Mulningur #65
26.6.2011 | 17:38
Fyrir nokkrum árum þegar ég vann upp á Keflavíkurflugvelli heyrði ég skemmtilega sögu úr Keflavík. Þar var þá, og er enn að því er ég best veit, starfrækt fyrirtæki, sem heitir ÞVOTTAHÖLLIN. Starfsemin snérist rétt eins og nafnið bendir til um þvotta og skylda starfsemi.
Íslendingar hafa í seinni tíð, eðlilega, þótt of fínir til að starfa í slíkum iðnaði. Því hafa útlendingar í auknum mæli mannað þessi störf og þá ekki hvað síst konur ættaðar frá austur-Asíu, sem hafa, því miður, verið tilbúnar að vinna á lægra kaupi en aðrir landar okkar. Þær, sem fleiri innflytjendur, hafa hinsvegar verið miður kappsamar um að læra hið ylhýra.
Því var það, að Hannes vinur okkar, sem þurfti að láta þvo skyrturnar sínar, vissi ekki hvort hann ætti að gleðjast eða reiðast þegar hann hringdi í Þvottahöllina, í þeim viðskiptaerindum, og mjóróma rödd svaraði:
TOTTA BÖLLIN !
Mulningur | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verður jólunum frestað?
25.6.2011 | 19:34
Yfirlýsing Katrínar Júlíusdóttur um hugsanlega lagasetningu ofan í miðja flugmannsdeiluna var í besta falli óheppileg og vanhugsuð. Ég fæ ekki séð hvernig ætti að vera hægt að setja lög, sem skipa mönnum til vinnu á frídögum og öðrum umsömdum frítíma.
Vonandi lætur hin tæra vinstristjórn ekki hafa sig út í þannig þvælu. Nema auðvitað að hún ætli að fara í smiðju félaga Castro, sem frestaði jólunum, sællar minningar, til að bjarga sykuruppskerunni. Þá yrði öllum frídögum á Íslandi væntanlega frestað til vors eða lengur til að bjarga túrismanum.
Þá væri ráð að ríkisstjórnin byrjaði á því að kalla þingmenn úr sínu digra sumarfríi og skipa þeim til vinnu. Ekki víst að það verði par vinsælt.
![]() |
Hurðinni skellt á okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gaddafi lumar á lausn Líbýu-vandans.
25.6.2011 | 19:04
Gaddafi mun örugglega leggja það til, að fái hann að vera forseti Líbýu til æviloka, muni hann þá stíga til hliðar í mestu friðsemd og opna lýðræðisgluggann.
![]() |
Gaddafi að undirbúa tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það breytir öllu að hafa próf í truntuskap og óþverrahætti
24.6.2011 | 12:33
Engin takmörk virðast fyrir því hversu langt sumir eru tilbúnir ganga í truntuskap og óþverrahætti. Þar ber frú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á útvarpi Kjaftasögu höfuð og herðar yfir aðra óþverra þessa lands.
Frú Arnþrúður bunaði út úr sér þvílíkum reiðilestri í útsendingu í morgun út af grein í DV um læknadópið, þar sem fjallað var um andlát manns eftir inntöku læknadóps. Þar tók Arnþrúður upp þráðinn frá því hún gerði í buxurnar af hneykslan yfir frábærri umfjöllun Kastljóss um sama efni. Frú Arnþrúður virðist hafa einhverra annarlegra hagsmuna að gæta í því máli öllu. Af hverju upplýsir útvarpsstjórinn ekki um þá hagsmuni? Þá kröfu gerir hún á aðra.
Málflutningur Frú Arnþrúðar gekk eingöngu út á að gera lítið úr blaðamanninum. Kallaði skrif hennar krakkavitleysu og heimsku og að hún hefði ekki nægan lífsþroska og menntun til að skrifa um svona mál. Læknirinn væri með glæstan feril og nýbúinn að fá Fálkaorðuna.
Eins og það sé einhver syndaaflausn. Fékk ekki Georg nokkur, skólastjóri Kaþólska skólans og staðgengill biskups, sem verið hefur í fréttum undanfarna daga, þá sömu orðu úr hendi Vigdísar? Opinberlega var hans ferill flekklaus, þar til nú.
Arnþrúður telur sig mega segja að fólk sé óþjóðalýður og dót og lygapakk, til þess er hún menntuð , að eigin sögn. Það breytir auðvitað öllu!
Svo tók frú Arnþrúður móður fíkilsins fyrir. Kallaði sögu hennar tóma þvælu, bölvað kjaftæði og lygi. Móðirin ætti, sagði frú Arnþrúður, að athuga hvernig stóð að því að 13 ára sonur hennar varð fíkill! Móðirin ætti að skoða hvað væri að heima hjá sér!
Hvað gerði móðirin til að bjarga syninum? Spurði frú Arnþrúður. Af hverju fór hún ekki með syninum (31 árs) til læknisins og hélt utanum lyfjaneyslu hans?!
Svo skoraði frúin á Sögu á fólk, sem þekki til þessa máls, að hringja inn og segja hlustendum hvernig þessi kona hefði alið drenginn upp og gert hann að fíkli!!
Halló! Halló!
Er nema von að þessi útvarpsstjóri hafi óskapast yfir því atriði í fjölmiðlalögunum að eigendur fjölmiðla væru ábyrgir fyrir því efni sem fjölmiðlarnir birtu!
Nú kemur DV í framhaldinu með einhverja lygasögu um mig, segir frú Arnþrúður, því þeir þola ekki að ég fletti ofan af vitleysunni og bullinu í þeim!
Ég hlýt að spyrja, hvað er að heima hjá frú Arnþrúði, hvernig uppeldi fékk hún, sem leiddi til umtalaðs lífernis hennar og þessa truntuskapar?
Af hverju segir hún ekki frá því, hæg ættu heimatökin að vera. Hvað hefur veröldin gert henni, af hverju þessi heift og hatur? Ber móðir hennar ábyrgð á því?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spákonuhofið á Skagaströnd
23.6.2011 | 16:45
Arnþrúður Karlsdóttir, á útvarpi Sögu, hefur síðustu tvo morgna farið hamförum út af styrkjum sem Alþingi hefur veitt til Spákonuhofs á Skagaströnd.
Þetta er dæmigerð sleggjudómaumfjöllun Útvarps Sögu. Fullyrðingum skellt fram án þess að hafa fyrir því að rannsaka málið, hafa samband við hlutaðeigandi til að sannreyna söguna eða til að fá fleiri fleti og önnur sjónarmið á málið.
Frú Arnþrúður hefur látið í það skína að styrkirnir til Skagasrandar hafi verið til einnar tiltekinnar spákonu, en því fer fjarri, því nokkur störf eru tengd þessu verkefni, atvinnustarfsemi sem teldist heldur betur gild á höfuðborgarmælikvarða, væri höfðatalan tekinn inn í myndina.
Frú Arnþrúður lætur alveg hjá líða að greina frá nokkru er varðar, Þórdísi spákonu, landnámskonu á Skagaströnd, fóstru Þorvaldar víðförla. Saga Þórdísar er grunnurinn að þessari starfsemi, sem er umfram allt söguleg kynning og frásögn, þó inn í það sé fléttað dulúð og öðru þessháttar.
Svo blandar frú Arnþrúður smá dassi af pólitík í samsæriskenninguna, gefur svo hitt og þetta til kynna til að krydda og styrkja blönduna. Og sértrúarhópurinn, sem myndast hefur utan um þessa útvarpsstöð, sem útvarpar fátt öðru en neikvæðni andskotans, tekur andköf og hrópar hólí maaama!
En svo mikið veit ég um aðstandendur þessarar starfsemi á Skagaströnd, að styrkirnir, sem veittir hafa verið þessari starfsemi, í tíð núverandi ríkisstjórnar, hafa ekki verið út á pólitík, nema síður sé.
Ég óska Spákonuhofi á Skagaströnd og sjálfstæðiskonunum sem þar ráða ríkjum velfarnaðar, svo og annarri sprotastarfsemi á landsbyggðinni, sem á undir högg að sækja, ekki hvað síst vegna fordóma og sleggjudóma þéttbýlisins fyrir sunnan sem heldur að það geti lifað af án landsbyggðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2011 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Enn og aftur....
21.6.2011 | 23:29
....deyr elsti Jarðarbúinn, ef marka má fréttir.
Ætli gamlinginn fari ekki að verða þreyttur á þessari sífelldu endurtekningu?
![]() |
Elsta kona heims látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mogginn skúbbar
21.6.2011 | 23:20
Lítið gleður vesæla
21.6.2011 | 22:05
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mergurinn málsins
21.6.2011 | 16:36
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mulningur #64 - Áhrifaríkt salerni
19.6.2011 | 13:52
Mulningur | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ætlar að ryðja sjálfum sér úr vegi, en standa föst fyrir
19.6.2011 | 08:59
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höfuðaflausn
18.6.2011 | 20:30
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Akureyri loks komin í vegasamband
18.6.2011 | 18:18
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Sigurðsson myndi sækja um aðild að ESB
17.6.2011 | 18:30
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fer Freyja í fýlu ef hún fær ekki að fagna 17. júní niður í bæ?
17.6.2011 | 01:57
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Kántrýsetur á Sakagaströnd – skemmtileg saga!
16.6.2011 | 21:30
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Jón Sigurðsson þinglýst eign?
15.6.2011 | 12:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ingibjörg Sólrún gerir stykkin sín í báða skó
14.6.2011 | 21:07
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, yður er í dag nefnd fædd
14.6.2011 | 15:53
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtt verkefni fyrir -Engla alheimsins ehf-
14.6.2011 | 15:19
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)