Moggagúlagið

Ég vil trúa því að á Íslandi ríki skoðana og ritfrelsi. En lög takmarka eðlilega hvað hægt er að ganga langt í órökstuddum persónulegum ásökunum án eftirkasta. En mönnum er samt tryggður réttur að tjá sig. Ef ágreiningur kemur upp hvort brotin hafi verið lög, þá er það dómstólana að skera úr um það. Og þá taka menn afleiðingum þess, ef of langt var gengið.

Mbl.is tekur skýrt fram að þeir fyrri sig ábyrgð á skrifum á mbl.is, ábyrgðin sé alfarið bloggarans. Réttilega, en samt rjúfa þeir eigin yfirlýsingu og taka sér vald dómstóla og dæma bloggarann Skúla Skúlason sekan og eyddu öllu bloggi hans. Þetta gerðu þeir í skjóli lögfræðiálits, sem verður aldrei annað en álit uns dómstólar hafa úrskurðað um einmitt það.

Annað hvort er skoðana- og tjáningarfrelsi eða ekki. Það er enginn millivegur.  Það er ekkert til sem heitir 3/4 eða 1/2 skoðanafrelsi. Til eru dæmi þess að lönd í Evrópu hafi gripið til þess að banna ýmis stjórnmálasamtök sem þykja ekki falla inn í stjórnmálaflóru viðkomandi landa. Þar ríkir ekki skoðanafrelsi. Samt kenna þessi sömu lönd sig við lýðræði. 

Hvað þarf að banna margar skoðanir til að það teljist skerðing á rit- og skoðanafrelsi? Eina? Tvær? Eða fleiri? Kannski allar nema eina? Í einflokka Sovét ríkti t.d. svo mikið „lýðræði“ að Stalín náði að fá 103% greiddra atkvæða í kosningu. Fullkomnara verður það vart.

Ég játa það fúslega að það eru til skoðanir sem ég vildi út í hafsauga, en þar sem ég er einlægur lýðræðissinni þá gengst ég undir það að allir hafi rétt á sinni skoðun hversu ógeðfelld hún kann að þykja mér. Á bloggi Skúla var margt sem ég var ósammála, það er minn réttur. Það er hinsvegar réttur Skúla að hafa skoðun sem samrýmist ekki minni.

Mér dettur í hug af þessari umræðu saga sem sögð var um Ford bílasmið. Eins og kunnugt er voru allir Ford T mótel, sem framleiddir voru óbreyttir frá 1908 til 1927,  svartir.  Ford var einhverju sinni spurður hvort ekki væri hægt að fá annan lit.

"Jú, jú", svaraði Ford "þú getur fengið hvaða lit sem er, svo framalega að hann sé svartur".

Þetta minnir á að menn megi hafa hvaða skoðun sem er svo fremi að hún sé rétt.

 


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi kóngur.

Þetta var frábær hugmynd, að fá Árna Sigfússon til að leika sjálfan sig.

Nú þarf bara að útfæra þessa hugmynd á Davíð Oddson. Setja upp stykki um Dabba kóng og fá Davíð til að leika sjálfan sig.

Og á meðan hann er upptekinn við leiklistina má lauma staðgengli í Seðlabankann. Einhvern sem veit t.d. hvað töldust vera margir aurar í einni krónu.


mbl.is Árni Sigfússon leikur sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að berjast og förum í stríð!

Ef þið hættið ekki að herja á okkur munum við hætta að berjast og fara í stríð!

Er það ekki þetta sem klerkurinn er að segja?


mbl.is Sadr gefur lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ullabjak

Oj bara. Að öllu leyti okkar lélegasta framlag frá upphafi.

  


mbl.is Tugir þúsunda skoða Eurovisionmyndband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrefnukjöt er besti matur

Hrefnuveiðimenn búa sig undir veiðar í sumar.  Vonandi munu  veiðarnar ganga  vel. Ekki hefur verið gefin út kvóti í ár, en í fyrra voru veidd 45 dýr. Hrefnukjöt er úrvalsmatur, hollt og gott.

Og ekki hvað síst er neysla á hvalkjöti umhverfisvænni en neysla annars kjötmetis. Það kostar aðeins losun á 1,9 kg af koltvísýringi fyrir hvert kg af hvalkjöti á móti 15,8 kg á hvert kg af nautakjöti, svo dæmi sé tekið.

Þannig að öfgaumhverfisverndarsinnar, samkvæmir sjálfum sér, munu væntanlega éta Hrefnukjöt í hvert mál.

Verði ykkur að góðu!


mbl.is Hrefnuveiðimenn undirbúa veiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklegt samfélag

Mér varð óglatt þegar ég las þessa frétt. Er þetta það sem við munum búa við þegar áhangendum þessa siðleysis hefur fjölgað nægjanlega á Íslandi?


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkt ógeð

Jæja, svo Rocky hefur verið valin besta íþróttamyndin! Og þriðja besta myndin var önnur hnefaleikakvikmynd. Er ekki allt í lægi? Ég er þeirrar skoðunar að hnefaleikar séu eitthvert ógeðslegasta form mannlegra samskipta og eigi ekkert skylt við íþróttir....

Smá neðanbeltis grín

Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo hann fer til læknis. Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera, nema að hann sé tilbúinn að prófa...

Algerlega fréttlaus ekki-frétt

Mér finnst Mbl.is óðum fara halloka gagnvart Vísi.is sem net og blogg miðill. Sumar fréttir virðast skila sér seint og illa inn á Mbl.is. Og renna svo sitt skeið á enda á örskömmum tíma. Svo eru aðrar fréttir sem er haldið inni í langan tíma þrátt fyrir...

Hannes Hólmsteinn fellur á forskólaprófi

Hannes Hólmsteinn var bljúgur í Kastljósi fyrir nokkrum dögum. Sýndi iðrun og komst í gegnum heilt viðtal án þess að svívirða eða niðurlægja nokkurn mann. Ég átti samtal við kunningja minn stuttu eftir þessi umskipti Hannesar. Kunningi minn sagði þetta...

Jón eða séra Davíð?

Það getur tekið mánuði að breyta lögum, nefndir eru að störfum sem eru að fjalla um þessi mál, það þarf að vanda til verka . Þetta eru skilaboð Árna Matt til vörubílstjóra. Ekki var þetta ferillinn þegar keyrð voru í gegnum þingið á nokkrum dögum forðum,...

Sumarólympíuleikarnir í Kína 2008

Nokkuð hefur þess gætt undanfarið, að þess væri krafist af ýmsum aðilum, innlendum sem erlendum, að stjórnvöld viðkomandi landa hættu við þátttöku í Ólympíuleikunum í sumar til að mótmæla framkomu Kínverja við Tíbeta og öðrum mannréttindabrotum þeirra....

Táningafrelsið er líka fyrir rugludalla.

Það segir kannski allt sem segja þarf um almennan hugsunarhátt múslima, þegar leiðtogar múslima í Hollandi hvetja þá til að ráðast ekki á „Hollendinga“ . Eru þeir loks að átta sig á að þeir hafi gengið of langt, eða býr eitthvað annað að...

Lagt fyrir sjónvarpi með haglabyssu

Þeir eru fljótir að grípa til byssunnar Kanarnir við lausn ýmissa vandamála og með misjöfnum árangri. En við lestur fréttarinnar rifjaðist upp gömul saga ekki ósviðuð. Fyrir allmörgum árum fluttu frá Sauðárkróki til Skagastrandar þrír bræður. Þetta voru...

Öðlingar eða sori mannkyns?

Fólk býr í gámi á lóð Bergstaðastrætis 16 í Reykjavík, en verktaki er víst um þessar mundir að gera það hús upp. Engin hreinlætisaðstaða er í gámnum og því skvetta íbúarnir úr næturgögnunum út fyrir gáminn. Ekkert hægt að gera, segir lögreglan, þar sem...

Hvenær er klám list og hvenær er list klám?

Nú verða boðnar upp nektarmyndir af Carla Bruni forsetafrú Frakklands hjá Christie´s í Apríl og búist er við að rúm 300 þúsund fáist fyrir myndirnar! „Milena Sales, talsmaður Christie's, sagði að ekkert væri óeðlilegt við að selja nektarmyndir af...

Frábært!

Fyrsti þáttur úr nýrri Íslenskri 4 þátta glæpaseríu, Mannaveiðar, var sýndur á RUV í gærkveldi. Ef marka má þennan fyrsta þátt þá hefur vel tekist til. Áhugaverð saga, góð spennuuppbygging, góð persónusköpun og leikarar komast vel frá sínu. Ég bíð...

Hvenær er mynd af Múhameð mynd?

Snemma í dag skrifaði Hjörtur J. Guðmundsson ágæta grein á blogg sitt Hægrisveiflan þar sem hann reiknar með mótmælum múhameðstrúarmanna við myndbirtingum af Múhameð. Ég skrifaði athugasemd við þá grein og birti hana hér sem sjálfsætt blogg....

Umhverfisvænn flokksleiðtogi.

Þau eru víða augun og eyrun. Og því er eins gott að hugur fylgi máli þegar stjórnmálamenn eru að gera sig græna og væna í augum almennings. Eins og sannast hefur á David Cameron leiðtoga íhaldsflokksins breska. „Fyrir tveimur árum, skömmu eftir að...

Sigur eða dauði

Japaninn Yuichiro Miura á góða möguleika að setja met. Ef hann verður ekki elsti maður til að ná tindi Everest þá á hann mikla möguleika til að verða elsti maðurinn, sem fjallið banar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband