Er Sænska leiðin, ....
28.7.2009 | 11:49
....sem var sögð lausn lausnanna, ekki að virka?
Skrítið.
Gaman verður að heyra skýringu talsmanna sænsku-dásemdarinnar á þessu.
![]() |
Götuvændi eykst á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég var að breytast í „Bandaríkjamann“ – smá offitusaga
27.7.2009 | 18:36
Hugsunin um hinn dæmigerða Bandaríkjamann, flesta nokkuð yfir kjörþyngd og alltof marga verulega yfir henni og alltof, alltof marga langt yfir sinni kjörþyngd er ekki jákvæð og uppbyggileg, sér í lagi ef hún hittir mann sjálfan fyrir.
Undanfarin ár hef ég verið að fitna hægt en örugglega
Mér hefur líkt og öðrum sem líkt er ákomið með hlotnast flestir ókostir offitu. M.a. var mér færð sú frétt í byrjun árs að áunnin sykursýki hefði gert vart við sig og lyf við henni myndu bætast í safnið. Einu hélt ég þó óbreyttu, það var styrkur fótanna, ég gat gengið nánast í það óendanlega ef því var að skipta.
Konan hafði gefið mér hundinn Bangsa fyrir nokkrum árum, örugglega í og með til þess að ég hreyfði mig meira. En ég leysti ríka hreyfingarþörf hundsins oft með því að keyra hann á hentuga staði og fylgdist svo grannt með honum stunda alla okkar hreyfingu, sem hann gerði svikalaust.
Við þetta offituvandamál mitt bættist að ég varð atvinnulaus í október á síðasta ári og hef verið þar til nýlega.
Í byrjun febrúar á þessu ári þegar vigtin hrópaði á mig að það væri farið að halla í 143 kílóin þá varð mér endanlega ljóst að ég væri kominn langleiðina í hvíta kassann. Þá ákvað ég af fullri alvöru að nú væri nóg komið og nú yrði sett í bakkgír.
Bíllinn var alfarið skilinn eftir heima þegar við Bangsi fórum í labbitúrana. Oft var genginn 3ja km hringur út á Bót og heim aftur, og aldrei sjaldnar en tvisvar á dag, alla daga auk styttri ferða.
Oft er ráðlagt af sérfræðingum að til megrunar þurfi að gjörbreyta matarræðinu. Hvað mig varðaði var svo ekki. Eina breytingin á matarræðinu, fyrir utan að borða ögn minna en áður, var að ég hætti alfarið að drekka mjólk, en hana hafði ég ofnotað, hreint út sagt.
Hvað mig varðaði skipti ekki máli, til megrunar, hvað fór ofaní mig, heldur magnið, auk þess að brenna meiri orku með meiri hreyfingu.
Vigtin sagði mér í dag að ég væri 118,2 kg. Ég er að vonum býsna ánægður með árangurinn. Rúm 24 kíló farin án nokkurra erfiðleika á rúmum fimm mánuðum.
Mér er létt í allri merkingu þess orðs.
Tilgangur minn með þessari grein er ekki að monta mig, heldur benda þeim sem líkt er ákomið og mér að megrun er vel framkvæmanleg án verulegra erfiðleika eða kostnaðar.
Ekki er nauðsynlegt að kaupa sér dýra tíma í líkamsræktum og sprikkla í litríkum búningum til að ná árangri.
![]() |
Yfir 25% Bandaríkjamanna þjást af offitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Í kvöld kl. 23:15 gerist það góðir hálsar.
27.7.2009 | 11:57
Lára Ólafsdóttir sjáandi hefur spáð fyrir um öflugan jarðskjálfta á Krýsuvíkursvæðinu í kvöld kl. 23.15 og skjálftinn verður að sögn mjög öflugur.
Óstaðfestar fregnir herma að Lára hafi áður varað Veðurstofuna við fyrirfram um nokkra fyrri skjálfta.
Það er rétt fyrir þá sem taka svona alvarlega og eru á hættusvæðinu að gera viðeigandi ráðstafanir. Ég er hinsvegar efasemdarmaður og læt mér fátt um finnast.
Spennan eykst örugglega þegar líður á kvöldið, svo er bara spurningin hvort spennulosunin kl 23:15 verður í jarðskorpunni eða íbúum svæðisins.
.
![]() |
Spurt um jarðskjálftaspádóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Minkurinn verður fulltrúi hænsnanna.
26.7.2009 | 21:04
Ég hef áður lýst skoðun minni á Jóni Bjarnasyni sem ráðherra, sé ekki ástæðu til að endurtaka það. Jón er nú sem stendur ráðherra beggja þeirra málefna sem mest verður tekist á um í komandi Evrópusambands aðildarviðræðum.
Ekki þarf að fara í grafgötur með persónulega skoðun ráðherrans á aðildarumsókn að Evrópusambandinu og því er borin von að hann muni hafa snefil af áhuga á að vinna málinu því brautargengi að færa okkur nær aðild.
Að tefla Jóni Bjarnasyni fram sem aðalmanninum í landbúnaðar og sjávarútvegsmálum er rétt eins og fela minkinum að tala máli hænsnanna.
![]() |
Vill fresta umsóknarferli ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er allt hægt með LEGO
26.7.2009 | 19:41
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Duldar meiningar.
25.7.2009 | 20:53
Það hlýtur að vera krafan að fulltrúar AGS og norræna lánastofnana, sem hafa lofað okkur lánum, leggi spilin á borðið, tali hreint út, hætti að tala undir rós og skjóta að okkur misvel dulbúnum meiningum og beinlínis hótunum.
Það ber eitthvað nýtt við ef hótanir fara vel í Íslendinga. Það er sannarlega óvænt, ætli Norðurlöndin að bregða fyrir okkur fæti á þennan hátt.
Atli Gíslason er örugglega ekki einn um að meta afstöðu sína til málsins frá þessum sjónarhól.
![]() |
Vill að AGS leggi spilin á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þrjú hjól undir bílnum.....
24.7.2009 | 20:24
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Johnny be good
24.7.2009 | 17:05
Eiga gestir að skrifa nafn sitt á Höfðann ??
24.7.2009 | 13:13
Tilfinningalegar ógöngur?
24.7.2009 | 10:41
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ug-andasave?
23.7.2009 | 14:50
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugsanlegur sonur binLaden líklega 85% dauður!
23.7.2009 | 12:46
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Svínaflensu“ þráhyggja fjölmiðla
22.7.2009 | 22:33
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvað, á að grafa Halldór karlinn upp...
22.7.2009 | 17:39
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ,æ þetta er...
22.7.2009 | 12:08
Það verður seint frétt að....
22.7.2009 | 09:03
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tók það þessa miklu tækniþjóð....
21.7.2009 | 00:48
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Finnair góðan daginn!
20.7.2009 | 23:54
Ferðalög | Breytt 21.7.2009 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hver er tilgangurinn?
20.7.2009 | 13:22
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Höldum til Mars
20.7.2009 | 13:03
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)