Er forsætisráðherrann Klepptækur?
7.3.2014 | 14:31
Það hefur alltaf verið á brattann að sækja fyrir Framsóknarflokkinn í borginni, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Ég held að frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík muni geta sýnt fram á að málstaðurinn sé góður. Ég ætla jafnvel að leyfa mér að vera svo bjartsýnn að við getum náð inn tveimur mönnum.
Eins og sjá má af þessum orðum Sigmundar Davíðs, hefur veruleikafirring hans náð nýjum hæðum.
Hætt er við að brattara verði það núna en nokkru sinni áður fyrir Framsókn að ná inn manni í Reykjavík. Þó ekki væri fyrir annað en þá staðreynd að öllum ætti að vera ljóst að ekki er, eða verður, orð að marka kosningaloforð Framsóknar, þegar sjálfur formaður flokksins hefur gefið tóninn og kannast ekki við innihald kosningabæklinga með hans eigin undirskrift, ofan á allt annað.
Sigmundur Davíð er núna í Kanada og var útnefndur lukkudýr íshokkíliðs Edmonton í síðasta leik þeirra. Ég veit að það er ljótur leikur gagnvart góðum grönnum okkar í vestri, en legg þó til að Íslenska þjóðin gefi Kanadíska íshokkíliðinu lukkudýrið Sigmund Davíð til varanlegrar varðveislu.
![]() |
Bjartsýnn á tvo í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er þessi maður að vilja upp á dekk?
6.3.2014 | 18:11
Þorsteinn Pálson hefði betur sýnt sama fítonskraft og ákefð þá 14 mánuði sem hann var forsætisráðherra Íslands 1987 1988 og hann sýnir í þessu ESB áhugamáli sínu.
Í forsætisráðherratíð Þorsteins var allt að fara fjandans til í efnahagsmálunum, en Þorsteinn sat aðgerðalaus og lét allt reka á reiðanum. Stjórnun hans einkenndist af gunguskap, úrræðaleysi og ákvarðanafælni. Auk þess hafði Þorsteinn litla eða enga stjórn á þingflokki sínum, sem fór sínu fram.
Sagt var að forsætisráðherratíð Þorsteins hafi verið dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar og mun það ekki ofmælt.
En núna er Þorsteinn sem sagt mættur galvaskur upp á dekk með réttu lausnirnar.
![]() |
Það verða alltaf skammtíma hagsmunir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hræsni andskotans
4.3.2014 | 18:45
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu. Svona gera menn ekki, segir hann fullur vandlætingar, enda innrásir og árásir á aðrar þjóðir alveg nýtt fyrir Bandarískum stjórnvöldum.
![]() |
Fordæmdi hernaðarbrölt Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nefndafargan andskotans
1.3.2014 | 12:41
Það hefur ekkert upp á sig að sækja um leyfi til öskudreifingar til steinrunninna nefnda kerfiskarla og kvenna, sem telja það skyldu sína að hártoga myglaðar reglugerðirnar til hins ýtrasta og láta allt mannlegt vera sér óviðkomandi.
Hvað ætti svo sem að hindra fólk að dreifa ösku látinna ættingja þar sem þeim sýnist, án opinbers leyfis? Ég myndi ekki hika við það, hafi það verið ósk hins látna.
Hver fylgist svo sem með því eða þarf að vita af því?
![]() |
Fá ekki að dreifa ösku látinnar manneskju við vatnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!"
28.2.2014 | 22:51
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir á Fésbókinni:
Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, verða að taka skoðanakannanir og mótmæli síðustu daga alvarlega. Annað væri fullkomlega óábyrgt. Við eigum að vera hér fyrir fólkið - ekki öfugt.
Hætt er við að þessi orð Karls Garðarssonar muni valda verulegum verkjum og vindgangi í þingflokki Framsókn. Það er ný og framandi hugmyndafræði á þeim bænum að flokkarnir séu fyrir fólkið en ekki öfugt.
Frosti Sigurjónsson blaðafulltrúi flokksins verður auðvitað gerður út af örkinni, sennilega strax á morgun, til að útskýra (tími 5:25 og 6:50) fyrir okkur fávísum almúganum, af sínum þjóðkunna sannfæringarkrafti og rökfimi, að Karl hafi alls ekki skrifað það sem hann skrifaði heldur eitthvað allt annað.
Gaman verður að heyra á morgun, hvað það var sem Karl vildi sagt hafa.
![]() |
Við eigum að vera hér fyrir fólkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stjörnuhrap
27.2.2014 | 21:36
Fallið hefur á helgimyndina Hildi Lilliendahl eftir Kastljós kvöldsins. Hætt er við að viðvarandi brestir hafi komið í trúboð Hildar og trúverðugleikann.
Það sker í augun að sjá fólk í athugasemdadálkunum nota svipað orðfæri um Hildi og á nákvæmlega sama plani og þau skrif sem það gagnrýnir hana fyrir. Sumir vaða ekki í vitinu.
Hildur, hefur misstigið sig, en réttlætir það að dæla yfir hana óþverranum? Ljóst er að margir telja sig nægjanlega syndlausa til þess. Gætið að orðum ykkar, Hildur er líka manneskja!
![]() |
Og lætur kallinn taka skellinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Tökum Vigdísi á Vigdísi
27.2.2014 | 15:49
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður framvegis boðið upp á ósvikinn Jesú við altarisgöngur?
26.2.2014 | 20:37
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lífskertið brennur í báða enda
26.1.2014 | 17:23
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert...
24.1.2014 | 15:51
Gylfi.....
22.1.2014 | 11:49
Þessi hækkun....
15.1.2014 | 20:22
Fullkomnun "sköpunarverksins"
13.1.2014 | 10:55
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsileg framtíðarsýn, héðan séð?
8.1.2014 | 22:01
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég vorkenndi Gylfa
7.1.2014 | 20:44
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrirséður jarðskjálfti
7.1.2014 | 13:58
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Aðgát skal höfð....
7.1.2014 | 11:57
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sögufölsun Morgunblaðsins
5.1.2014 | 12:43
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Ódýrt vinnuafl
3.1.2014 | 14:16
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stór mont frétt
2.1.2014 | 20:18
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)