Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Ný nálgun – einlægur friðarvilji eða síonismi á nýjum belgjum?
5.9.2010 | 21:59
Hvað gæti hugsanlega verið ný nálgun í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafsins? Mér dettur aðeins eitt í hug sem gæti verið ný nálgun frá því sem verið hefur reglan í þessum heimshluta.
Það er að herraþjóðin, árásar- og hernámsaðilinn Ísrael láti af stöðugum þjófnaði og landnámi á landi Palestínumanna og skili aftur því landi sem þegar hefur verið mulið undir Stór Ísrael. - draum síonista. Það væri ný nálgun og eina raunhæfa skrefið sem Ísraelsmenn geta tekið, vilji þeir í einlægni frið.
En reynslan segir að í lok friðarumræðnanna, þegar friður virðist í höfn, komi eins og ætíð áður tilkynning um nýjar landnemabyggðir Ísraela á landi Palestínu.
Búmm og allir komnir á byrjunarreitinn aftur að því undanskildu að stofnuð hefur verið enn ein landnemabyggðin á stolnu landi.
Minni á skoðanakönnun hér til vinstri, vinsamlegast taktu þátt.
Nýrrar nálgunar þörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Æ,æ
5.9.2010 | 15:28
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Niðurstaða í skoðanakönnun
4.9.2010 | 22:46
Spurt var: Ert þú hlynnt/ur því að hollenska fyrirtækið ECA fái aðstöðu hér á landi til að þjálfa flugmenn til manndrápa?
Já, ekki spurning sögðu 37.7%
Já, með skilyrðum sögðu 19.5%
Alveg sama sögðu 0.0%
Nei, held ekki sögðu 3.9%
Nei, aldrei sögðu 39.0%
77 svöruðu. Samtals 57.2 % eru mjög sáttir eða sjá ekkert athugavert við það að Hollenska fyrirtækið ECA fá aðstöðu hér á landi til að þjálfa menn til manndrápa, þótt ekkert sé um fyrirtækið vitað annað en að eigandi á sér vafasama fortíð.
Er þetta ekki svolítið 2007, að ekki skipti máli hvaðan peningarnir koma eða hvernig þeirra er aflað, bara að seðlarnir skili sér?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsmekkurinn að því sem koma skal?
4.9.2010 | 15:10
Haustið er vart komið og Landeyjarhöfn er nánast ófær fyrir Herjólf tvo daga í röð. Vonandi verður þetta ekki viðvarandi ástand.
Líklegt verður samt að telja að ástandið muni ekki lagast þegar líður á veturinn og veður verða virkilega válind. Höfnin, samgöngubótin í sandkassanum, kann að verða ónothæf meira og minna í vetur.
Næsta ferð Herjólfs í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er Iceash deila í uppsiglingu?
4.9.2010 | 12:51
Fastlega má reikna með að frönsk stjórnvöld framsendi þennan reikning á íslenska ríkið og krefji það um greiðslu á kostnaðinum.
Ekki er ólíklegt að franskir komist að þeirri niðurstöðu að Eyjafjallajökull sé sóði og því á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda rétt eins og Icesave sóðarnir.
Krefjast bóta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Vilhjálmur Bjarnason of sómakær fyrir Fálkann?
4.9.2010 | 01:49
Vilhjálmur Bjarnason hefur áunnið sér óskipta virðingu allra landsmanna fyrir heiðarleika og ósérhlífna baráttu sína gegn spillingarliðinu og sjálftökuglæpalýðnum.
Þó lítið hafi farið fyrir Vilhjálmi undanfarna mánuði er hann enn mættur í fremstu víglínu fyrir almenning í þessu volaða landi fjármálasóðanna.
Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Fálkaorðan er ekki næld á menn eins og Vilhjálm. Við nánari skoðun þá virðist orðan sú frekar vera hengd á banka- og fjármálasóða og barnaníðinga, en sómakært fólk, og því oftar sem sóðaskapurinn er meiri.
Vilhjálmur íhugar skaðabótamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mulningur #55
3.9.2010 | 22:25
· Hver er munurinn á ljósku og Benz? Þú lánar ekki Benzinn.
· Hvaða kostur fylgir því að vera giftur ljósku? - Þá má leggja í bílastæði fatlaðra.
· Hvernig nærð þú einhentri ljósku niður úr tré? Þú veifar til hennar.
· Hvað er merkilegt við ljósku sem gleypir flugu? Hún með stærri heila í maganum en í höfðinu.
· Hver er munurinn á ljósku og hraðbanka? Hraðbankinn á það til að hafna manni stundum.
· Af hverju hætti ljóskan að nota pilluna? Hún datt alltaf út.
Síðasti Geirfuglinn
3.9.2010 | 14:55
Við færum listamanninum Tod McGrain þakkir fyrir gjöfina og hans framtak.
Geirfuglinn verður okkur þörf áminning, þar sem hann horfir til Eldeyjar, hve auðvelt það er að valda náttúrunni óafturkræfum skaða.
Við erum órjúfanlegur hluti af náttúrunni, við verðum að lifa í sátt við náttúruna og nýta hana á öfgalausan og skynsaman hátt, með henni erum við allt, án hennar erum við ekkert.
E.S. Minni á könnunina hér til vinstri.
Nýtt listaverk afhjúpað á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju þarf Tiger að ganga vel?
3.9.2010 | 14:03
Það dylst engum að Tiger Woods er meðal bestu kylfinga heims, þótt honum gangi illa þessa dagana vegna persónulegra vandamála. En það virðist einu gilda hvort honum gengur vel eða illa, fréttamenn falla aftur og aftur í þá gildru að láta allar fréttir frá golfmótum snúast um Tiger, jafnvel þó hann taki ekki þátt í viðkomandi móti.
Það var nýlega á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni frétt um eitthvert golfmót þar sem Tiger var meðal keppenda. Öll fréttin snérist um Tiger og frammistöðu hans þrátt fyrir afleitt gengi og hann lenti í einhverju af neðstu sætunum. Með fréttinni voru sýnd 3 eða 4 högg, sem öll voru Tigers.
Svo var þess getið í blá endann og eins og það væri algert aukaatriði, hver sigraði á mótinu. Þessi frétt á mbl.is er undir sömu sökina seld.
Woods þarf að enda í einu af 50 efstu sætunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mulningur #54
3.9.2010 | 11:38
Hannes var þreyttur á leiðinni heim með strætó en hann stóð samt upp fyrir konu sem hlammaði sér í sætið með fyrirgangi og án þess að segja svo mikið sem takk fyrir.
Hannes laut niður að konunni og sagði:
Það er þitt lán að ég er ekki eins og þeir sem standa bara upp fyrir fallegum konum.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)