Bloggfćrslur mánađarins, september 2009

Sigmundur Er... verđur fyrir svörum

Í viđleitni sinni ađ fá krassandi frétt um stöđuna innan Samfylkingarinnar hringir mbl.is í Sigmund Er...  en ţví miđur fyrir Moggann virđast ţeir hafa hitt á kappann allsgáđan.

Sigmundur Er... veđur ekki í vitinu, í glasi eđur ei. Hann verđur seint blađafulltrúi Samfylkingarinnar trúi ég.


mbl.is Stendur og fellur međ VG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Já, já, já,....

Međ ţessu fjandans forćđi verđur gyrt fyrir alla möguleika á launahćkkunum í náinni framtíđ, ţví hćkki launin hćkka afborganir vonlausra lána. 

"Gábulegt" eins og einhver sagđi.

Eru ţađ talsmenn félagshyggjuflokkana sem standa fyrir ţessu?

Sé verđtrygging lána vitlaus ţá er binding lána viđ launavísitölu enn vitlausari og háskalegri.

Til fjandans međ ţessa hugsun Árni Páll og ef ţetta er ţađ besta sem ţú getur upphugsađ fyrir ţína umbjóđendur, ţá til fjandans međ ţig!

PS.

Međ ţessu verđa laun múlbundin nćstu ţrjátíu árin.

Hvar er helvítis gráskeggjađa hagfrćđinga stóđiđ á ASÍ núna? Er veriđ ađ rýna í Friedman?

 
mbl.is Borgađ af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég...

..."fíla" ţetta.

 


mbl.is Fíll á flótta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ungir Framsóknarmenn sjá ljósiđ.

Ţađ ćtti ađ vera forgangsmál ađ skaffa ungum Framsóknarmönnum allar hugsanlegar getnađarvarnir og algerlega frítt.

Ţađ verđur ţjóđhagslega hagkvćmt,  ţegar til lengri tíma er litiđ. Whistling


mbl.is Ungir framsóknarmenn vilja ódýrari getnađarvarnir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Auđbjörgin kveđur

Auđbjörg HU 6 ex Hinrik, 22. tonna eikarbátur smíđađur á Akureyri 1960  fór í sína síđustu ferđ í dag. Báturinn var keyptur til Skagastrandar 1977 en hefur veriđ munađarlaus og stađiđ út á görđum í dráttarbrautinni á Skagaströnd í nokkur ár.

Í dag var hann dreginn yfir á sleđa dráttarbrautarinnar og velt út af honum ađ austanverđu. Ţar bíđur öflugt tćki sem mun á morgun brjóta bátinn mélinu smćrra og undirbúa hann fyrir útför og greftrun.

Fleiri myndir af atburđinum á myndasíđu síđuhöfundar.

Axel Johann 28-09-2009 005 

Axel Johann 28-09-2009 085

Axel Johann 28-09-2009 110

Fleiri myndir vćntanlegar á morgun.

 


Davíđ á topp 25

Davíđ er ađ gera ţađ gott, hann er ađ mati Time einn af 25 einstaklingum í heiminum, sem hvađ mesta ábyrgđ bera á fjármálakreppunni. 

Ţađ ţarf ţví ekki ađ koma á óvart ađ ţessi ráđning í stöđu ritstjóra  Morgunblađsins veki athygli erlendis, hjá siđuđu fólki.

Íslendingar hafa fátt annađ gert frá hruninu en ađ skjóta styrkari stođum undir ţá skođum erlendis ađ hér búi gjörspillt og siđlaus ţjóđ, sem ekkert gott eigi skiliđ.


mbl.is Ráđning Davíđs vekur athygli ytra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hverjir eiga ađ vera undanţegnir lögum?

Ráđherrar og önnur fyrirmenni ásamt listaelítunni í Evrópu ná vart upp í nefiđ á sér af hneykslan yfir ţeirri ósvífni Bandaríkjamanna ađ ćtla sjálfum Roman Polanski ađ standa reikniskil gjörđa sinna fyrir ađ misnota barn kynferđislega.

