Mulningur #4

   Saga af sjónum.

  USS_Reeves_(CG-24)Sjóliði á USS Reeves á siglingu frá Bandaríkjunum til Japan var sekur fundinn um minni háttar yfirsjón, lækkaður um eitt þrep í tign, dæmdur í sekt og til að ganga aukavaktir í þrjár vikur.

  Inn í þetta tímabil kom afmælið hans, 2. júlí, sem hann hlakkaði mikið til. Þess vegna stappaði hann í sig stálinu með því að þrástaglast á hverri aukavakt á því sama: „Þeir geta dæmt mig, þeir geta sektað mig, en þeir geta aldrei tekið af mér afmælisdaginn minn.“ 

  Spennan magnaðist eftir því sem nær dró afmælisdeginum.  Þegar pilturinn skreið í koju að kvöldi 1. júlí fór hann með þuluna sína venju samkvæmt:  „Þeir geta dæmt mig, þeir geta sektað mig, en þeir geta aldrei tekið af mér afmælisdaginn minn.“

  En næsta morgun komst hann að því að um nóttina hafði skipið farið vestur yfir daglínuna – svo nú var allt í einu kominn 3. Júlí.


Sjaldan verið þörf, en nú er nauðsyn!

eldgosMikið kæmi „smá gos“ sér vel núna, þó ekki væri til annars en dreifa umræðunni örlítið.

Eða þannig.

.


mbl.is Innskot undir Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #3

RútaHann sat fremst í áætlunarbílnum að vestan, gamli maðurinn. Aleinn en greinilega hress og kátur.   

 „Jæja þú ert á leiðinni suður,“ sagði bílstjórinn.   

 „Já svo sannarlega, svo sannarlega,“ svaraði gamli maðurinn hinn ánægðasti.     

„Hvað ertu annars orðinn gamall?“  

„Ég er 95.“  

„Og hvað ertu að gera suður?“  

 „Árgangurinn frá 1915 er að júbílera.“   

 „Það er einmitt. Það geta varla verið margir lifandi úr hópnum, er það?“

  „Nei alls ekki. Síðustu 12 árin hef ég orðið að halda upp á þetta einsamall.“

  

Ef þú ætlar ekki....

....að standa við eigin verk Steingrímur, hvernig getur þú ætlað öðrum að gera það?

Hvaða skilaboð eru þetta?


mbl.is Óvíst hvort Steingrímur kýs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Mikið hálkusvell!“

 

slipperyHvað er mikið hálkusvell?

Er það hálka í öðru veldi?

 

En farið fyrir alla muni varlega á „hálkusvellinu“ það hljómar verulega varasamt.

   
mbl.is Fólk hvatt til að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mulningur #2

Hannes var að læra fallhlífarstökk og flugvélin var að puða sig upp í fulla hæð. „Það er ekkert að óttast,“ sagði kennarinn. „Þú telur bara upp að þremur og kippir svo í spottann. Ef ekkert gerist þá kippirðu í spottann á varafallhlífinni. Svo verður bíll þarna niðri til að taka á móti þér.“

Hannes dró djúpt andann og stökk svo út í loftið. Hann taldi upp að þremur og kippti síðan í spottann. Ekkert gerðist.

Þá kippti hann í spottann á varafallhlífinni. Ekkert gerðist heldur nema nokkrir kóngulóarvefir feyktust út í loftið.

„Andskotinn!“ sagði Hannes. „Ég þori að veðja að það er enginn bíll þarna niðri heldur.“


Yrði bruni og manntjón hvort væru sekari rekstraraðilarnir eða yfirvöld sem gáfu þeim frest til úrbóta á frest ofan?

Það er grafalvarlegt þegar rekstraraðilar skemmtistaða hundsa tilmæli um úrbætur á brunavörnum. En öllu alvarlega er að yfirvöld og eftirlitsaðilar gefi slíkum stöðum frest á frest ofan til úrbóta. Ef húsnæði uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru á...

