Er forsætisráðherrann Klepptækur?

 

„Það hefur alltaf verið á brattann að sækja fyrir Framsóknarflokkinn í borginni,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. „Ég held að frambjóðendur Framsóknarflokksins í Reykjavík muni geta sýnt fram á að málstaðurinn sé góður. Ég ætla jafnvel að leyfa mér að vera svo bjartsýnn að við getum náð inn tveimur mönnum.“

Eins og sjá má af þessum orðum Sigmundar Davíðs, hefur veruleikafirring hans náð nýjum hæðum.

Hætt er við að brattara verði það núna en nokkru sinni áður fyrir Framsókn að ná inn manni í Reykjavík. Þó ekki væri fyrir annað en þá staðreynd að öllum ætti að vera ljóst að ekki er, eða verður, orð að marka kosningaloforð Framsóknar, þegar sjálfur formaður flokksins hefur gefið tóninn og kannast ekki við innihald kosningabæklinga með hans eigin undirskrift, ofan á allt annað.

Sigmundur Davíð er núna í Kanada og var útnefndur „lukkudýr“ íshokkíliðs Edmonton í síðasta leik þeirra. Ég veit að það er ljótur leikur gagnvart góðum grönnum okkar í vestri, en legg þó til að Íslenska þjóðin gefi Kanadíska íshokkíliðinu „lukkudýrið“ Sigmund Davíð til varanlegrar varðveislu.


mbl.is Bjartsýnn á tvo í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þessi maður að vilja upp á dekk?

Þorsteinn Pálson hefði betur sýnt sama fítonskraft og ákefð  þá 14 mánuði sem hann var forsætisráðherra Íslands 1987 – 1988 og hann sýnir í þessu ESB áhugamáli sínu.

Í forsætisráðherratíð Þorsteins var allt að fara fjandans til í efnahagsmálunum, en Þorsteinn sat aðgerðalaus og lét allt reka á reiðanum. Stjórnun hans  einkenndist af gunguskap, úrræðaleysi og ákvarðanafælni. Auk þess hafði Þorsteinn litla eða enga stjórn á þingflokki sínum, sem fór sínu fram.

Sagt var að forsætisráðherratíð Þorsteins hafi verið dýrasta stjórnunarnámskeið Íslandssögunnar og mun það ekki ofmælt.

En núna er Þorsteinn sem sagt mættur galvaskur upp á dekk með réttu lausnirnar.


mbl.is Það verða alltaf skammtíma hagsmunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræsni andskotans

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hernaðarbrölt Rússa í Úkraínu. Svona gera menn ekki, segir hann fullur vandlætingar, enda innrásir og árásir á aðrar þjóðir alveg nýtt fyrir Bandarískum stjórnvöldum.


mbl.is Fordæmdi hernaðarbrölt Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndafargan andskotans

Það hefur ekkert upp á sig að sækja um leyfi til öskudreifingar til steinrunninna  nefnda kerfiskarla og kvenna, sem telja það skyldu sína að hártoga myglaðar reglugerðirnar til hins ýtrasta og láta allt mannlegt vera sér óviðkomandi.

Hvað ætti svo sem að hindra fólk að dreifa ösku látinna ættingja þar sem þeim sýnist, án opinbers „leyfis“? Ég myndi ekki hika við það, hafi það verið ósk hins látna.

Hver fylgist svo sem með því eða þarf að  vita af því?


mbl.is Fá ekki að dreifa ösku látinnar manneskju við vatnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!"

 

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir á Fésbókinni:

„Stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, verða að taka skoðanakannanir og mótmæli síðustu daga alvarlega. Annað væri fullkomlega óábyrgt. Við eigum að vera hér fyrir fólkið - ekki öfugt.“

Hætt er við að þessi orð  Karls Garðarssonar muni valda verulegum verkjum og  vindgangi í þingflokki Framsókn. Það er ný og framandi hugmyndafræði á þeim bænum að flokkarnir séu fyrir fólkið en ekki öfugt.

Frosti Sigurjónsson „blaðafulltrúi“ flokksins verður auðvitað gerður út af örkinni, sennilega strax á morgun,  til að útskýra (tími 5:25 og 6:50) fyrir okkur fávísum almúganum, af sínum þjóðkunna  sannfæringarkrafti og rökfimi, að Karl hafi alls ekki skrifað það sem hann skrifaði heldur eitthvað allt annað.

Gaman verður að heyra á morgun, hvað það var sem Karl vildi sagt hafa.


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuhrap

Fallið hefur á helgimyndina Hildi Lilliendahl eftir Kastljós kvöldsins. Hætt er við að viðvarandi brestir hafi komið í  trúboð Hildar og trúverðugleikann.

Það sker í augun að sjá fólk í athugasemdadálkunum nota svipað orðfæri um Hildi og á nákvæmlega sama plani og þau skrif sem það gagnrýnir hana fyrir. Sumir vaða ekki í vitinu.  

Hildur, hefur misstigið sig, en réttlætir það að dæla yfir hana óþverranum?  Ljóst er að margir telja sig  nægjanlega syndlausa til þess. Gætið að orðum ykkar, Hildur er líka manneskja!


mbl.is „Og lætur kallinn taka skellinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tökum Vigdísi á Vigdísi

Vigdís Hauksdóttir hefur þann fágæta hæfileika að geta toppað sjálfa sig dag eftir dag í pólitískum apalátum, stærilátum og mikilmennsku töktum og bætir í frekar en hitt. Ekki má gagnrýna Vigdísi, orð hennar og gjörðir, algóða Framsóknarflokkinn eða...

Verður framvegis boðið upp á ósvikinn Jesú við altarisgöngur?

Það er sjálfgefið að framvegis verði boðið upp á þennan nýja Jesúbjór í altarisgöngum, í stað hins vatnsblandaða messuvínsglundurs. Þar sem flaskan er merkt Jesú ættu áhugasamir altarisgöngugarpar að komast aðeins lengra í þeirri sjálfsblekkingu að þeir...

Lífskertið brennur í báða enda

Það er eins víst og dagur fylgir nótt að þessi óútreiknanlegi ólátabelgur Justin Bieber, verður ekki langlífur taki hann sig ekki fljótlega saman í andlitinu. Hann ætti að vera þeim foreldrum víti til varnaðar sem reyna að trana börnum sínum inn á...

Ekkert...

...má nú orðið.

Gylfi.....

....segðu af þér!

Þessi hækkun....

...ásamt öðrum „afturkölluðum“ hækkunum verður laumað í umferð, þegar samningahringnum hefur verið lokað. Á einhver von á því að þessi hækkunarhrina og þörfin fyrir henni hverfi bara si svona?

Fullkomnun "sköpunarverksins"

Maðurinn, sem meðfylgjandi frétt fjallar um, er af náttúrunnar hendi útbúinn tvennum „tólum“. Í samræmi við nýjustu strauma og stefnur er annað „tólið“ auðvitað gagnkynhneigt og hitt samkynhneigt! Er nokkuð eðlilegra...

Glæsileg framtíðarsýn, héðan séð?

Margt bendir til þess að þróun ESB verði hröð í átt að aukinni miðstýringu á kostnað sjálfstæðis aðildarlandanna ef marka má orð Viviane Reding, dómsmálastjóra Evrópusambandsins og varaforseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Hún vill raunar stíga skrefið...

Ég vorkenndi Gylfa

Við áhorf á Kastljós kvöldsins komst ég á það stig að vorkenna Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, í viðureign hans við Vilhjálm Birgisson verkalýðsforingja af Akranesi, en aðeins augnablik. Gylfi talaði lítið um vilja og þarfir sinna umbjóðenda, en því...

Fyrirséður jarðskjálfti

Hressilegur skjálfti varð í Grindavík kl. 12.12. Samkvæmt grafi Veðurstofunnar var hann 3,5 á R. og átti upptök sín rétt norð-vestan við „Þúfuna“ („bæjarfjallið“). Skjálftinn kom hreint ekki á óvart, Þór Gunnlaugsson...

Aðgát skal höfð....

Af hverju fær Michael Schumacher og hans fjölskylda ekki frið í þeirra erfiðu baráttu? Er raunveruleg eftirspurn eftir stöðugum fréttum af líðan hans fréttatíma eftir fréttatíma ? Færi allt á hliðina þó æsingurinn yrði aðeins róaður miður og ekki bærust...

Sögufölsun Morgunblaðsins

Hvaða annarlegu hagsmuna er Morgunblaðið að gæta þegar það birtir lyga frétt um 100 ára afmæli „Óskabarns þjóðarinnar“ ? Óskabarnið - Eimskipafélag Íslands hf., sem stofnað var með þjóðarátaki 17. Janúar 1914 er ekki lengur til. Annað...

Ódýrt vinnuafl

Oft hafa þau rök verið notuð fyrir flutningi á störfum og verkefnum úr landi að vinnuaflið sé alltof dýrt á Íslandi. Algjör viðsnúningur virðist hafa orðið í þeim efnum. Vinnuaflið er raunar orðið það ódýrt á Íslandi að það borgar sig frekar að handmoka...

Stór mont frétt

Frumburðurinn Bryndís, sem er að útskrifast sem lögfræðingur síðar í þessum mánuði, eignaðist sitt þriðja barn í gærkveldi, lítinn krúttlegan afastrák. Fæðingin gekk vel og afar fljótt fyrir sig og heilsast móður og syni vel og frábæri pabbinn, hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.