Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Ég myndi líka ganga út...

door%20slam%20slamming%20shutting...eins og Harrý prins og loka hressilega á eftir mér, væri ég stöðugt á milli tannanna á Smartlands dúkkulísunum.

.

.

.

 
mbl.is Harry prins genginn út!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í mörgu að sýsla hjá sýsla

Sýslumaðurinn á Selfossi liggur undir ámæli fyrir embættisfærslur sínar og ekki í fyrsta skipti. Sýslumaðurinn sá bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Hann er eins og kötturinn, sem fer sínar eigin leiðir.

Ekki benda á mig, segir sýslumaðurinn, spyrjið þá sem voru á vakt.

Sýsli er sannur embættismaður þegar að embættislegri ábyrgð hans kemur, hann veit nákvæmlega hvar á að draga línuna, rétt fyrir aftan görnina á honum sjálfum.  

Ábyrgðinni á sýslukontórnum er bróðurlega skipt á milli sýsla og undirmanna hans. Sýsli hefur falið undirmönnum sínum að bera alla ábyrgð á embættisfærslum sínum en sjálfur tók hann að sér það ok að þiggja launin fyrir þann þátt.

  
mbl.is Rannsóknin flókin og erfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sænskur kúkur, Guði sé lof

kúkurÞað er virkilegt fagnaðarefni fyrir sænska þjóðernissinna að upplýst hefur verið að tilvik E.coli sýkingar í Svíþjóð er komið úr ætthreinum sænskum kúk, sem mun ekki hafa haft nein viðskiptasambönd eða önnur tengsl við Þýskaland.

  

Það er að sjálfsögðu markmið góðra þjóðernissinna allra landa að hver þjóð deili sínum afurðum sem minnst, meðal annarra þjóða.


mbl.is Sænskur saurgerill án tengsla við Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt þýfi.

EagleEagle  er glæsilegt skip, ekki spurningum það, en er þýfi eigi að síður.

Skipið var smíðað í Þýskalandi 1936 og hét upphaflega  Horst Wessel,  og þjónaði sem skóla- og þjálfunarskip þýska flotans.

Eftir stríðið var það ásamt fleiri skipum, m.a. systurskipum sínum hirt af Þjóðverjum sem hvert annað stríðsgóss, sem stríðsskaðabætur eins og það var kallað og ákveðnar voru einhliða af sigurvegurunum, svo sanngjarnt sem það getur best orðið.

Gott ef kanarnir eru stoltir af sínu skipi.


mbl.is Eagle við Miðbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er næsta skjól að finna?

Af fréttinni má ráða að áhöfn geimstöðvarinnar  hafi í ofboði forðað sér frá borði. Hvert fór áhöfn alþjóðlegu geimstöðvarinnar þegar hún flúði stöðina?

Hlupu þeir kannski í skjól bak við næsta klett eða leituðu þeir athvarfs í næsta helli meðan ruslið fór hjá?

Flótti frá geimstöðinni hefur auðvitað, eðli máls samkvæmt, ekki verið valkostur, heldur hafa menn rýmt þann hluta stöðvarinnar sem var í mestri hættu og fært sig yfir í öruggari hluta hennar.  

Svo er ekki orð um það í fréttinni hvort skemmdir hafi orðið á stöðinni og áhöfnin, er hún enn í felum?

Er ekki gerð sú krafa á mbl.is að blaðamenn skilji sjálfir það sem þeir skrifa?

 

 


mbl.is Geimstöð rýmd vegna hættu á árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins.

Þá eru þær loks hafnar aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Því ættu aðildarandstæðingar að fagna, ekki síður en aðildarsinnar. Allir ættu að vona að viðræðurnar gangi fljótt og vel fyrir sig.

Því fyrr sem viðræðunum lýkur, því fyrr kemur í ljós hvort innistæða sé fyrir áróðri beggja fylkinga, sem hefur á köflum verið bæði óvægin og rætin og stjórnast meira af tilfinningum en rökum.

Því fyrr sem viðræðunum lýkur, því fyrr geta Jón og Gunna á götunni tekið afstöðu, með eða á móti aðild, í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef aðeins brot af öllu því sem andstæðingar ESB hafa látið frá sér fara um Evrópusambandið, og þann hrylling sem þeir segja það standa fyrir, er rétt,  verður aðild að því aldrei samþykkt.

Það er því óskiljanlegt að þeir skuli hafa barist með oddi og egg gegn aðildarviðræðum, sem munu óhjákvæmilega leiða sannleikann í ljós. Trúa andstæðingar ESB ekki eigin málflutningi betur en svo?

Til að fyrirbyggja misskilning, þá er ég ekki aðildarsinni, en ég vil sjá niðurstöðu viðræðnanna til að ég geti tekið ábyrga afstöðu.

  


mbl.is Aðildarviðræður hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #65

laundry-basket-webFyrir nokkrum árum þegar ég vann upp á Keflavíkurflugvelli heyrði ég skemmtilega sögu úr Keflavík. Þar var þá, og er enn að því er ég best veit, starfrækt fyrirtæki, sem heitir ÞVOTTAHÖLLIN.  Starfsemin snérist rétt eins og nafnið bendir til um þvotta og skylda starfsemi.

Íslendingar hafa í seinni tíð, eðlilega, þótt of fínir til að starfa í slíkum iðnaði. Því hafa útlendingar í auknum mæli mannað þessi störf og þá ekki hvað síst konur ættaðar frá austur-Asíu, sem hafa, því miður,  verið tilbúnar að vinna á lægra kaupi en aðrir landar okkar. Þær, sem fleiri100_1246 innflytjendur,  hafa hinsvegar verið miður kappsamar um að læra hið ylhýra.

Því var það, að Hannes vinur okkar, sem þurfti að láta þvo skyrturnar sínar, vissi ekki hvort hann ætti að gleðjast eða reiðast þegar hann hringdi í Þvottahöllina, í þeim viðskiptaerindum, og mjóróma rödd svaraði:

„TOTTA BÖLLIN !“

   


Verður jólunum frestað?

Yfirlýsing Katrínar Júlíusdóttur um hugsanlega lagasetningu ofan í miðja flugmannsdeiluna var í besta falli óheppileg og vanhugsuð. Ég fæ ekki séð hvernig ætti að vera hægt að setja lög, sem skipa mönnum til vinnu á frídögum og öðrum umsömdum frítíma.

fidelcastro1Vonandi lætur hin tæra vinstristjórn ekki hafa sig út í þannig þvælu. Nema auðvitað að hún ætli að fara  í smiðju félaga Castro, sem frestaði jólunum, sællar minningar, til að bjarga sykuruppskerunni. Þá yrði öllum frídögum á Íslandi væntanlega frestað til vors eða lengur til að bjarga túrismanum.

Þá væri ráð að ríkisstjórnin byrjaði á því að kalla þingmenn úr sínu digra sumarfríi og skipa þeim til vinnu. Ekki víst að það verði par vinsælt.


mbl.is „Hurðinni skellt á okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaddafi lumar á lausn Líbýu-vandans.

gaddafi_skopmynd_1_499x285Gaddafi mun örugglega leggja það til, að fái hann að vera forseti Líbýu til æviloka, muni hann þá stíga til hliðar í mestu friðsemd og opna lýðræðisgluggann.


mbl.is Gaddafi að undirbúa tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það breytir öllu að hafa próf í truntuskap og óþverrahætti

Engin takmörk virðast fyrir því hversu langt sumir eru tilbúnir ganga í truntuskap og óþverrahætti. Þar ber frú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á útvarpi Kjaftasögu höfuð og herðar yfir aðra óþverra þessa lands.

Frú Arnþrúður bunaði út úr sér þvílíkum reiðilestri í útsendingu í morgun út af grein í DV um læknadópið, þar sem fjallað var um andlát manns eftir inntöku læknadóps. Þar tók Arnþrúður upp þráðinn frá því hún gerði í buxurnar af hneykslan yfir frábærri umfjöllun Kastljóss um sama efni.  Frú Arnþrúður virðist hafa einhverra annarlegra hagsmuna að gæta í því máli öllu. Af hverju upplýsir útvarpsstjórinn ekki um þá hagsmuni? Þá kröfu gerir hún á aðra.

Málflutningur Frú Arnþrúðar gekk eingöngu út á að gera lítið úr blaðamanninum. Kallaði skrif hennar  krakkavitleysu og heimsku og að hún hefði ekki nægan lífsþroska og menntun til að skrifa um svona mál. Læknirinn væri með glæstan feril og  nýbúinn að fá Fálkaorðuna.

Eins og það sé einhver syndaaflausn. Fékk ekki  Georg nokkur,  skólastjóri  Kaþólska skólans og staðgengill biskups,  sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, þá sömu orðu úr hendi Vigdísar? Opinberlega var hans ferill flekklaus, þar til nú.

Arnþrúður telur sig mega segja að fólk sé óþjóðalýður og dót og lygapakk, til þess er hún menntuð , að eigin sögn.  Það breytir auðvitað öllu!

Svo tók frú Arnþrúður móður fíkilsins fyrir. Kallaði sögu hennar tóma þvælu, bölvað kjaftæði og lygi. Móðirin ætti, sagði frú Arnþrúður, að athuga hvernig stóð að því að 13 ára sonur hennar varð fíkill! Móðirin ætti að skoða hvað væri að heima hjá sér!

Hvað gerði móðirin til að bjarga syninum? Spurði frú Arnþrúður.  Af hverju fór hún ekki með syninum (31 árs) til læknisins og hélt utanum lyfjaneyslu hans?!  

Svo skoraði frúin á Sögu á fólk, sem þekki til þessa máls, að hringja inn og segja hlustendum hvernig þessi kona hefði alið drenginn upp og gert hann að fíkli!!  

Halló! Halló!

Er nema von að þessi útvarpsstjóri hafi óskapast yfir því atriði í fjölmiðlalögunum að eigendur fjölmiðla væru ábyrgir fyrir því efni sem fjölmiðlarnir birtu!

Nú kemur DV í framhaldinu með einhverja lygasögu um mig, segir frú Arnþrúður, því þeir þola ekki að ég fletti ofan af vitleysunni og bullinu í þeim!

Ég hlýt að spyrja, hvað er að heima hjá frú Arnþrúði, hvernig uppeldi fékk hún, sem leiddi til umtalaðs lífernis hennar og þessa truntuskapar?

Af hverju segir hún ekki frá því, hæg ættu heimatökin að vera.  Hvað hefur veröldin gert henni, af hverju þessi heift og hatur?  Ber móðir hennar ábyrgð á því?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.