Kjarnakonur eða meðalmenn
8.8.2011 | 21:12
Tímamót eru í framundan í konunglega breska flotanum þegar kona tekur í fyrsta sinn við stjórn herskips.
Sarah West, sem er 39 ára, mun taka við stjórn herskipsins HMS Portland.
Sarah var, að sögn, valin til starfans vegna: ....leiðtogahæfileika sinna, öryggis, siðferðislegs hugrekkis, góðrar dómgreindar og framúr- skarandi mannlegra eiginleika.
Ætli þessi sama formúla sé notuð þegar karlar eru valdir í stöður skipherra í hinum konunglega flota?
Eða ætli hún hafi verið samin sérstaklega fyrir konur, svona til að hækka þröskuldinn aðeins í þessu síðasta vígi breskrar íhaldssemi og þröngsýni?
![]() |
Fyrsta konan sem stýrir herskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mulningur #67
8.8.2011 | 14:23
Hæ, elskan, þetta er pabbi, er mamma þarna?
Nei, pabbi, hún er uppi í svefnherbergi með Kalla frænda.
Eftir smá þögn segir pabbi: En þú átt engan Kalla frænda, elskan!
Jú víst, mamma segir það, og þau eru saman uppi í herbergi núna!
Hmm, allt í lagi, ég vil að þú gerir svolítið fyrir pabba, leggðu frá þér símann, bankaðu á svefnherbergisdyrnar og kallaðu til mömmu og Kalla frænda að þú hafir séð bílinn hans pabba koma heim.
Allt í lagi, pabbi.
Nokkrum mínútum síðar kemur stúlkan aftur í símann.
Ég gerði eins og þú sagðir, pabbi.
Og hvað gerðist? spyr pabbi.
Mamma stökk allsber fram út rúminu og hljóp öskrandi út úr herberginu en hrasaði í mottunni og datt út um gluggann, hún liggur hreyfingarlaus úti í garði núna....
Guð minn góður, en hvað með Kalla frænda?
Hann stökk allsber út úr rúminu og stökk út um gluggann og lenti í sundlauginni. Verst að þú lést tæma hana um helgina til að láta þrífa hana. Hann liggur þar steindauður.
Eftir smá þögn segir pabbi hikandi: Sagðir þú sundlaug? ...............Er þetta ekki 322-3222 ?
Mulningur | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ómetanleg þjónusta
8.8.2011 | 00:51
Hún verður ekki metin til fjár eða annarra verðmæta sú ágæta viðleitni Moggans að gefa fróðleiksfúsum lesendum sínum tækifæri til að fylgjast náið með líkamsstarfsemi Hugo Chavez forseta Venesúela frá degi til dags, hvar hann nýtur læknishjálpar á Kúbu.
Núna er Húgó karlinn sem sé búinn að missa hárið, því verður spennandi að fylgjast með framvindu læknismeðferðarinnar næstu daga, á síðum Moggans.
Morgunblaðið hefur alltaf, einn fjölmiðla á Íslandi, haft einstakan áhuga á kirtlastarfsemi leiðtoga Kúbu og Mið-Ameríkuríkja. Sá áhugi sýnir berlega einstaka og einlæga aðdáun ritstjórnar Moggans á þessum helstu hetjum þessa heimshluta.
Margir hafa klökknað af minna tilefni.
![]() |
Chavez búinn að missa hárið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hve lengi á að treysta á heppnina?
7.8.2011 | 13:40
Ætla mætti að Samtök ferðaiðnaðarins hefðu áhyggjur af fréttum af tíðum slysum á erlendum ferðamönnum, en af þögninni og aðgerðaleysinu að dæma virðist svo ekki vera.
Hingað til lands kemur árlega töluverður fjöldi erlendra langferðabíla fullir af fólki og bæði bílstjóri og fararstjóri erlendir. Ekki virðast gerðar hinar minnstu kröfur til fararstjóra og bílstjóra slíkra bíla um lágmarksþekkingu á landinu og aðstæðum. Erlendir fararstjórar virðast ekki þurfa að vita meira um Ísland og aðstæður hér en bakhliðina á Tunglinu. Þeir eru jafnvel vart mælandi á ensku eða öðru algengu alþjóðatungumáli.
Annað hvort verður að gera sömu kröfur til þeirra og innlendra fararstjóra eða hreinlega gera þá kröfu að fararstjórar erlendra hópferðabíla séu Íslenskir sé farþegafjöldin t.d. meiri en 10 til 15 manns.
![]() |
Þau voru mjög heppin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mulningur #66
6.8.2011 | 22:44
Hannes litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: Hvað eru stjórnmál?
Pabbi hans svaraði: Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld.
Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið.Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.
Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. Hannes litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum.
Um nóttina vaknar Hannes upp við grátinn í bróður sínum. Þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. Þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.
Hannes kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Að lokum gafst Hannes litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn.
Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á. Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. Þá sagði Hannes litli: Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...
Mulningur | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ojoójójoijójyó
5.8.2011 | 19:25
Það er ekki fyrir meðal Jóninn að hætta sér á milli hnjánna á henni þessari.
![]() |
Horfa á stóra konu í vatninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Algerlega óskiljanlegt
5.8.2011 | 15:51
Fréttamenn í hlandspreng
5.8.2011 | 13:46
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Broslegur Brosnan
4.8.2011 | 21:32
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Undarleg hagfræði
4.8.2011 | 17:12
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bið Kolbrúnu Halldórsdóttur afsökunar
3.8.2011 | 18:30
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Milliliðamafían (lesist Framsóknarmafían)
3.8.2011 | 15:21
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vegvísir til friðar og framtíðar
3.8.2011 | 11:46
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vá fyrir dyrum
2.8.2011 | 12:10
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mögnuð skrif
1.8.2011 | 14:48
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vel sloppið
31.7.2011 | 22:30
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ber Páfinn enga ábyrgð á dauða fólks í Afríku?
31.7.2011 | 13:19
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (100)
„Þjófar stálu bensíni“
30.7.2011 | 22:02
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Óvenjuleg vinnubrögð verjanda
30.7.2011 | 20:52
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Niðurstaða úr skoðanakönnun og ný könnun
30.7.2011 | 13:31
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)