Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Fólk sem fellur...
30.9.2010 | 21:21
Svindlbréf send frá íslensku lottói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Línan lögð
30.9.2010 | 15:58
Fréttir af þessum toga verða líklega rauði þráðurinn í fréttaflutningi Morgunblaðsins næstu vikurnar. Hætt er við að Morgunblaðið verði undirlagt af frásögnum og fréttum af hinni miklu og meintu vandlætingu og reiði sem ríkir í þjóðfélaginu vegna þeirrar ósvinnu að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm, til að sæta ábyrgð fyrir að hafa sturtað landinu á efnahagslegan ruslahaug.
Gátum ekki setið undir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Varðhundar valdsins“
30.9.2010 | 13:39
Sagt er að sagan gangi í hringi, endurtaki sig reglulega. Það pólitíska landslag sem núna blasir við, hrossakaup, rýtingsstungur í bak, sérhagsmunagæsla, loddaraskapur og hræsni er gamall sannleikur er ekki nýr.
Hlustum á ræðu sem Vilmundur heitinn Gylfason flutti á Alþingi í nóvember 1982 um varðhunda valdsins. Ef nöfnum og fáeinum atriðum yrði breitt gæti þessi ræða hafa verið flutt í gær. Ræðan er í tveim hlutum og að henni er smá inngangur fréttamanns.
Viðbúnaður með venjulegu sniði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska hugvitið lætur ekki að sér hæða
30.9.2010 | 11:07
Var það ekki Borgarahreyfingin sem var stofnuð átta vikum fyrir kosningar og kom 4 mönnum inn á þing?
Sá flokkur hefur ekki lengur neinn mann á þingi, því hann sundraðist með látum o.t.a.m. var geðveiki borin mönnum á brýn. Hreyfingin var stofnuð upp úr þeim rústum.
Sagði Birgitta Ítölunum frá því, verður það ferli innbyggt í Ítalska módelið af Hreyfingunni?
Hvaða þjóð hefði dottið í hug að stofna nýtt stjórnmálaafl nema Íslendingum? Það lætur ekki að sér hæða Íslenska hugvitið og það er rétt einn ganginn orðið útflutningsvara, því ber að fagna.
Ítölsk Hreyfing í fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá yðar sem syndlaus er..
29.9.2010 | 23:36
Mikið vildi ég frekar að þessi fyrrverandi vændiskona kenndi barnabörnunum mínum í skóla en kennarar með sömu viðhorf og þeir fordómafullu foreldrar sem hafna kennslu kennarans sökum fortíðar hennar.
Fyrrum vændiskonur fái ekki að kenna börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En Ingibjörg elsku vinan, þessi afgreiðsla...
29.9.2010 | 22:17
...mun eitra flokkinn þinn og það sem er öllu verra, eitra allt þjóðfélagið um ókomin ár.
Þú munt aldrei geta gengið fyrir horn án þess að vera þekkt sem konan sem....!
Þokkalekt það!
Landsdómur var þín eina von til endurreisnar, synd að þú sást það ekki!
Mun eitra stjórnmálalífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Endurkoma, í hvers umboði?
29.9.2010 | 20:52
Ég hafði frá fyrstu tíð, eftir að Björgvin G. Sigurðsson kom inn á þing, mikla trú á manninum og taldi að hann yrði innan skamms tíma einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar, ef ekki topp maðurinn sjálfur. En nú hafa skipast þau veður í lofti, með réttu eða röngu, að svo getur ekki orðið, um sinn hið minnsta.
Björgvin vék af þingi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Illuga Gunnarssyni eftir að ávirðingar í þeirra garð komu fram. Þorgerður hefur þegar snúið aftur á þing, Björgvin hefur boðað komu sína á föstudaginn en ekkert hefur frést af áformum Illuga enn sem komið er.
Endurkoma Þorgerðar og núna Björgvins er forkastanleg og fráleitt að vilja kjósenda þeirra.
Það er mín skoðun að öll þrjú hefðu átt að bíða af sér þetta kjörtímabil en falast eftir endurnýjuðu umboði kjósenda í næstu kosningum. Endurkoma þeirra eftir kosningar tæki af allan vafa um umboð þeirra.
En eins og staðan er núna eru þau umboðslaus í augum kjósenda, hvað svo sem þau sjálf telja.
Björgvin kemur aftur inn á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju fór Hrafnkell í fýlu?
29.9.2010 | 14:21
Mikill meirihluti Samfylkingar þingmanna taldi ekki nægjanleg rök falla til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði kærð fyrir embættisafglöp fyrir Landsdómi. Þá bergður svo við að sonur hennar Hrafnkell Hjörleifsson fer í fýlu og segir sig úr Samfylkingunni, þegar ætla mætti að hann fagnaði niðurstöðunni.
Hvað veldur ólund Hrafnkels, vildi hann aðra niðurstöðu, veit hann eitthvað sem þingflokki Samfylkingarinnar var hulið um "sekt" móður hans?
Sagði sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Oss er í dag píslarvottur fæddur
29.9.2010 | 11:02
Krafa þjóðfélagsins var að stjórnmálamenn yrðu látnir axla ábyrgð á andvaraleysi og sofandahætti þeirra í aðdraganda hrunsins. Núna hefur það gerst með þeirri ákvörðun að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, þótt meiri reisn hefði gjarnan mátt vera yfir öllu ferlinu og afgreiðslu Alþingis.
Það er ljóst að atkvæða- greiðslan á Alþingi var að einhverju eða öllu leiti pólitísk hjá öllum flokkum, þótt pólitík nokkurra þingmanna Samfylkingar- innar hafi hlotið mesta athygli.
Það er algerlega horft framhjá þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn lagði til 16 atkvæði til að koma í veg fyrir ákærur á hendur Árna Matt, Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin G, því er það undarlegt að sjá Sjálfstæðismenn kenna Samfylkingunni einni um þá hörmung. Þeir geta sjálfum sér um kennt.
Fyrir sakir klúðursins á Alþingi þá er Geir Haarde í augum almennings að breytast úr sakamanni í píslarvott, þar sem hann hangir á krossi sínum á Galgopahæðinni, með auða krossa til beggja handa.
Þorgerður Katrín: Pólitísk réttarhöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju Nýja Ísland
29.9.2010 | 10:22
Sigurplast, 50 ára gamalt iðnfyrirtæki, sem framleiðir m.a. plastumbúðir hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Hjá fyrirtækinu hafa starfað 17 manns. Nokkuð hefur verið fjallað að undanförnu um mál fyrirtækisins í fjölmiðlum og raunir þess og annarra fyrirtækja, í svipaðri stöðu, í samskiptum við sína viðskiptabanka.
Því hefur verið haldið fram að í bönkunum ráði annarleg sjónarmið, það væri bönkunum ekki forgangsmál að fá sitt fé til baka að hluta eða öllu leiti, þeir hefðu mestan áhuga á að sölsa undir sig fyrirtækin og koma þeim í hendur nýrra eigenda. Til að ná því fram væru þeir jafnvel tilbúnir að tapa mun meiri fjármunum en það kostaði þá að liðka til fyrir núverandi eigendum.
Arion banki hefur staðfastlega neitað þessu, en hefur í kjölfar gjaldþrotabeiðni Sigurplasts sent frá sér fréttatilkynningu og í henni segir m.a.:
Að sögn forsvarsmanna Sigurplasts ehf. hafa þeir óskað eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu. Arion banki er einn stærsti kröfuhafi Sigurplasts og er jafnframt eigandi þriðjungs hlutafjár félagsins. Forsvarsmönnum Sigurplasts hefur lengi verið ljóst að bankinn vill endurskipuleggja fjárhag félagsins, skjóta traustari stoðum undir rekstur þess og bjarga þar með þeim störfum sem í húfi eru.
Ef skiptastjóri fellst á aðkomu Arion banka um endurreisn félagsins, hyggst Arion banki selja félagið í opnu söluferli síðar. Bankinn mun kynna nýja tilhögun á rekstri Sigurplasts nánar ef samkomulag næst við skiptastjóra félagsins." (feitl. A.J.H.)
Ekki verður annað séð en bankinn staðfesti það sem á þá er borið. Það þarf enginn að fara í grafgötur með hvernig framkvæmdin á opnu söluferli bankans verður, ef marka má forsögu og reynslu þeirrar formúlu. Líklegast er löngu ákveðið hverjum bankinn ætlar þetta fyrirtæki, allt ferlið bendir til þess.
Almannarómur segir að það séu Íslenskir fjármálasóðar sem staðið hafi að meira og minna leiti að baki erlendum kröfum í þrotabú bankanna og eigi núna m.a. Arion banka. Gömlu bankarnir rændu almenning með því að falsa afkomu sína og veldi til að lokka og soga til sín fjármagn. Sú leið er varla fær að sinni, þannig að núna gengur ræningjapakkið um sviðið, pikkar upp góð og lífvænleg fyrirtæki og rænir þeim af eigendum sínum, opinberlega og um hábjartan dag.
Sömu trakteringu fær fólkið í landinu, einstaklingar og fjölskyldur verða að horfa berskjölduð og varnarlaus á bankasóðanna hirða af þeim ævistritið og rústa framtíð þeirra.
Til hamingju nýja Ísland!
Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |