Draumur um draum
19.10.2010 | 16:02
Kjarnorkuvopnalaus heimur er fallegur draumur, ljúfur og góður, en samt aðeins draumur en giska barnalegt er að halda að hann rætist á þessari öld hvað þá fyrir 2020, jafnvel þó Jón Gnarr og Dagur bætist í hóp dreymenda.
Þó öll kjarnorkuríkin næðu samkomulagi strax í dag að útrýma öllum kjarnorkuvopnum fyrir vikulok, þá eru það bara kjánar sem halda að vopnum verði öllum eytt, bara sísona. Það hvarflar ekki að mér annað en kjarnorkuveldin muni halda eftir, á laun, hluta vopnanna af ótta við að hin ríkin geri einmitt það sama.
Í dag eru til nægar sprengjur til að eyða öllu lífi á Jörðinni daglega í einhverjar vikur. Eitt skipti dugir víst og því gagnslaust að ná samningum um að ekki verði hægt að endurtaka útrýminguna og því hafa þeir samningar sem náðst hafa hingað til um fækkun vopnanna hafa einungis verið málamyndagjörningar. Þeir samningar hafa verið nýttir til að farga úreltum vopnum.
Það er ekkert í stöðu heimsmálana í dag sem gefur hina minnstu von til þess að draumurinn um útrýmingu kjarnorkuvopna verði nokkuð annað en draumur um nánustu framtíð.
En það er gott að geta látið sig dreyma, ekki spurning um það.
![]() |
Reykjavík styður kjarnorkuvopnalausan heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur, líttu þér nær drengur!
19.10.2010 | 12:17
Það er sannarlega göfugt verkefni Ögmundur að berjast fyrir því að einn fangi verði látinn laus úr fangelsi í Kína.
En það mál þolir alveg smá bið, margt annað er meira aðkallandi. Þó ekki væri annað en að ganga í það verk að íslenskur almenningur verði látinn laus úr þeim skuldafjötrum sem honum var komið í af misvitrum stjórn- málamönnum og glæpahyski undir þeirra vernd.
Byrjaðu á því Ömmi að frelsa þína eigin þjóð áður en þú ferð erlendis, í krossferðir.
![]() |
Ögmundur: Látið Liu Xiaobo lausan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver vill líkjast Hómer Simpson?
19.10.2010 | 11:50
Mig grunar að einhverjir í Páfagarði fái hiksta við lestur þessarar fréttar. Það er óskiljanlegt af hverju dagblað páfagarðs reynir að eigna kaþólsku kirkjunni Hómer Simpson. Ég hélt satt best að segja að engir vildu líkjast Hómer eða hefðu í það minnsta ekki hátt um það, sæju menn einhverja samlíkingu við hann.
Hómer tilheyrir The Western Branch of American Reform Presbylutheranism church og presturinn heitir Timothy Lovejoy og konan hans heitir Helen og dóttir þeirra Jessica. Það má vera að ný siðbót hafi orðið í Kaþólsku kirkjunni og prestum sé heimilt að kvænast, en ég held samt ekki.
Það lýsir lágkúru Kaþólsku kirkjunnar ágætlega að hún skuli reyna að upphefja sig á Hómer Simpson.
![]() |
Hómer Simpsons er kaþólskur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mulningur #59
19.10.2010 | 06:48
-Nú datt hann í það blessaður?
-Nei ekkert svoleiðis, Hannes sór sig í ævilangt kynlífsbindindi í fyrra eftir að kærastan sagði honum upp, en svo sprakk hann á limminu í gærkveldi.
-Hann hefur þá fallið fyrir einhverri fegurðardísinni, nóg er nú af þeim.
-Nei, nei hann féll fyrir eigin hendi.
Eru geldingar lausn lausnanna?
18.10.2010 | 12:13
Það er athyglisvert að bandarísk góðgerðarsamtök skuli vera svona áhugasöm um að gelda breska fíkla. Ætla mætti að nægur væri heimamarkaðurinn fyrir áhugamenn um geldingar í Bandaríkjunum.
Spurning hvort stjórnmálamenn væru ekki æskilegri markhópur fyrir geldingar. Hugsið ykkur hvað allt væri miklu betra ef svona samtök hefðu getað hindrað í tíma að Bush eldri eignaðist afkvæmi.
Þar sem Íslendingar eru einstaklega áhugasamir um að sleikja upp alla erlenda ósiði, sér í lagi bandaríska, er hætt við að þessi nýi siður berist hingað áður en varir. Það má þá reikna með því að fljótlega fari menn að mæta vopnaðir geldingartöngum til mótmæla við Alþingi.
![]() |
Fíklum borgað fyrir ófrjósemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verum hress, ekkert stress
17.10.2010 | 23:56
Já rétt hjá Ögmundi, hér dugir ekkert óðagot, að öllu skal farið með gát í skipulagsbreytingum í löggæslu og dómsmálum og hugað að framtíðinni.
Rétt eins og Svandís elskan, sem ekki vill frekari virkjanir í dag heldur senda virkjunarkostina ónotaða inn í framtíðina, þá óttast ég að ætlunin sé að eiga ekkert við atvinnuleysið svo hægt sé að senda það ósnert og óskert inn í framtíðina.
Já hér dugir ekkert óðagot, tökum okkur tíma og bíðum eftir að framtíðin leysi fyrir okkur vanda dagsins í dag.
![]() |
Ögmundur: Ekkert óðagot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýskipaðir fulltrúar hjá Himnum sf.
17.10.2010 | 12:16
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Jafnréttishalli á Jafnréttisstofu.
17.10.2010 | 00:33
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tær snilld.
16.10.2010 | 21:45
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað þarf að skerða marga öryrkja til borga eina borðaklippingu?
16.10.2010 | 06:35
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Litla stóra skrökusagan
15.10.2010 | 16:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sjálfsmorð möppudýrana
12.10.2010 | 21:20
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ætlar Þorgerður að gera sig gilda á ný?
11.10.2010 | 22:21
Dularfullur dauðdagi þjóðar?
10.10.2010 | 14:17
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var konan ekki myrt?
9.10.2010 | 14:40
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Misskilin mannúð
9.10.2010 | 11:58
Frábært
8.10.2010 | 15:48
Upp með buxurnar, sýnið smá manndóm
8.10.2010 | 10:48
Lítið leggst fyrir kappann
7.10.2010 | 21:11
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Stöð 2 sendir viðskiptavinum sínum fingurinn
7.10.2010 | 19:47