Simon Cowell, Höttukolla og nýríki Nonni

Hver ekkifréttin rekur aðra á mbl.is þessa dagana. Fréttir sem hafa minna en ekkert fréttagildi og engan sýnilegan tilgang annan en að þjóna uppbelgdum þjóðernishroka.

Hverjum hefði dottið það í hug að jólaleikrit í sunnudagaskóla í einskis-manns sveitakirkju einhverstaðar í miðjum einskis-manns afkima í Louisiana rataði í fréttir á Íslandi.  

Jú einmitt - þegar  auka-aukaleikarar í uppfærslunni reynast vera „íslenskir“. Fjórar kindur af íslensku eðalkinda kyni ráðgera að stíga á svið um jólin og hefja með því glæstan leiklistarferil. Þær munu eflaust leggja Höllívúúd að klaufum sér eins og aðrir vaskir leikarar héðan að heiman hafa gert.

Karlrembu montvindhaninn Simon Cowell  mismælti sig eitthvað um uppruna á íslensku lagi og hvað gerist? Jú einmitt- allt fer á hliðina á Mogganum og gott ef prentun blaðsins var ekki stöðvuð í miðju kafi til að skipta um forsíðu.

Svo er það þessi frétt um einhvern „nýríka Nonna“ sem bókstaflega elskar íslenska grjótið á húsgólfi sínu í Las Vegas. Svo mikið elskar Nonni íslenska gólfið sitt að hann hefur sett það á sölu og er tilbúinn að taka matador peninga sem greiðslu, losni hann bara við fjandans gólfið.

 


 


mbl.is Velur bitcoin og íslensk gólfefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfars mella

 

"Farþegaskip með um 2.000 farþega innanborðs strandaði í grennd við Finnland fyrr í dag. Enginn farþeganna slasaðist og héldu þeir ró sinni eftir slysið, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu Viking Line.

Stefnt var að því að reyna að fjarlægja skipið af vettvangi í kvöld og draga það til hafnar. Ekki er talið að vatn leki inn í skipið og eru farþegarnir öruggir um borð.

Skipið, sem gengur undir nafninu Amorella, var fyrst sjósett árið 1988. Það er um 170 metra langt og rúmar 2.480 farþega".

 

Sá sem skrifar þessa undarlegu samsuðu er greinilega alveg "strand í grennd" við íslenskt mál.

 


mbl.is Strandaði við Finnland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins þingmanns þjóðarsátt

Vigdís Hauksdóttir hefur gert einsmanns þjóðarsátt. Hún virðist hafa náð nokkuð víðtæku samkomulagi við sjálfa sig, það eitt og sér er meira afrek en marga grunar. Þingmaðurinn hefur fram að þessu ekki getað blikkað augunum eða snúið sér við án þess að skipta um skoðun.

En þjóðarsátt Vigdísar virðist ekki ná út fyrir þingmanninn. Grundvöllur þjóðarsáttar er að víðtæk sátt sé um þau mál sem á þjóðinni brenna. Hefur það gerst?

 

Er þjóðarsátt um skattaskjaldborgina sem silfurskeiðastjórnin hefur slegið um auðmenn?

Er þjóðarsátt um sjúklingaskattana?

Er þjóðarsátt um kvótamálin og veiðigjöldin og leynimakkið við LÍÚ?

Er þjóðarsátt um afnám desemberuppbótar á atvinnuleysisbætur?

Er þjóðarsátt um "skuldaleiðréttinguna"?

Er þjóðarsátt um aðförina að RUV?

Er þjóðarsátt um skoðun Vigdísar Hauksdóttur á þróunaraðstoð?

Er þjóðarsátt um eitthvað eitt sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir?

 

Svona má spyrja um afgreiðslur ríkistjórnarinnar, á hverju málinu á fætur öðru og svarið er því miður alltaf nei.

Heldur einsmanns þjóðarsátt Vigdísar, eða verður það fyrsta frétt morgundagsins að þjóðarsáttin sé í uppnámi? Eða lifir hún svo lengi?


Störukeppni í uppsiglingu

 

Þá er bara að sjá hvort gefur sig fyrr í væntanlegri störukeppni á nýju ári, ráðvillt ríkisútvarpið eða hin stórláta kona að vestan.


mbl.is Ætlar að skrúfa fyrir Rás 1 og Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður ársins

Enginn vafi leikur á því að Ólafur Þór Hauksson -Sérstakur saksóknari- er maður ársins!


Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

Ekki myndi það koma verulega á óvart núna,  þegar starf Sérstaks saksóknara er farið að bera sýnilegan ávöxt, að ríkisstjórnin bregði niðurskurðarhnífnum snöggt á starfsemi Sérstaks saksóknara og slái hana endanlega af.

Þarna er jú verið að dæma glæstustu syni ríkisstjórnarflokkana og ávöxt stefnu þeirra. Það gengur auðvitað ekki.


mbl.is Hreiðar gæti fengið 9 ára dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morð var framið - ákært fyrir manndráp af gáleysi

"Fram kemur í ákærunni að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. - Afleiðingarnar voru...

Jólasveinn dagsins er Vökustaur

Vökustaur dregur nafn sitt af illa fengnum silfurskeiðum sem hann fékk undir bæði augnlok stuttu eftir landnám. Hann hefur ekki getað lokað augum eða sofið síðan, því er hugsunin ekki með skýrasta móti. Vökustaur hefur af svefnleysinu fengið augnbauga...

Heyrði raddir....

....og talaði tungum ....á táknmáli! Geri aðrir betur.

Úrkynjuð kynjarétthugsun

Ég sé ekki hvernig það getur verið kynjamismunun að líkamsræktarstöðvar sérhæfi sig í þjónustu við annað kynið, ef eftirspurn er eftir þannig starfsemi. Hvað verður næst í þessari úrkynjuðu kynjarétthugsun? Verða búningsaðstöður sameinaðar í...

Forsetatittlingur

Ef þessi flækingsfugl er nefndur eftir hinum eina sanna Lincoln liggur þá ekki beinast við að hann heiti forsetatittlingur á íslensku? Svo má líka leika sér með þetta áfram, taka skírnarnöfn íslensku forsetanna og nota þau sem forskeyti við...

Frelsishetja í skugga hégómans

Barack Obama heilsaði Raul Castro með handabandi á minningarathöfninni um Nelson Mandela. Það er ekki að sökum að spyrja, fréttamenn snéru umfjöllun sinni um minningarathöfnina samstundis á haus og gerðu handabandið að þungamiðju sinnar umfjöllunar....

Þetta er viðbjóður

Hreinræktuð skítseiði! – Fleiri orð þarf ekki um þessar siðblindu mannleysur.

Fyrsta veirupest vetrarins lögst yfir - bóluefni aðeins fyrir útvalda

Ríkisstjórnin ætlar að auka álögur á ungt fólk, barnafjölskyldur og þiggjendur vaxtabóta til að stoppa að hluta upp í fjárlagagatið sem þeir bjuggu til m.a. með skattaniðurfellingunni á stórútgerðir og lækkun skatta hátekjufólks og auðmanna....

"Frændur okkar" Norðmenn

ESB vonast til að leysa megi makríldeilu sambandsins við Íslendinga og Færeyinga fyrir áramót. ESB hefur lagt fram tilboð sem getur verið samningsgrundvöllur. Það eina sem stendur í veginum fyrir samningum eru „frændur okkar og vinir“...

Er moldvarpan hetja eða skúrkur?

Spurningunni, hvort tölvan sem fannst í Alþingishúsinu hafi verið notuð til njósna um þingmenn og þingheim, er enn ósvarað, þó líkurnar á því hafi aukist nokkuð við þessar síðustu fréttir. Verulegar líkur eru á því tölvan hafi ratað inn í Alþingishúsið...

Hvar væri þessi þjóð á vegi stödd ef ekki væri fyrir breiðu bökin?

Ríkisstjórnarómyndin er með allt niður um sig, allar aðgerðir hennar eru eftiráreddingar, allt fellur á eindaga og svo bíta ráðherrarnir hattinn af skömminni með því að kenna fyrri ríkisstjórn um yfirdrifinn aumingjaskapinn. Stjórnin hefur verið tekin í...

Fangi númer 46664

Nelson Mandela bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína og í mannkynssögunni allri er hann risi. Nafn hans verður um alla framtíð samofið mannkærleikanum. Fangi númer 46664, t akk fyrir þitt risaframlag, takk fyrir brosið í hjarta...

Mömmustrákar "meika" það

Í viðhengdri frétt Smartlandsins er fjallað um einhverja rannsókn sem hampar mömmustrákum sérstaklega. Samkvæmt rannsókninni gengur mömmustrákum betur í lífinu og þeir ná lengra á framabrautinni en aðrir drengir. Hvort eitthvað sé til í því skal ósagt...

Páfi enn við sama heygarðshornið

Páfi hefur ekki skipt um starf, hann er enn útkastari, það eina sem hefur breyst er vettvangurinn. Áður kastaði hann mönnum, sem voru með múður, út af knæpum. Núna kastar hann mönnum, sem ekki makka rétt í trúnni, út í ystu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband