Hvatt til morða og mannvíga

Ég er sannfærður um  að hvetti  ég, á blogginu, fólk til að nota eitur til að „fjarlægja“ ákveðnar persónur t.d. pólitíska andstæðinga, þ.á.m. ritstjóra Moggans, yrði blogginu umsvifalaust lokað og málinu vísað til lögreglunnar  og það með réttu.

Mér er óskiljanlegt hvernig blogg Lofts Altice Þorsteinssonar og þá sérstaklega þessi færsla hér, fær að standa eins og ekkert sé sjálfsagðara. Mbl.is hefur lokað bloggum af minna tilefni.

Í færslu Lofts er þessi texti: 

Hér var tilvitnun í umræddan texta Lofts. Ég hef fjarlægt hann vegna sjálfsagðrar kröfu mbl.is þar um. 

En því verður ekki á móti mælt að oft hafa viðbrögð mbl.is verið sneggri.

Neðanmáls í hverju bloggi birtist eftirfarnandi:  „! Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt“

Ég hvet alla sem ekki eru sáttir við svona ófögnuð að fara inn á blogg Lofts og smella á þessa tilkynningu, þá getur Mbl.is ekki lengur látið sem ekkert sé.


Taser startbyssur

Ætli lögreglan hafi ekki einfaldlega ætlað að „skjóta honum í gang“ aftur þegar hún beitti rafbyssunni á kauða. 

 

Ég þjáist af gáttatifi og ef ég ætti svona töfratæki gæti ég „skotið“ mig sjálfur í stað þess að fara á sjúkrahús til þess.

 
mbl.is Lögregla beitti rafbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar hittir skrattinn ömmu sína.

NaomiNaomi Campbell er að sögn ekki barnanna best þegar sá gállinn er á henni og skapið hleypur með hana í gönur. 

.

.

.


mbl.is Campbell fyrir stríðsglæpadómstól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tvö hjól undir bílnum,...

 

....en áfram skröltir hann þó.
Í sumarfrí á fjallaslóð,
fárviðri hvín, dagsljós dvín,
en við kyrjum samt kát í næði og ró
við syngjum:Hibbidí-hæ og hibbidí-hí,"

 


mbl.is Stálu bifreið og fóru í bíltúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alveg makalaust...

hookers...að núna á verstu og erfiðustu tímum sé markvisst unnið að því að drepa niður sprotafyrirtækin og frjálst framtak.

.

.


mbl.is 15 mánaða fangelsi fyrir vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sekt allt og sumt?

Er málinu einfaldlega lokið með því að Síminn greiðir sekt til ríkisins? Eiga þeir aðilar sem urðu fyrir tjóni vegna samkeppnisbrota Símans að bera tjón sitt sjálfir eða velta því á neytendur?

Þetta getur valdið því að markmið fyrirtækis, Símans í þessu tilfelli, að knésetja samkeppnisaðila takist og þá kann sektarómynd eins og þessi að vera ómaksins virði.

Þetta hljómar eins og tryggingabætur vegna tjóna séu  greiddar til ríkisins en ekki tjónþola.


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brosi bregður fyrir

Það er beinlínis móðgun við þjóðina að Björn Valur Gíslason skuli fá að koma nálægt starfshópi um endurskoðun fiskveiðistjórnunnar, ef markmið hópsins á að vera að finna færa leið til fyrningar á kvótanum og framkvæmd hennar. Björn Valur er ekki...

Vatnaskil

Batnandi staða krónunnar er að skila sér í lægra vöruverði og sýnir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru að skila árangri. Öllum var ljóst eftir hrunið að langur og strembinn róður biði þjóðarinnar. En eftir því sem liðið hefur á þann róður hafa fleiri og...

Lögreglan auglýsir eftir....

....fullsnyrtum og vellyktandi nátthröfnum.

Árborgar harakiri

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að Gunnar Birgisson verði ráðinn sveitarstjóri Árborgar eða annars sveitarfélags. Það jafngildir pólitísku harakiri þeirra sveitarstjórnarfulltrúa sem það gerðu.

Nú ærast Don Kíkótar Íslands

Það er áríðandi að samningaviðræðurnar við ESB fari í gang sem fyrst og gangi hratt og vel fyrir sig. Það er mikilvægt að allir leggist á eitt um að gæta hagsmuna Íslands svo að sem hagstæðastir samningar náist fyrir land og þjóð. Þá fyrst þegar...

Undan svíður

Það er auðvitað gott að geta rétt bágstöddu fólki hjálparhönd og tekið við erlendu flóttafólki og veitt því skjól. En til þess þurfa efni og aðstæður að leyfa. Í þessum málum verður að forgangsraða eins og öðrum. Það er hart að segja það, en mér finnst...

Og........

...............?

Mulningur #38

Kona á pósthúsinu fann bréf í póstinum sem var stílað á Guð. Á umslaginu var ekkert frímerki, svo bréfið var opnað. Það reyndist vera frá 8 ára dreng sem skrifaði Guði til að láta hann vita af því að nokkrir unglingspiltar hefðu stolið af honum 8000...

Fullkomin áhrif

Fer ekki fólk á hryllingsmyndir til að láta hræða úr sér líftóruna?

Mótmælendur Íslands

Það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk mótmæli, finnist því það órétti beitt. Það er ekki endilega fjöldinn sem skiptir máli og það þarf ekki ofbeldi eða eignaspjöll til að vekja athygli. „Mótmælandi Íslands“ Helgi Hóseasson náði athygli þótt...

Hvað, var hótelið kyrrsett?

Var hótelið á einhverju flandri og hætta talin á að það kynni að lauma sér úr landi?

Mikið vidi ég að ég ætti hrefnukjöt...

...en því er ekki að heilsa. Ég fór í garðinn áðan og afraksturinn verður rabbabaragrautur með þeyttum rjóma, fátt sem toppar það nema þá hrefnusteik með rabbabarasultu.

Auschwitz eða Gasawitz

Því miður hafa ekki allir dregið réttan og eðlilegan lærdóm af þeim glæpum og voðaverkum sem framin voru í Auschwitz og öðrum hörmungarbúðum Nazista. Margir, og þá ekki hvað síst þeir sem vægja skyldu, hafa tekið upp meðul Nazistanna og beina þeim núna...

Veikinda „frí“

Ég hef orðið var við þetta sjónarmið hér á landi. Margir líta á þessa tvo daga í mánuði, sem heimila veikinda fjarveru án vottorðs, sem eðlilega frídaga.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband