Ég er Kurt Westergaard
29.2.2008 | 11:03
Kurt Westergaard teiknari Múhameðs myndana á 81 alnafna í Danmörku og hefur fjöldi þeirra fengið líflátshótanir síðustu daga að sögn Jótlandspóstsins.
Ég lýsi yfir stuðningi mínum við Kurt Westergaard, prentfrelsi og frjálsa fjölmiðlun með því að segja ég er líka Kurt Westergaard.
Algóður Guð
29.2.2008 | 08:56
Út er komið 1. eintak tímaritsins SKAKKI TURNINN. Hið áhugaverðasta rit og lofar góðu. Í þessu blaði er m.a. grein sem ber nafnið VÍGAGUÐ eftir Illuga Jökulsson ritstjóra blaðsins. Þar er fjallað um textann í testamentunum eins og hann kemur fyrir, en ekki hentugleika túlkun eða seinni tíma skýringar.
Guð Gamla testamentisins var ekkert lamb að leika sér við. Hann hvatti þjóð sína margsinnis til fjöldamorða og skipaði beinlínis svo fyrir að engum skyldi þyrmt. Ekki konum, ekki gamalmennum, ekki, börnum drepið þau öll grenjaði Guð.Og Guð var líka liðtækur við manndrápin. Hann beitti þjóðernishreinsunum, efnavopnum, eiturhernaði og hryðjuverkum. Grimmd og miskunnarleysi voru einkenni hans þegar sá gállinn var á honum. Þegar Móses átti í höggi við faraó Egyptalands og faraó vildi láta undan kröfum Ísraelsmanna, þá herti Vígaguðinn hug hans á ný í þeim eina tilgangi að hann gæti haldið áfram skefjalausum hermdarverkum sínum gegn Egyptum.
Þau hermdarverk og fjöldamorð lofsungu Ísraelsmenn síðar á páskahátíðinni og gera enn. Og íslensk börn læra enn sögu fjöldamorðanna á Egyptum eins og um hafi verið að ræða stórkostlegan sigur hins góða.
Vott um kærleika Guðs.
Svona er upphaf þessarar greinar. Ekki er hægt að birta hana hér í heild sinni. Ég hvet alla að kaupa blaðið og lesa þess grein. Hún á erindi við alla hvort sem menn eru sammála því sem þar stendur eða ekki.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
?
25.2.2008 | 18:02
![]() |
Í fangelsi vegna barnakláms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er síminn til þín!
25.2.2008 | 17:32
Ég hef verið að velta fyrir mér skynseminni í því að bæði Vodafone og Síminn auglýsa grimmt þessa dagana og fullyrða hvort um sig að þau hafi stærsta, besta og útbreiddasta GSM kerfið en með mismunandi orðavali og lagi. Svo er Hive á sveimi einhverstaðar þar á milli með auglýsingar sem ég efast um að standist skoðun.
Ef ég man rétt er það brot á lögum að ljúga í auglýsingum, fullyrða í efstastigi eða staðhæfa eitthvað sem ekki stenst.
Annað hvort stóra fyrirtækið segir ekki satt. Það er augljóst, og það brýtur því lögin. Þannig eiga menn ekki að bregðast við samkeppni.
Mér finnst þetta alvarlegt mál. Fullyrðingar beggja eru þannig að neytandinn hefur enga möguleika á að sannreyna þær. Það er ekki eins og um sé að ræða t.d. auglýst símtæki, eða verð á tiltekinni þjónustu þar sem símnotandinn getur borið saman mismunandi tilboð.
Eiga menn virkilega að meta það á grundvelli svona upplýsinga, ég er betri, bestur, stærstur o.s.f.v. hvort þeir skipta um símafélag eða ekki?
Eykur þetta ekki kosnað, sem hækkar reikningana, sem ekki er svikist um að senda, skilmerkilega, með upplýsingum um hvað gerist ef ekki er greitt í tíma?
Ljótar sögur heyrast af landsbyggðinni af þjónustunni, þar sem samkeppni er lítil sem engin.
Af hverju heyrist ekkert frá samkeppnisráði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góði gamli Villi.
24.2.2008 | 14:33
Hvað mig varðar er opið hver tekur við embætti borgarstjóra af hálfu Sjálfstæðisflokksins í mars 2009. Borgarstjórnarflokkurinn mun ákveða borgarstjóraefnið í sameiningu þegar nær dregur. Segir Villi.
Hvað hefur breyst, hefur einhverri óvissu verið eytt eins og Geir formaður lagði ríka áherslu á að gert yrði? Menn sögðu fyrir helgi að nú yrði að taka af skarið.
Hefur það verið gert?
Villi gælir greinilega enn við það að verða borgarstjóri aftur og samkvæmt yfirlýsingu borgarstjórnaflokksins þá er það galopið.
Og allir lýsa yfir fullum stuðningi við Villa og yfirlýsingu hans.
Ég sé fyrir mér liðið brosandi út að eyrum í sjónvarpinu í kvöld, allir yfir sig hamingjusamir yfir þessum Salamóns úrskurði. Skyldi Geir vera sáttur?
Full samstaða er um að taka ekki á vandanum, óbreytt ásand. Þvílík lausn.
![]() |
Ákvörðun síðar um borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Saltaður borgarstjórastóll
24.2.2008 | 12:57
Ekkert lát er á vandræðagangi borgarstjórnarflokks sjálfstæðisflokksins. Þar ríkir upplausnar ástand og þar er hver höndin uppi á móti annarri. Í þröngri stöðu leika þeir hvern biðleikin af öðrum, sem aðeins eykur á vandræðin. Nú hefur náðst sátt með enn einum biðleiknum og hún er þessi:
Sáttin felst í því að taka ekki ákvörðun um það að svo stöddu hver tekur við sæti borgarstjóra að ári heldur verður haldið um það sérstakt prófkjör innan borgarstjórnarflokksins. Jón Kristinn Snæhólm sem var aðstoðarmaður Vilhjálms þegar hann var borgarstjóri stakk upp á að þessi leið yrði farin í þættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag. Reyndist hún vera sú eina sem allir borgarfulltrúar gátu sæst á sem og formaður og varaformaður flokksins.
Þetta er tekið af Vísi.is. Þar segir jafnframt að ekki hafi náðst sátt um Hönnu Birnu sem leiðtoga því stuðningsmenn Villa vilja Gísla Martein. Nú stendur borgarstjórnarflokkurinn enn veikari en áður. Samkvæmt hádegisfréttum ætlar góði gamli Villi að sitja áfram sem leiðtogi en ekki að taka við borgarstjórastólnum.
Hafi hann þegar ákveðið þetta, af hverju er hann þá að auka enn á vandræðaganginn? Getur það verið að hann haldi enn í þá von að verða borgarstjóri, þótt annað sé látið í veðri vaka núna?
Það sjá það allir að ef einhver annar á í raun að verða borgarstjóri, þá er óskynsamlegt ef ekki beinlínis heimskulegt að velja hann ekki strax svo hann eða hún geti byrjað að byggja upp ímynd sína sem leiðtogi áður en viðkomandi tekur við borgarstjóraembættinu. Því þá verður einungis ár til kosninga og tíminn knappur til góðra verka.
Hverskonar hengilmænuháttur er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum? Er forysta flokksins ónýt. Í það minnsta er hún til muna linari en í tíð fyrri formanns. Var val Geirs í formannsembættið kannski biðleikur, líkt og kjör Þorsteins Pálssonar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stóra smjörklípan
22.2.2008 | 01:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Krossar og hræsni
22.2.2008 | 00:49
Trúmál og siðferði | Breytt 6.9.2009 kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar hundarnir gjamma
20.2.2008 | 16:54
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skápur eða sýruker
17.2.2008 | 18:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var tekinn af lífi!
16.2.2008 | 00:48
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dópdómar og fangagæsla
15.2.2008 | 11:07
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slefandi græðgi
13.2.2008 | 18:41
Bloggar | Breytt 14.2.2008 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hið fullkomna hálfkák og klúður.
11.2.2008 | 15:20
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Ég bar þetta undir borgarlögmann".
8.2.2008 | 16:53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öryggismyndavélar - allra gagn?
7.2.2008 | 16:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Super bowl og ofurpiss
4.2.2008 | 13:30
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er snillingur....
3.2.2008 | 11:52
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndir þú þora .............?
1.2.2008 | 02:11
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)