Hættum að áreita Kringluna
16.10.2012 | 21:45
Afskaplega er það dapurt af rekstraraðilum Kringlunnar að rukka góðgerðar- og líknarfélög fyrir afnot af smá gólfplássi í þágu góðs málefnis. Maður hefði haldið að óreyndu að eigendur Kringlunnar hefðu þá reisn og þann metnað að seilast ekki með krumlu græðginnar ofan í söfnunarbaukana hjálparsamtaka. Þeim ætti frekar að vera það kappsmál að leggja góðgerðarfélögum lið þó ekki væri með öðru en einum fermetra af gólffleti annað veifið.
Kringlan ber fyrir sig ónæði og áreiti sem viðskiptavinir verða fyrir sem ástæðu fyrir þessu hnupli úr söfnunarbaukunum. Lægra verður ekki lagst. Viðskiptavinir Kringlunnar sætta sig örugglega mun betur við áreitið núna, vitandi að Kringlan rukkar fyrir óþægindin.
Til að koma til móts við Kringluna ætla ég framvegis að hlífa þeim sem mest ég má við áreiti af minni hálfu og snúa mér annað með mín innkaup.
![]() |
Leigja pláss í Kringlunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Menn hafa fengið Fálkaorðuna fyrir minna
16.10.2012 | 15:30
Það verður ekki lesið annað út úr þessari frétt og yfirlýsingu ríkisendurskoðanda en að ný skýrsla, um sukkið og svínaríið í kringum hið stjarnfræðilega dýra fjárhags og mannauðskerfi ríkisins, verði samin og fyrirfram sé ákveðið að hún verði alls ólík kolsvartri leyni skýrslu um það mál.
Þá er uppi annað af tvennu. Annaðhvort var kolsvarta skýrslan röng í megin atriðum og hreinlega ósönn eða að núna hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um að semja nýjan sannleika, sem betur láti í augum og eyrum og fari ekki eins fyrir brjóstið á hneykslunargjörnum almenningi.
Embættismenn þessa lands eru eðlilega löngu orðnir dauðþreyttir á því að sauðsvartur almúginn sé að skipta sér af því sem honum kemur ekki við.
Þá er það milljónkrónaspurningin: Hvort verður ríkisendurskoðandi Fálkaorðaður í bak og fyrir, fyrir að skrökva að þjóðinni í fyrri eða seinni skýrslunni?
Eins og þeir segja á Mogganum þá tengist neðfylgjandi mynd færslunni ekki beint.
![]() |
Skýrslunni verður mikið breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hörð samkeppni eða grímulaust samráð
16.10.2012 | 11:43
Bankarnir streða við að telja fólki trú um að á milli þeirra ríki hatröm samkeppni og að þar sé hvergi gefið eftir.
Bankarnir munu eflaust halda því fram að þessi hraðbanka gjaldtaka sé dæmi um samkeppnina og að það sé alger tilviljun að bankarnir hafi allir tekið gjaldtökuna upp sama daginn.
Samráð er það fyrsta og eina sem almenningi dettur í hug.
Er samráð ekki bannað?
![]() |
Rukkað fyrir þjónustu hraðbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólíkt höfumst við að
15.10.2012 | 18:08
Í Indónesíu hefur flugmaður verið rekinn fyrir þau mistök að lenda flugvél sinni á röngum flugvelli, 12 kílómetrum frá réttum flugvelli og áfangastað farþeganna.
Íslendingar skilja tæplega þessa hörku því hér virðist hópur fólks ekki hafa neitt betra að gera en berjast fyrir því að flugvöllur Reykjavíkur verði færður 50 km frá núverandi staðsetningu og aðal áfangastað farþegana.
Enginn talar um að reka þetta óþjóðholla lið, þess í stað er það hafnið upp til skýjanna af fjölmiðlum og misvitrum pólitíkusum fyrir visku sína og vit.
Það er margt skrítið í kýrhausnum.
![]() |
Lenti á vitlausum flugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta er auðvitað alger "bilun"...
15.10.2012 | 12:21
...eða þannig! Þetta er magnað en að manni setur hroll. Þarf að segja meira!

![]() |
Felix Baumgartner rýfur hljóðmúrinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríkisstjórnin getur ekki treyst á þessa Marshallaðstoð
12.10.2012 | 12:14
Um leið og Róbert Marshall yfirgaf Samfylkinguna féll ríkisstjórnin. Að halda annað er dómgreindarskortur. Hnífsstunga Róberts í bak Samfylkingarinnar skrifaði dánarvottorð stjórnarinnar, aðeins dagsetninguna vantar.
Yfirlýsing Róberts um stuðning við ríkisstjórnina er nákvæmlega einskisvirði. Um leið og sú staða kemur upp, þegar nær dregur kosningum, að Róbert telji að hann og hans nýi pólitíski vettvangur hagnist á andstöðu við stjórnina, mun hann taka eigin hag fram yfir gefin loforð og snúa hnífnum í sárinu. Þannig og aðeins þannig hugsa eiginhagsmunapotarar.
Jóhanna á auðvitað að hafna þessari Marshallaðstoð og bruna strax út á Bessastaði til fundar við frelsarann og biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti og boða til kosninga með minnsta mögulega fyrirvara.
Þannig velur hún vígvöllinn og kemur í veg fyrir að Róbert Marshall og stjórnarandstaðan ákveði að eigin hentugleika stund og stað fyrir óhjákvæmileg endalok stjórnarinnar.
![]() |
Úrsögnin kom félögum á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af góðum heimsóknum - og miður góðum
11.10.2012 | 13:40
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Skemmtilegt leiftur frá liðinni tíð
6.10.2012 | 23:28
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir hverju dansa glæpa limirnir, ef ekki höfðinu?
5.10.2012 | 12:41
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Til hamingju með daginn Jóhanna
4.10.2012 | 13:26
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Undarleg hugmynd
3.10.2012 | 20:30
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar eiga ástandið skilið
2.10.2012 | 16:01
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það skyldi þá ekki vera...
2.10.2012 | 13:54
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er Framsókn að klofna í frumeindir fyrir hugleysi formannsins?
1.10.2012 | 18:09
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Að vita ekki lengra lim sínum
30.9.2012 | 22:27
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Allt er í heiminum hverfult
29.9.2012 | 18:43
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvar er ritstjórn mbl.is núna?
29.9.2012 | 14:31
Heilbrigðismál | Breytt 30.9.2012 kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (118)
Leikur Eiður Smári með Grindavík á næstu leiktíð?
28.9.2012 | 13:28
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Sannleikurinn skilgreindur sem óvinur Bandaríkjanna
28.9.2012 | 10:50
In memoriam
27.9.2012 | 16:22