Yfirstéttarátrúnaðarsértrúarsöfnuðurinn
13.1.2011 | 22:02
Þegar lukkulegir foreldrarnir yfirgefa sjúkrahúsið mun sérátrúnaðarsöfnuður kóngafólksins enn einn ganginn missa sig af hrifningu þó þeir viti að þessi eðalbornu börn verði aldrei annað en baggi á sinni þjóð.
Er ekki lífið dásamlegt?
![]() |
Konunglegu tvíburarnir heim á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvaða álegg var á pizzunum?
13.1.2011 | 21:02
Embætti sérstaks saksóknara fékk afhentar sjö 12 pizzur til að metta maga meinta sakborninga, sem voru í yfirheyrslum, svo þeir missi síður móðinn, því fátt er verra undir álagi en tómur magi.
En hvað ætli hafi verið vinsælasta áleggið hjá sakborningum? Miðað við tilefnið og þarfir sakborninga er ekki óeðlilegt að ætla að flestir hafi valið: Rosta, gorgeir, svik og pretti með extra yfirklóri.
![]() |
Yfirheyrslur standa enn yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gaf Sarah Palin skotleyfi á Gabrielle Giffords?
10.1.2011 | 19:57
Sarah Palin fyrrverandi varaforsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, sem varð helst þekkt fyrir augljósan greindarskort í kosningabaráttunni, hefur enn á ný undirstrikað að ekki er allt með felldu í heilabúi hennar. Sarah Pallin var ein af svokölluðu Teboðspartíi Repúblikanaflokksins, grúppu sem líklegast yrði víða flokkuð til Nasisma, hugmyndafræðilega séð.
Margir líta á frú Pallin sem sína vonarstjörnu sem frambjóðanda Repúblikanaflokksins gegn Obama í komandi forsetakosningum í nóvember 2012.
Þessi elskulega kona setti á heimasíðu sína kort af Bandaríkjunum, setti riffilsigti á þau fylki sem höfðu þingmenn sem hún taldi að þjóðin þyrfti að losa sig við. Eitt riffilsigtið af þremur á Arizona var eyrnamerkt Gabrielle Griffords, þing- konunni sem var skotin ásamt sex öðrum á dögunum.
Svo er að sjá að þessi sjúki byssumaður hafi svarað kalli frú Palin. Palin fjarlægði riffilsigtin af Arizona í kjölfar árásarinnar og var svo ósvífin að votta aðstandendum þingkonunnar samúð sína.
En eftir standa öll hin riffilsigtin á heimasíðu tussunnar og bíða þess að einhverjir sækóar svari kalli hennar um nýtt morð!
Hún yrði þokkalegur forseti, tussan sú arna.
Sjáum hvað Gabrielle Griffords, þingkonan sem var skotin, hafði um þessa taktík Palin að segja:
![]() |
Palin gagnrýnd fyrir þráðkross |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 12.1.2011 kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Blaðsíður áttatíu og tvö og þrjú.
10.1.2011 | 13:41
Einhverjir lyfta sjálfsagt augabrúnum yfir þessari þröngsýni og forneskju múslima varðandi kynfræðslu. En menn ættu að líta sér ögn nær, það er ekki ýkja langt síðan allt tal um kynlíf og kynferðismál voru algert tabú hér á landi. Mín kynslóð fékk t.a.m. litla eða enga fræðslu um þessi mál og t.d. fékk hún ekki pláss í menntakerfi ríkisins.
Þó var í þeirri heilsufræði sem þá var kennd heil opna tekin undir æxlunarfæri mannsins. Við nemendurnir höfðu auðvitað lesið fátæklega umfjöllunina, þar sem nefnd voru til sögunar kynfæri kvenna sem leg, leggöng og eggjastokkar. Pungurinn var svo nefndur til sögunar sem kynfæri karla, þar yrði sæðið til. Ekkert minnst á aðra hluta kynfæra karla tilgang þeirra eða hvað þyrfti að gerast til að getnaður ætti sér stað, sem sagt, ekki minnst einu orði á kynlíf.
Við krakkarnir biðum spennt eftir að þessi dæmalausa klámopna yrði tekin fyrir. En þegar til kom þá tilkynnti Jón skólastjóri, sem kenndi heilsufræðina, rjóður í vöngum að hlaupið yrði yfir þessa síður og setti okkur fyrir næstu blaðsíður þar á eftir.
Einhver í bekknum spurði þá hvort tippið teldist til útlima. Skipti þá engum togum að rjóður skólastjórinn varð eins og fagurrautt jólaepli í framan og þurfti að ræskja sig duglega áður en hann gat rámur stunið því upp að svo væri víst ekki.
Þar með var kynfræðslunni, þann veturinn í Höfðaskóla á Skagaströnd, lokið áður en hún hófst.
![]() |
Kynfræðslubók í Pakistan veldur deilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn einn hörmungar skotárásin hefur átt sér stað vestur í Banda- ríkjunum. Þingkona liggur helsærð á sjúkrahúsi og 6 aðrir gista líkhúsið, þeirra á meðal 9 ára stúlka. Það sorglegasta við þennan atburð er að hann er ekkert einsdæmi, hann er einungis einn í óendan- lega langri röð samskonar atburða.
Atburða, sem ekkert bendir til að sjái fyrir endann á, þar sem óðir byssumenn valsa um og skjóta á allt sem fyrir þeim verður, oft af þeirri ástæðu einni að byssan var við höndina þegar þeir töldu sig eiga einhverjum grátt að gjalda.
Við því er ekki að búast að breyting verði á þessu böli Bandarísku þjóðarinnar á meðan ekki dregur úr ofsadýrkun Bandaríkjamanna á byssum og töframætti þeirra.
Bandaríkjamenn verða því að lifa við þetta ástand á meðan byssur af öllum stærðum og gerðum þykja jafnsjálfsögð áhöld á heimilum og hnífapör og geymsla þeirra jafnvel með þeim hætti að börn hafa að þeim aðgang eins og hræðileg dæmin sanna.
1999 dóu tæplega 29.000 manns í Bandaríkjunum af völdum skotvopna, 80 dag hvern að meðaltali. Þetta samsvarar því að á Íslandi dæju 29 manns á hverju ári af völdum skotvopna!
Hvað ætli þurfi til, svo að menn fari að hugsa hvort raunveruleg þörf sé á því að byssur séu í hvers manns vasa? Eða þykir þetta ásættanlegt, sem eðlilegur herkostnaður almennrar byssueignar?
![]() |
Læknar Giffords hóflega bjartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Í hvaða liði er Bjarni Ben?
9.1.2011 | 20:03
Lítill er ég aðdáandi Birgittu Jónsdóttur og myndi seint veita henni stuðning í kjörklefanum. En í þessu máli styð ég Birgittu 100%, það hljóta allir íslendingar að gera, skyldi maður ætla.
En svo undarlegt sem það er, þá er því ekki þannig farið. Samþingmaður hennar og samherji í stjórnarandstöðunni, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur sér stöðu gegn Birgittu, gegn hagsmunum hennar og réttindum, gegn landi og þjóð, til að þjóna sínum æðsta herra, Bandaríkjunum.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa í huga að fulltrúar flokksins á Alþingi eru þar ekki til að gæta hagsmuna Íslands og íslendinga, fari þeir ekki saman með hagsmunum Bandaríkjanna eða stjórnvalda í Votatúni!
Hvaða orð íslenskt er það sem hægri bloggarar, margir hverjir, hafa ítrekað notað undanfarið um fólk sem þeir telja að gæti ekki hagsmuna Íslands nægjanlega gagnvart öðrum ríkjum? Það orð nota þeir ekki núna heldur mæra, visku Bjarna, skarpskyggni, æðruleysi, stefnufestu og rökvísi.
Ja mikill er andskotinn!
![]() |
Bandaríkjamenn beita lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þeirra er mátturinn og dýrðin
8.1.2011 | 21:45
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er Íslendingar undirlægjur?
8.1.2011 | 20:10
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Iðnaðarnjósnir hjá Renault?
7.1.2011 | 00:04
Löggiltir dópsalar
4.1.2011 | 01:04
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
„Mafía er hún og Mafía skal hún heita“
2.1.2011 | 21:50
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðilegt ár!
31.12.2010 | 17:15
Þegar þar að kemur...
26.12.2010 | 22:54
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.12.2010 kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fátt er nýtt...
26.12.2010 | 21:45
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðileg jól kæru vinir
23.12.2010 | 22:46
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Misheppnuð auglýsing!
20.12.2010 | 22:42
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gott...
19.12.2010 | 00:47
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Góð ákvörðun og gáfuleg...
17.12.2010 | 22:12
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áunnin sykursýki er í flestum tilvikum alger óþarfi
12.12.2010 | 19:46
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)