Styrkja Guddi verður sér til skammar!

Ríkisstjórnin og bæjarstjórnir á Suðurnesjum tóku höndum saman í dag að ryðja úrbótum í atvinnumálum svæðisins braut. Það var ánægjulegt að heyra þann samhljóm sem var í Árna Sigfússyni bæjarstjóra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í Kastljósinu áðan. Við vinnum okkur ekki  upp úr kreppunni nema menn beri gæfu til að leggja pólitískan ágreining til hliðar, snúi bökum saman og rói að sama markmiði.

Þeir voru óvenju aumlegir Sjálfstæðismennirnir á Alþingi í dag og urðu sér illa til skammar því þeir höfðu ekkert annað til málana að leggja en háð og spott. Það var athyglisvert að þar fór styrkja Guddi, með öll sín óuppgerðu mál, fyrir lúðaliðinu og sló hvert vindhöggið eftir annað í misheppnaðri tilraun sinni að vera fyndinn. 

Það er greinilegt að Sjálfstæðismenn ætla  engu að breyta, þeir ætla áfram að þvælast fyrir úrlausnum og umbótum af þeirri ástæðu einni að þær eru ekki á þeirra forsendum.  Getur skömm formanns og þingflokks Sjálfstæðisflokksins orðið öllu meiri?

Þetta er nú auma helvítis liðið!


Enn eitt höfðatöluheimsmetið

Það eru sjö háskólar á Íslandi. 7 háskólar í 310.000 manna þjóðfélagi!  Einn slíkur á hverja 44 þúsund íbúa, er þetta hægt? Hvernig getur þetta gengið, hvernig datt mönnum þessi vitleysa í hug í upphafi?

Þessari vitleysu þarf að linna, eðlilegt væri að tveir háskólar væru á landinu, þótt mannfjöldi landsins beri það varla, einn í Reykjavík og hinn á Akureyri.

En það er viðbúið að smákóngarnir berjist hart gegn skynseminni, ekkert nýtt í því.


mbl.is Breytt afstaða rektors óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er álíka spennandi ...

...lestrarefni og væntanleg bók um sögu kertagerðar á Hveravöllum.

 
mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er sjóhræddi Bjarni að vilja upp á dekk?

seasickNei, er hann Bjarni sjóhræddi ekki að kíkja upp á dekk  að gá til veðurs? Athuga hvort óveðrið sé gengið yfir og skollin á rjómablíða svo stjórnarandstaðan geti skriðið upp á dekk úr felustöðum sínum og látið mannalega?

Bjarni hefur sagt að stjórnarandstöðunni komi ekki við það óveður sem af þeirra völdum gengur yfir landið og miðin, þeir hafi ekki verið kosnir til að leysa þau vandamál, til þess sé stjórnin.

Já Bjarni, haltu þig neðanþilja og hjúfraðu þig upp að kjölsvíninu, þú ert best geymdur þar, alltaf!

  
mbl.is Meinum ekkert með þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei þér Bush

TortureDevices-ePyntingar við yfirheyrslur hafa þann augljósa kost  að oftast er hægt að ná fram þeim upplýsingum sem yfirheyrendurnir sækjast eftir á skjótan hátt.

En þessi yfirheyrsluaðferð hefur þann leiða ókost að upplýsingarnar og játningar sem fanginn gefur eru ekki endilega sannleikurinn sem slíkur, heldur aðeins sá „sannleikur“ sem kvalararnir vilja heyra hverju sinni.

Það væri vandalaust með þessum aðferðum að fá Bush karlinn til að játa að hann hefði krossfest Krist og CIA væri eflaust tilbúið að trúa því, henti það hagsmunum Bandaríkjanna.

   


mbl.is Bush heimilaði vatnspyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta efni er stranglega bannað innan 56, nei segjum 76..... til öryggis!

 

sp01

sp14

sp25

 

Hér má sjá meira, hafi menn maga fyrir slíkt.


CCR

Down on the corner Veðrur það betra?

Verða skattar lækkaðir...

...á afgangsstærð landsins, sem almennt er kölluð landsbyggðin, þegar opinber þjónusta þar verður ekki orðin nema svipur hjá sjón miðað það sem gerist á forgangssvæði landsins, sem almennt er kallað höfuðborgarsvæðið? Eða á landsbyggðarfólkið, sem verður...

Njósna Íslendingar um aðra Íslendinga fyrir Bandaríkin?

Það er engin spurning að hér á landi eru stundaðar víðtækar njósnir um fólk í þágu Bandaríkjanna. Það er enginn hörgull á fólki hér á landi sem liggur eðli til að sýna Bandaríkjunum meiri hollustu en eigin landi. Engin veit hvað svokölluð greiningadeild...

Mulningur #60

Þegar konan kemur heim úr vinnunni, þá liggur Hannes, maðurinn hennar, sem endranær á sófanum fyrir framan sjónvarpið og horfir á enska boltann. „Það er mér gersamlega óskiljanlegt Hannes“, segir konan, „að af milljónum sæðisfrumna...

Er þetta hægt Össur?

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra hefur verið ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO með fullum stuðningi Íslenskra stjórnvalda. Ráðning Árna væri svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi sami Árni...

Er misgengi í Geir?

Samkvæmt frétt á Vísi.is neitar Geir H. Haarde að mæta fyrir Héraðsdóm til að bera vitni í skaðabótamáli hlutdeildarskírteiniseigenda á hendur ríkinu. Var Geir ekki búinn að lýsa því yfir að hann hefði hreina samvisku og mætti Landsdómi óhræddur og viss...

Og.....

..............?

Tímaflakkari að tala í farsíma 1928!

Það er makalaust bullið sem sumum getur dottið í hug og enn furðulegra hve margir kaupa svona vitleysu athugasemdalaust. Tímaferðalag er og verður aldrei annað er draumórar sem betur fer. Þá væru, ef að líkum lætur, milljarðar manna úr framtíðinni á...

Ég er ekki einn um að hafa skotið sjálfan mig í fótinn

Þessi byssufrétt frá Bandaríkjunum er frétt vikunnar að mínu mati. Hvað er dásamlegra en að eiga byssu til að verja sig og skjóta svo sjálfan sig í fótinn í svefni. Nú er stóra spurningin hvort hinn bandaríski Sandford Rothman losi sig við byssuna, til...

Því verr gefast heimskra þingmanna ráð sem fleiri koma saman

Er þetta reiknisdæmi bara bundið við Vestfirði? Er þetta ekki einfaldlega hin sorglega staðreynd í sambandi við niðurskurðarhugmyndir í heilbrigðiskerfinu hringinn í kringum landið? Sparnaðurinn verður óverulegur en útkoman verður þriðja heims...

Íslendingar eru eftirsóttur vinnukraftur.

Það kemur ekki á óvart að læknar sæki utan í leit að atvinnu enda eru þeir eru ekki einir um það. Þeir eru aðeins lítill hluti af öllum þeim fjölda fólks sem hefur undanfarin misseri þurft að fara utan í leit að lífsviðurværi. Íslendingar eiga auðvelt...

Var lausnin á skuldavanda heimilanna send með flöskupósti?

Nú er bara spurningin, hvort lausnir ríkisstjórnarinnar á skuldavanda heimilanna, sem allir hafa beðið eftir með óþreyju frá stofnun stjórnarinnar, hafi verið send með flöskupósti og þá hvaðan?

Skrifað í sandinn

Það var haft eftir einhverjum gúrú hjá Siglingastofnun nýlega að enginn sandur hefði borist inn í Landeyjarhöfn, hann væri svo vinsamlegur að safnast fyrir, fyrir utan höfnina. Raunar tala þeir ekki um sand hjá stofnunni, þetta eru víst allt gosefni sem...

Frjálsar handfæraveiðar

Það eru daglegar skoðanakannanir á heimasíðu Útvarps Sögu, misgáfulegar eins og gengur. Ný könnun var sett inn í hádeginu í dag. Spurt er ; Vilt þú leyfa frjálsar handfæraveiðar? Ekkert nema gott eitt um það að segja en mig langar aðeins til að vita...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband