Eflum eigið öryggi
29.12.2012 | 22:28
Það er hreint ekki sama hvar við verslum áramótaflugeldana okkar. Með því að versla við björgunarsveitirnar eflum við best eigin hag og öryggi.
Flugeldasala er aðal- fjáröflunarleið björgunar- sveitanna, öll starfsemi þeirra árið út er undir sölunni komið. Við treystum á björgunar- sveitirnar allt árið en þær treysta á okkur um hver áramót.
En um hver áramót stíga fram ýmsir einkaaðilar, afætur, sem reyna hvað þær geta, í eiginhagsmunaskini, að kroppa sem mest þær geta af fjáröflun björgunarsveitanna og beita jafnvel blekkingum til að lokka til sín viðskipti.
Hvað ætli þessar afætur geri þegar viðskiptavinir þeirra komast í hann krappann eða lenda í lífshættu? Nota afæturnar hagnaðinn af flugeldasölunni til að koma viðskiptavinum sínum til bjargar? Nei, hagnaðinn mala afæturnar undir eigið rassgat. En á ögurstundu muna afæturnar og viðskiptavinir þeirra eftir björgunarsveitunum og finnst það þá eðlilegasti hlutur í heimi að kalla þær til, eigin skinni til bjargar!
Verslum fyrir eigin hag og öryggi, verslum flugeldana hjá björgunarsveitunum! Sneiðum hjá þeim flugeldasölum sem selja þennan varning ekki í samfélagslegum tilgangi.
Munum að flugeldar geta verið dauðans alvara sé leiðbeiningum um meðferð þeirra ekki fylgt.
![]() |
Versnandi veður fyrir norðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2012 kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðileg jól
24.12.2012 | 10:46
Ég óska bloggvinum mínum, sem og öðrum lesendum bloggsins, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Ég þakka allar heimsóknir, jafnt sem athugasemdir á blogginu á árinu sem er að líða.
.
Kærar jólakveðjur,
Axel Jóhann Hallgrímsson
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Verður strokukrimminn 14. jólasveininn?
24.12.2012 | 00:29
Löggjöf okkar virðist svo galin að afleiðing af stroki Matthíasar Mána verður vart annað en kertum skreytt terta á Hrauninu með áletruninni velkomin heim þegar til hans næst og hann verið færður aftur til síns heima.
Á Íslandi hefur það nákvæmlega engar afleiðingar að strjúka úr fangelsi, það telst ekki til afbrota og hefur engin áhrif á refsivist viðkomandi.
Þetta er ekki það eina sem er galið, menn eru víst farnir að senda út skilaboð til krimmans og höfða hans "betri manns" að gefa sig fram því ættingjar hans megi ekki til þess hugsa að hann eyði jólunum einn og vinalaus! Það er hreint út sagt óbærileg hugsun öllu rétthugsandi fólki að þessi mannvinur fari á mis við hlýju og kærleika jólanna.
Þessi "maður" á nákvæmlega enga samúð eða skilning skilið. Hann hefur af fullum ásetningi hótað konu lífláti, konu sem hefur í angist sinni yfir frelsi hans ekki séð sér annað fært en að flýja land af ótta við þetta afstyrmi.
Samt hafa sumir lagst svo lágt að gera þetta afstyrmi nánast að hetju á blogginu, af ástæðu sem sálfræðingar framtíðarinnar munu eflaust velta fyrir sér.
Ég sé að sá sem af mestri tilfinningasemi gekk fram, af einhverri óútskýrðri andúð í garð fangelsismálastjóra, hefur núna fjarlægt sín skrif, en eftir situr hans skömm.
Rimlaskellir heitir jólasveininn fjórtándi, fáir vilja hans heimsókna njóta.
![]() |
Ekkert útilokað nema Litla-Hraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Komdu inn í hlýjuna" - já einmitt!
20.12.2012 | 20:30
Þannig auglýsir verslanamiðstöðin Kringlan en þvílík öfugmæli.
Nýlega varð uppvíst að Kringlan rukkar góðgerðasamtök um tugi eða jafnvel hundruð þúsundir fyrir sölustæði í hlýjunni á göngum verslunarmiðstöðvarinnar í mánuði hverjum.
Nýskeð er að Kringlan, af allri sinni hlýju, úthýsti markaði einum á hans fyrsta starfsdegi.
Ástæðan var einföld: Að mati annarra verslunareigenda í Kringlunni okraði markaðurinn ekki nægjanlega á sinni söluvöru. Markaðurinn seldi sína vöru sem sagt OF ódýrt.
Gefum því Kringlunni, með allri okkar hlýju, frí fyrir jólin!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einföld lausn á morðárásum í skólum - vopnum kennarana!
18.12.2012 | 20:52
Obama forseti er milli steins og sleggju í vopnabrjálæði landa sinna. Það er alveg sama hvað hann gerir, hann stígur allstaðar á skottið á viðkvæmum atkvæðum. Það er höfuðótti allra pólitíkusa, sem hafa ekki bein í nefinu.
Obama íhugar, að sögn, að færa byssulöggjöfina aftur fyrir 2004 þegar Bush karlinn rýmkaðir hana því hann taldi nauðsynlegt að hríðskotabyssur yrðu staðalbúnaður sem flestra heimila.
Af ótta við að hríðskotabyssur, eins og sú sem notuð var í voðaverkunum í Newtown, verði bannaðar, streyma Bandaríkjamenn nú og sem aldrei fyrr og í kapp við tímann, í byssubúðir til að tryggja sér þessi nauðsynlegu heimilistæki.
Það kemur ekki á óvart að Repúblikanar fái hland fyrir hjartað sé það nefnt að takmarka þurfi möguleika Bandaríkjamanna á að nýta sér meintan stjórnarskrárbundin rétt þeirra til að drepa samlanda sína.
Rick Perry ríkisstjóri í Texas, sem átti sér þann draum að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í síðustu kosningum, en náði ekki einu sinni upp í þann gáfumannaflokk, hefur snjalla og einfalda lausn á síendurteknum skotárásum í skólum landsins.
Repúblikanalausn Perry er auðvitað ekki sú að fækka byssum eða aðgengi að þeim, ó-nei. Hann Perry karlinn vill ekki flóknar lausnir, hann vill hafa þetta einfalt og gott.
Þá er auðvitað rökrétt framhald á ruglinu að vopna börnin ef ske kynni að kennarinn færi af sporinu.
![]() |
Obama vill banna hríðskotavopn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.12.2012 kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Falshundar
17.12.2012 | 13:41
Úldin falsslepjan flæðir af Vilmundi Jósefssyni og Vilhjálmi Egilssyni hjá Samtökum Atvinnulífsins þegar þeir setja upp sakleysissvipinn og segja SA ekki ætla að hafa frumkvæði að því að stofna til átaka á vinnumarkaðnum.
Ekki er nema rúmur mánuður síðan þessir sömu lúsablesar lögðu blessun sína yfir fyrirhugaða verkbannsaðgerð LÍÚ.
![]() |
Ætla ekki að segja upp samningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jóla kreditkortareikningurinn kemur í febrúar eins og venjulega
13.12.2012 | 11:39
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kallar hann þetta drasl - skóflur?
11.12.2012 | 10:02
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í hverju liggur munurinn?
10.12.2012 | 14:28
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pissað í skó Samtaka atvinnulífsins.
10.12.2012 | 11:52
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dýr byssa
9.12.2012 | 10:42
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bæta ímynd sína
8.12.2012 | 16:10
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niðurgreiðum þjónustu særingarmanna
8.12.2012 | 13:32
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
"Hver er þessi Prins Póló"?
8.12.2012 | 11:48
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gott mál
7.12.2012 | 15:14
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skítlegur sparnaður
4.12.2012 | 10:26
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fastir liðir eins og venjulega.
4.12.2012 | 09:18
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
"Gyðingahatri íslenskra vinstrimanna" vísað til föðurhúsanna
2.12.2012 | 14:15
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2012 kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (44)
Er blaðamennska vinna?
2.12.2012 | 01:13
Fréttir | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ný dögun Framsóknar
1.12.2012 | 18:58
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2012 kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)