kinn og fleira í...

Hafa skal það sem sannara reynist.

Ég er sammála því að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hafi með dómi þessum fengið þarfa áminningu, sem vonandi leiðir til þess að vinnubrögðin í ráðuneytinu verði færð til betri vegar. En það er hinsvegar ósatt og lýðsskrum á hæsta stigi hjá...

Íslensku kvikmyndaverðlaunin – made in China!

Ég varð undrandi þegar ég las þá frétt í Fréttablaðinu í morgun að nær allar Eddustytturnar hefðu brotnað í flutningnum frá Kína til Íslands. Af því að ég er frekar einföld sál hafði ég gengið að því sem vísu að Eddan , þessi Óskar íslenskrar...

Fimm stjörnur, royal!

Sú staðreynd að Englandsdrottning, heimsins aðal holdgerfingur afturhaldssemi, snobbs, tildurs og forneskju, sé sátt við kvikmyndina um föður hennar bendir eindregið til þess að það sem ætti að vera í myndinni vanti gersamlega, en þess í stað sé í henni...

Já kjósum og spörum

Sjálfstæðismenn hafa mikið talað um kostnaðinn við stjórnlaga- þingskosningarnar og að 300 milljónum hafi verið kastað út um gluggann. En núna vilja þeir henda 300 miljónum í kosningar um mál sem allir vita að þjóðin vill afgreiða sem fyrst og setja að...

Hve djúpt getur hatrið rist?

Það vantar ekki samsæriskenningarnar þessar stundirnar á blogginu um ástæður sinnaskipta Sjálfstæðisflokksins í Icesave-málsins og þá ekki hvað síst á útvarpi Sögu, sem er einhver öflugasta sorauppspretta sem þekkist á Íslenskri grund nú um stundir. Auk...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband