Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Hreinsunareldurinn
8.9.2010 | 21:54
Það er aldrei að vita nema presturinn hlaupi á bálið til bjargar orðinu helga, bálið yrði þá sannkallaður hreinsunareldur.
Bókabrennan enn á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vigdís á leiti
8.9.2010 | 20:05
Mikið afskaplega er sorglegt þegar þingmenn tjá sig opinberlega með þessum hætti, sem Vigdís Hauksdóttir gerir á bloggsíðu sinni. Það er ljóst að Vigdís er löngu búin að brjóta og týna þeirri skynsemi sem henni var gefið og í þessari örgrein tekst henni að koma lágkúrunni í efstu hæðir.
Vigdís Hauksdóttir fer klárlega á spjöld sögunnar sem konan sem blaðraði Framsóknarflokkinn endanlega út af borði Íslenskra stjórnmála.
Margir munu telja það þakkavert og innborgun á Fálkann.
Þráinn hvíslari Össurar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Herjólfur of stór en var minnkaður-hvorutveggja Steingrími að kenna.
8.9.2010 | 12:42
Það er ekki að spyrja að bullinu í Eyjajarlinum Johnsen. Hann skammar Steingrím Sigfússon fyrir ástandið í Landeyjarhöfn og að Herjólfur sé of stór fyrir höfnina.
Svo er það líka Steingrími að kenna að Herjólfur væri ekki enn stærri því Steingrímur hefði minnkað skipið á sínum tíma.
Það er ógerlegt að ráða af undarlegum þankagangi Árna Johnsen hvort hann sé að koma eða fara.
Og skammastu þín Árni Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
„Húnvetningar drepum Skagstrendinga“
8.9.2010 | 07:11
Landafræði og staðþekking er mörgum sem lokuð bók. Blaðamanninum sem skrifaði þessa frétt um framtíðar sorpurðunarstað A-Húnavatnssýslu, Skagastrandar og Akureyrar er kannski vorkunn vegna fákunnáttu sinnar, því menn úr héraðinu hafa látið þá staðreynd vefjast fyrir sér að Skagaströnd tilheyrir Austur Húnavatnssýslu.
Hér í eina tíð þegar væringar voru milli Skagstrendinga og Blönduósinga og slagsmál á böllum og eftir böll voru nánast regla frekar en undantekning þá heyrðist Blönduósingur hrópa eftir ball í Húnaveri. Húnvetningar drepum Skagstrendinga.
Gríðarlegt gímald gapir við Blönduós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afturhald heima og að heiman
7.9.2010 | 22:21
Er ekki búið að taka þessa umræðu í botn, þetta er orðið ágætt, það er óþarfi að núa þessu Færeyingum meira um nasir.
Það virðist alveg gleymast að við eigum hér heima hálfan annan helling af samskonar endaþarmsafturhaldi eins og þessum Penis av Krana eða hvað hann heitir sá góði maður.
Við ættum frekar að hafa áhyggjur af Íslensku afturhaldi og eyða kröftunum í að kveða það niður og láta vini okkar og velunnara í Færeyjum um sinn landa.
Danir blása Jenis-málið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sendum Kristján Gunnarsson í endurmenntun, gerum hann atvinnulausan.
7.9.2010 | 21:12
Ég held að Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins hafi aldrei áður sannað á jafn skýran hátt hve fjarri því fari að hann sé á sömu blaðsíðu og umbjóðendur hans, ef þá í sömu bók yfir höfuð.
Auðvitað vilja allir sjá meira í launaumslögunum sínum, ekki spurning um það, en menn verða að þekkja sinn vitjunartíma. Atvinnureksturinn í landinu hefur sjaldan eða aldrei, í seinni tíð hið minnsta, verið jafn illa í stakk búinn til að taka á sig aukin útgjöld. Lítið þarf að rugga bátnum til að valda slysi.
Ef umbjóðendur Kristjáns Gunnarssonar tækju þá ákvörðun núna, sem þeir ættu að hafa gert fyrir löngu, að hann væri búinn að vera of lengi á of góðu og afkastaletjandi kaupi og sendu hann heim, þá missti Kristján sína einu og hálfu á mánuði. Kristján stigi þá tilneyddur úr fílabeinsturni sínum og niður á gólfið og færi á 130 þúsund króna atvinnuleysisbætur ásamt 16000 fyrrum umbjóðenda hans.
Þá yrði Kristján sennilega í fyrsta sinn um langa hríð á sömu blaðsíðu og umbjóðendur hans. Við þessar nýju aðstæður hefði Kristján alla burði til að fá þá hugljómun, launahækkun upp allan skallann væri hreint ekki brýnasta aðgerðin fyrir miðnætti í kjara- og atvinnumálum.
Fólk vill sjá launin hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú gleðjast gumar
6.9.2010 | 23:45
Líklegt má telja að tveir helstu forystumenn Þjóðarheiðurs, Jón Valur og Loftur Altaðþví geti ekki vatni haldið og missi sig hvor á annan af hrifningu yfir magnaðri þröngsýni einstaks vinar og frænda þeirra úr Færeyjum.
Fátt veldur þeim félögum meiri fróun en illt og saurugt umtal um forsætisráðherra Íslands og svo mjög að alsælu nálgast.
Sennilega er fáu alvöruþenkjandi og skynsömu fólki skemmt og þá hvað síst vinum okkar Færeyingum.
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 7.9.2010 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allt er þá þrennt er
6.9.2010 | 22:33
Af hverju kemur það á óvart og veldur hneykslan að þeir þurfi að borga sig inn á þá leiki sem þeir vilja helst stunda utan vallar?
En rétt eins og í fótboltanum hlýtur þessi gleðikona að teljast frekar slöpp hafi hún aðeins skorðað þrisvar á öllum ferlinum, nema það hafi gerst í eina og sama leiknum.
Ástkona Rooney með þrennu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sandkastalar
6.9.2010 | 19:18
En það er skiljanlegt að embættismenn, verkfræðingar og aðrir sem gert hafa í buxurnar í þessu sandkassamáli reyni hvað þeir geta að bera af sér bullið og kenna öllu sem hönd verður á komið um floppið.
Það hefur verið bent á að höfnin hafi verið hönnuð fyrir minna skip en núverandi Herjólf. Skip sem er sagt að risti um einum metra minna en Herjólfur. Herjólfur tók niðri, sem þýðir að nýja skipið hefði haft 1 metra undir kili, væri það komið í rekstur. Er það ásættanlegt að hafa ekki upp á meira upp á að hlaupa? Hvað verður brimið lengi að gera þann metra að engu?
Í frétt á heimsíðu Siglingastofnunar frá 17. febrúar 2006 segir m.a um Bakkafjöruhöfnina:
Öldumælingar og líkantilraunir hafa leitt í ljós að einungis þyrfti að fella niður um 1,6% áætlunarferða ferju á þessari leið á ársgrundvelli. Ferðir ferjunnar munu aðeins falla niður í 3-4 daga á ári vegna veðurs þannig að áætlun hennar verður áreiðanleg.
Eitt hefur örugglega vantað í allar líkanatilraunir hafnarinnar, það hefur vantað mest afgerandi náttúrulega þáttinn, sandkófið í sjónum. Í góðu brimi er sjórinn við ströndina mettaður af sandi og sandurinn berst með hreyfingu sjávar inn á kyrr svæði og þar sest hann hvað sem öllum útreikningum líður.
Hvar er eina kyrra svæðið á allri Bakkafjöru?
Herjólfur siglir ekki í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mulningur #56
6.9.2010 | 18:29
Við hjónaleysin fórum í heimsókn til Ingu dóttur okkar í gær að kíkja á Benjamín litla og hann nafna. Nafni, 6 ára, var að fikta í myndavélinni hennar mömmu sinnar og tók mynd af mér. Ég bað hann að sýna mér myndina, sem hann gerði.
Þetta getur ekki verið afi, því þessi maður er svo ljótur. Sagði ég.
Afi - þú ert ljótur! Svaraði sá stutti.
Mulningur | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)