Mulningur #1

Frumherjarnir Zeb og Marta settust að á nýja landinu. Þau byggðu sér traustan bjálkakofa, slógu upp hlöðu fyrir heyið og reistu gerði fyrir búpeninginn. Svo hengdi Zeb stóra klukku upp í tré og sagði: „Marta, það eru indíánar hér í kring. Ef þú...

Útbreiddur misskilningur

Það er útbreiddur misskilningur að Háhyrningar séu einhver krúttleg gæludýr. Myndin „Free Willy“ á eflaust einhverja sök á þessum ranghugmyndum. Í náttúrunni eru þessi dýr „tígrisdýr hafsins“. Þeir fara létt með að ráðast, þá...

Ég fékk kvörtun í síðustu viku!

Ég var úti að ganga með hann Bangsa minn, eina af 5 til 6 slíkum gönguferðum daglega. Ég hef freistast til þess einstaka sinnum, vitandi af algjöru meinleysi Bangsa, að hafa hann lausan og leyfa honum að nýta sér frelsi einstaklingsins að góðra manna...

Segja af sér.. af hverju?

Ber okkur ekki samkvæmt boðskap Krists að fyrirgefa konu kindinni hennar breyskleika? Er umburðarlyndið og fyrirgefningin, hornsteinar kristinnar trúar, einungis til brúks á tyllidögum eða til hátíðarbrigða? .

Lækkar bensínið í dag?

Nú er heimsmarkaðsverð á olíu á hraðri niðurleið. Það er kunnara en frá þurfi að segja að íslensku olíufélögin eru fljót að bregðast við verð- breytingum á heimsmarkaði og skila þeim til sinna viðskiptavina. Þannig að búast má vil lækkun strax í dag....

Nýjasta nýtt úr Hádegismóum?

Umræddir þingmenn (N.B. ekki ráðherrar) eru ekki nefndir á nafn eða aðrir heimildamenn fyrir fréttinni og myndskeiðið er gallað. Er þetta ekki enn einn Hádegismóa spuninn? Það verður að teljast líklegast því þetta er einhver hálfvitalegasta hugmynd frá...

Guð hatar Ísland og skyldi engan undra!

Icesave og yfirlýsingagleði Össurar eru fráleitt aðal vandamál Íslendinga. Nú er ljóst samkvæmt ÞESSARI VEFSÍÐU HÉR að Guð hatar Ísland. Ekkert minna. Þegar svo er komið er ekki von á góðu. Guð blessi drottninguna! ....eeh...kónginn! .... uhuh...

Ef þetta er nokkuð góð staða Össur minn....

....þá er sannarlega lítt eftirsóknarvert að sjá hana verulega slæma!

Fiskeldið haft til blóra.

Ég var á togara í rúm 14 ár. Það var býsna algengt að í aflanum væru vanskapaðir fiskar, raunar algengara en ætla mætti fljótt á litið. Vansköpun var mun algengari í þorski en öðrum tegundum. Vanskapnaðurinn var ýmiskonar, höfuðin aflöguð, hryggurinn...

Já,..

... þeir vilja það blessaðir! Margt er skrýtið í kýrhausnum.

Nei, nei ekki aftur, ekki aftur.

N-Írlands hryllingurinn má aldrei gerast aftur, allir tapa, allir þjást, enginn ber neitt úr bítum nema hatur og heift. Aldrei aftur, aldrei aftur! . . .

Tökum Gunnar...

...af dagskrá, hans tími er liðinn, finish, kabút !

Í blindri trú

Það er útilokað að Sjálfstæðismenn komi nokkurn tíman til með að sjá Bandaríkjamenn í réttu ljósi. Þeim er í blóð borin þjónkun og undirlægjuháttur í þeirra garð á hverju sem gengur. Sumir þeirra geta vart af sér vatni kastað án þess að Sámur frændi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband