Framboð og eftirspurn

Það vekur athygli að Gunnar I. Birgisson sækir ekki um starf bæjarstjóra á Akranesi en aftur á móti er  Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi þingmaður og borgarstjóri í Reykjavík á meðal umsækjenda.

 

Ég tel fullvíst að það sama gildi í tilfellum Steinunnar Valdísar og Gunnars Birgissonar, að framboðið á þeim sé mun meira en eftirspurnin.

   
mbl.is Fyrrum borgarstjóri sækir um bæjarstjórastarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverju hefur áratuga ráðgjöf Hafró skilað?

Veiðar varða ekki auknar að ráði meðan á stól sjávarútvegsráðherra situr kjarklaus maður sem ekki þorir að víkja, svo nokkur nemi,  frá ráðleggingum Havró, þótt allt kalli á auknar veiðar.

 

Af reynslu undanfarinna 25 ára verður ekki séð að veiðiráðgjöf Hafró sé til þess fallin að viðhalda fiskistofnum hvað þá stækka þá.  Það er eitthvað í því ferli sem ekki gengur upp.

 

Ráðgjöf Hafró virðist ekki hafa getu til að viðhalda neinu nema sjálfri sér. Ef til vill er það megintilgangurinn.

 
mbl.is 160 þúsund tonn af þorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar á ferð

Ég var að skoða klippur og fann þetta atriði með Ómari Ragnarssyni og þeim mikla tónlistarsnillingi og ljúfmenni Ingimar heitnum Eydal, sem var sagður mikill áhugamaður um eldsvoða og slökkvilið í jákvæðasta skilningi.

 

Ég má til með að láta klippuna flakka.

 
mbl.is Slökkviliðsmenn boða verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég heilalaus hálfviti? - Mulningur #39

Ég hef verið sakaður um það hér á blogginu að vera ekki með öllum mjalla, eiga við vanda að stríða, þurfa hjálp  o.s.f.v. En langverst þótti mér þegar fullyrt var fyrir nokkru síðan að ég væri heilalaus hálfviti.

 

homer-simpson-wallpaper-brain-1024Það er hart við slíkt að búa og því var ekki um neitt annað að velja en fara í segulómskoðun og kanna höfuðinnréttinguna og það gerði ég í dag.

 

Mér létti stórum þegar ég sá myndina, ég er hreint ekki heilalaus eins og sjá má. Doktorinn sagði að þetta liti alls ekki illa út, stærðin skipti ekki öllu heldur getan til að nota hann.

Ég heilalaus hálfviti? Nei ekki aldeilis!

  

Liggur leiðin að alræði öreiganna í gegnum tóman maga?

 

Ekkert er til sparað í N-Kóreu þegar herinn er annarsvegar og allt það sem honum viðkemur. Enda verður hann að vera í toppstandi, fjölmennur og búinn bestu fáanlegu drápstólum  ef tækifæri kæmi til þess að breiða út til annarra landa sælu og velferð almennings í þessu rómaða alþýðulýðveldi.

 

Þetta veit almenningur í N-Kóreu, sem af einstakri fórnfýsi leggur það á sig, án umhugsunar, að svelta heilu hungri frá fæðingu og ævina á enda ef það gæti orðið til þess að breiða út alræði öreiganna með eilífri hagsæld öllum til handa.

 

Nauðsynlegur þáttur í þessari langtímaáætlun er að tryggja að ráðamenn þessa alþýðulýðveldis skorti ekkert til munns og handa, því án guðlegrar leiðsagnar þeirra gerist ekkert.

  
mbl.is Engin heilbrigðisþjónusta í N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bítill skýtur sig í fótinn

the_beatles_cartoonPaul McCartney grænmetisæta og fyrrum bítill, vill ekki að myndir af honum eða Bítlunum hangi uppi þar sem menn leggja sér kjöt til munns.

Hann vill þá væntanlega ekki að kjötætur og aðrir álíka villimenn kaupi tónlistina hans, það er vandalaust að verða við því.


mbl.is Enga Bítla á McDonald's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla þúfan sem velti fjalli

Nýlega skrifaði ég af gefnu tilefni færslu um kynskipti . Fyrir þá færslu var ég af mörgum fordæmdur ásamt dóttur minni og við kölluð sóðalegustu og ógeðslegustu feðgin landsins ásamt fleiri skrautlegum lýsingarorðum og mannlýsingum. Nú hefur breskur...

Umsækjandi Íslands

Þegar fréttir berast af umsóknum um bæjarstjórastöður vítt og breitt um landið, telst það helst til tíðinda ef nafn Gunnars I. Birgissonar f.v. bæjarstjóra Kópavogs er ekki í hrúgunni. Auk Ölfuss er staðfest að hann sótti a.m.k. um Árborg og Grindavík....

Jæja þá er það búið!

Björk hefur talað, þá þarf ekki frekari vitnanna við. Við verðum að hlýða, ekki spurning. Úrskurði Bjarkar verður ekki áfrýjar nema til hins æðsta dóms. Sá dómur hefur ekki komið saman síðan „ fortjald musterisins rifnaði í tvennt ofan frá og niður...

Íhugunarefni fyrir „dauðans“ sendiboða!

Þetta atvik ætti að vera þessum stjörnulögfræðingi og kollekum hans öllum holl áminning og íhugunarefni. Þeir mættu gjarnan taka til íhugunar hvort þeir séu sanngirnin uppmáluð þegar þeir senda frá sér í bunkum stöðluð innheimtubréf og rukka tugi eða...

Stutt myndlíking

Það má velta því fyrir sér hvort ekki væri rétt að reyna svona særingar á andsettu bloggarana sem vaða uppi með svívirðingum, svo ekki sé talað um morðhótanir og dauðaóskir, í garð ráðamanna þjóðarinnar. A.m.k. einn þeirra er meðlimur í kirkjudeild...

Hvað naga möppudýrin fleira en blýanta?

Hvað er gert með svona bollaleggingar? Hvaða gagn er að því núna að ímynda sér að mannfjöldinn á Íslandi verði hugsanlega þetta eð hitt 2060, 2100 eða árið 3000? Til að fullkomna bullið dugir möppudýrunum ekki lengur ein tala, nú þarf ekkert minna en 3...

Gullið tækifæri til að slá aftur dauða flugu, í gömlu vindhöggi.

Þeir vita nú allan fjandann þarna hjá ESA, svo það væri rétt hjá Margrét að panta í leiðinni skýrslu um heilsufar Þráins Bertelssonar. Áhuga og áhyggjum Margrétar af heilsufari Þráins var aldrei fróað til fulls og er enn í báða enda...

Útrýmum áfengi – drekkum það allt!

Það er bull að stjórnvöld á Íslandi hafi ekki stefnu í áfengismálum. Hér hefur verið óbreytt stefna í þeim málum í áratugi og gefist vel. Áfengisstefnan er sáraeinföld og mjög skýr; halda skal bæði neyslu og verði áfengis í hæstu hæðum til að fylla í...

Helvítis meinsemi og mannvonska

Hún var nöturleg fréttin í sjónvarpinu í kvöld um konuna sem býr í fjölbýli og þarf að halda leiðsöguhund vegna fötlunar sinnar. Konan hafði fengið samþykki annarra íbúa í húsinu fyrir hundinum, en svo flytur nýr íbúi í húsið og ætlar án skýringa að nýta...

Bahamaeyjar...

...eru sennilega ekki besti staðurinn í heiminum til að finna í fjöldanum berfættan bandbít.

Vei þér Katrín, ef þú lýgur!

Ég trúi Katrínu Júlíusdóttur þegar hún segir að Iðnaðarráðuneytið hafi ekki ráðlagt Magma að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð til kaupa á HS Orku. Í svona máli er ekkert verra en lygi, fjölmiðlar hætta ekki ágengni og lygi kallar aðeins á meiri lygi uns...

Giska gott mál.

Vonandi verður af stofnun hlutafélags sem sæi um fjármögnun og framkvæmdir við Vaðlaheiðargöngin. Göngin verða ekki bara nauðsynleg og góð samgöngubót heldur líka, og ekki hvað síst, bráðnauðsynleg aðgerð til að rífa upp bágborið atvinnulífið. Sama hátt...

Enn er boðað til manndrápa í boði Mbl.is

Enn stendur óhögguð bloggfærsla Lofts A. Þorsteinssonar þar sem hann hvetur til morða á ráðamönnum landsins og öðrum sem honum þóknast ekki. Loftur karlinn er þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli um andstæðinga sína ekki meiri bógur en svo að hann eyðir...

Veitt í matinn

Fólk þyrpist niður að höfnum til að moka upp Makríl sem þar svamlar. Hvað ætlar fólk svo að gera við aflann? Ekki get ég sagt að veiði úr menguðum höfnum landsins sé girnileg til átu í mínum augum. En sínum augum lítur hver...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband