Ekki í mínu nafni
5.11.2012 | 15:01
Ætlum við að láta minnast okkar í framtíðinni sem kynslóðin sem ekki vildi krossfesta barnaníðinga og kynferðismislyndismenn, en festi þess í stað á þá krossa til að votta þeim virðingu fyrir störf þeirra, gæsku og gjörvuleika?
Svo er að sjá, því ekki hefur orðið vert neinna tilburða í þá átt að leiðrétta þau orðuveitingar mistök. Illugi Jökulsson skrifar kjarnyrta kröfu og vel rökstudda á Eyjunni, eins og honum einum er lagið, og krefst þess að illvirkinn Ágúst Georg verði sviptur fálkaorðunni og tengdum titlum.
Rétt er að minnast þess að fleiri níðingar en Ágúst Georg hafa verið fálkorðaðir á Bessastöðum fyrir einstakt hjartalag sitt og gæsku.
Forsetinn veitir fálkaorðuna í nafni þjóðarinnar, ég tek undir þá kröfu Illuga, sem borgari þessa lands, að þessir menn verði sviptir fálkaorðunni þegar í stað og það hlýtur öll þjóðin að gera nema hún vilji afgreiða málið að hætti kirkjunnar og segja rétt eins og presturinn æ æ æ æ, þetta er agalegt og henda síðan samviskunni í ruslið.
Bera þessir menn fálkaorður í okkar nafni? Ekki í mínu nafni segi ég. En hvað með þig, gera þeir það í þínu nafni?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Framsóknarmaðurinn Obama
5.11.2012 | 00:56
Framsóknarmenn efast ekki um sigur Obama í kosningunum á þriðjudaginn eftir stuðnings- yfirlýsingu Framsóknarflokksins við hann.
Það er trú Sigmundar Davíðs að Bandarískir framsóknarmenn allra flokka munu svara kalli íslenska móðurflokksins og tryggja kjör þeirra manns.
Utan Framsóknarflokksins vöktu fréttir af viðbrögðum forsetans enga undrun. Forsetinn varð samkvæmt áræðanlegum heimildum, gubbugrænn í framan þá þegar hann hafði spurnir af stuðningsyfirlýsingu Framsóknarflokksins.
Mitt Romney mun hafa brugðist hart við og vottað forsetanum hluttekningu sína.
![]() |
Framsóknarflokkurinn styður Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fjandvinafögnuður
3.11.2012 | 07:14
Athygli vekur að svarnir pólitískir andstæðingar Atla Gíslasonar, Jóns Bjarnasonar og Guðfríðar Lilju keppast nú um að skrifa lofrullur og minningargreinar um þau pólitískt gengin. Lofrullur á þeim mælikvarða sem ekki koma úr ranni íhaldsins nema um þeirra eigin Guði fallna.
Það hefur ekki verið þeim Atla, Jóni og Guðfríði neitt sérstakt áhyggjuefni að hafa verið á skjá og skjön við samherja sína. En sú staðreynd að þau eru núna elskuð og dáð af pólitískum fjandmönnum, sem aldrei hafa lagt þeim til annað en illt orð, ætti að vera þeim nokkurt íhugunarefni.
![]() |
Guðfríður Lilja stóð með grunngildunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er full ástæða til að vorkenna LÍÚ Mafíunni hvar hún, tötrum klædd, hímir í ræsinu og betlar sér viðurværis.
2.11.2012 | 13:57
Þessi afleita rekstrarafkoma hjá Samherja upp á aðeins tæpa níu milljarða hagnað er auðvitað alls óviðunandi og eins víst að afkoman sé engu betri hjá öðrum aðildarfélögum LÍÚ.
Samherji og reglubræður þeirra í LÍÚ Mafíunni hafa því ákveðið að þvinga fram, með verkbanns- aðgerðum, launa- og kjara- skerðingu hjá sjómönnum.
Vesalingarnir telja sig ekki eiga annan kost, í þessari kröppu stöðu, eigi þeir að geta greitt sjálfum sér feitan arð.
*Fyrir þá sem ekki vita hvað verkbann er, þá er það öfug verkfallsboðun, þar sem atvinnurekendur loka fyrirtækjunum og senda launafólk heim launalaust.)
![]() |
Methagnaður hjá Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Í þágu þjóðarhags
2.11.2012 | 08:15
Það er augljóst að Alþingi hlýtur að bregðast hart við og setja lög á yfirvofandi verkbannsaðgerð LÍÚ með sömu röggsemi og það hefur í gegnum árin sett lög á verkfallsaðgerðir sjómanna í þágu þjóðarhags.
![]() |
Allt stefnir í verkbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hengjum ekki bakara fyrir smið
31.10.2012 | 13:57
Ég hef engar forsendur, frekar en aðrir á þessu stigi málsins, til að móta mér vitræna skoðun á þessu máli Guðmundar Arnar Jóhannssonar framkvæmdastjóra Landsbjargar. Málið hefur þó, við fyrstu sýn, alla burði til að verða leiðindamál fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem tengist málinu líklegast aðeins sem vinnustaður framkvæmdastjórans.
Það ríður á að menn gæti hófs í allri umræðu um málið og fari ekki inn á þær brautir að laska Slysavarnarfélagið með því að tengja það þessum meintu afbrotum að órannsökuðu máli og geri það að sökudólgi eða blóraböggli. Það er okkar hagur að skaða ekki Landsbjörg því laskað Slysavarnarfélag er löskuð þjóð.
Því miður virðist framkvæmdastjóri Landsbjargar hafa stigið fyrsta skrefið inn á þá braut, meðvitað eða ómeðvitað, þegar hann gaf í skyn að félagið hafi hugsanlega verið skotmark hinna óvönduðu manna sem að baki þessum tilhæfislausu ásökunum standa.
![]() |
Umrætt myndband er tilbúningur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eru þeir á sýru í Stúdentaráði?
29.10.2012 | 10:06
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Trjóuhesturinn Jón Bjarnason
28.10.2012 | 23:20
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Atkvæði grafin úr fönn
28.10.2012 | 19:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2012 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hættur á hverju horni
28.10.2012 | 07:27
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaþólska kirkjan fer af sporinu
27.10.2012 | 11:11
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Karlrembu Samband Íslands
26.10.2012 | 13:29
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Verkalýðsfélag Akraness sýnir tennurnar
25.10.2012 | 11:25
Þessi stendur alltaf fyrir sínu
24.10.2012 | 22:57
Þessum kjánum er ekki viðbjargandi
23.10.2012 | 18:10
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2012 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Áfram Ísland
20.10.2012 | 23:51
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2012 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það bar við um þær mundir að boð komu frá Bjarna Ben keisara að lýðnum bæri að hundsa eigin hagsmuni og hafna nýrri stjórnarskrá til að verja sérhagsmunapakkið.
19.10.2012 | 13:30
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Magnað sjónvarp - ekki ætlað fyrir femínista
18.10.2012 | 15:01
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á laugardaginn mætast í kjörklefanum alþýðan og sérhagsmunapakkið
17.10.2012 | 13:42
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (119)
Eingetin möppudýr
17.10.2012 | 10:04
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)