Hvađa skilabođ er ţetta liđ ađ senda?

Ég leyfi mér ađ efast stórlega um ađ ţeir, sem telja ástćđulaust til ađ amast viđ barnamisnotkun leikstjórans, vćru jafn áhugasamir ef ţetta hefđi veriđ ţeirra barn.

 
mbl.is Ćtla ađ óska eftir lausn Polanskis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Páfinn kastar grjóti úr glerhýsi sínu.

Ţađ má án vafa gagnrýna framkvćmd kommúnismans, sem var langt frá hugmyndafrćđinni.

En ţađ sama má segja um kirkjuna og ţá ekki hvađ síst ţá kaţólsku, framkvćmd hennar á kennisetningunum til kúgunar á söfnuđum sínum á lítiđ skylt viđ raunveruleikan og bođskap Krists.

Fall kommúnismans er vissulega vatnaskil í veraldarsögunni en ţađ mun falla í skuggann ţegar kemur ađ falli páfadómsins í Róm ásamt öllu ţví hrćsni- og spillingarliđi sem ţađ elur.


mbl.is Fagnađi falli kommúnismans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hverju skila háir skattar af engu?

Ţađ kann ađ ráđa úrslitum ađ Íslenska ţjóđin standi undir ţeim drápsklyfjum sem á hana hafa veriđ lagđar ađ Drekasvćđiđ skili landinu tekjum í framtíđinni.

Skattlagning af ţeirri starfsemi sem svćđinu tengist má ekki vera međ ţeim hćtti ađ enginn sýni verkefninu áhuga.

Ţar sem megin tilgangur skatta er ađ afla Ríkinu tekna,  má ekki fara yfir ákveđin ballans, ţá fer skattlagningin ađ vinna gegn sjálfri sér og tilgangi sínum.

Háir skattar af engum tekjum af Drekasvćđinu skila ţjóđinni engu. Hafi sá skattarammi sem sniđin hefur veriđ ađ hugsanlegri olíuvinnslu fćlt áhugasama frá verkefninu ţarf ađ breyta honum.

Verđi ţađ ekki gert verđur engin olía unnin á svćđinu, ţótt hana kunni ađ vera ađ finna ţar í miklu magni.

Vonandi er  ţađ ekki tilgangur skattlagningarinnar.


mbl.is Getgátur um gríđarlegar olíulindir á Drekasvćđinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mogginn í uppsveiflu?

Óskar Magnússon sagđi  í Kastljósinu áđan ađ starfsmenn Moggans hefđu haft áhyggjur af ţví ađ hann, myndi međ ađkomu sinni ađ blađinu, reyna ađ hafa áhrif á ritstjórn ţess.  Ţađ hefđi ekki gerst!! 

Ha...!!  HALLÓ!  Er uppsögn ritstjóra vegna ritstjórnarstefnu hans ekki afskipti af ritstjórn blađsins? Geta afskiptin orđiđ öllu meiri?

slćmt blađMorgunblađiđ hefur alla tíđ notiđ mikils trausts landsmanna,  ađ sögn Óskars, og ţađ traust var ađ aukast!! 

Og ţá er ritstjórinn rekinn ásamt lunganu af reyndustu og hćfustu blađamönnum blađsins!  Já, einmitt!

Og til ađ bíta höfuđiđ af skömminni er einn umdeildasti mađur samtímans og um leiđ einn helsti gerandinn í ţeim málum, sem hvađ mest hafa veriđ og munu verđa í fréttum nćstu misserin, Davíđ Oddson, ráđinn til ađ ritstýra fréttum um hruniđ og órjúfanleg tengsl hans viđ ţađ beint og óbeint!

Ef ţessi gjörningur verđur til ţess ađ auka traust á Morgunblađinu, ţá á ţessi ţjóđ ţađ skiliđ sem yfir hana hefur duniđ.

 
mbl.is Harmar uppsagnir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband