„Varðhundar valdsins“
30.9.2010 | 13:39
Sagt er að sagan gangi í hringi, endurtaki sig reglulega. Það pólitíska landslag sem núna blasir við, hrossakaup, rýtingsstungur í bak, sérhagsmunagæsla, loddaraskapur og hræsni er gamall sannleikur er ekki nýr.
Hlustum á ræðu sem Vilmundur heitinn Gylfason flutti á Alþingi í nóvember 1982 um varðhunda valdsins. Ef nöfnum og fáeinum atriðum yrði breitt gæti þessi ræða hafa verið flutt í gær. Ræðan er í tveim hlutum og að henni er smá inngangur fréttamanns.
![]() |
Viðbúnaður með venjulegu sniði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenska hugvitið lætur ekki að sér hæða
30.9.2010 | 11:07
Var það ekki Borgarahreyfingin sem var stofnuð átta vikum fyrir kosningar og kom 4 mönnum inn á þing?
Sá flokkur hefur ekki lengur neinn mann á þingi, því hann sundraðist með látum o.t.a.m. var geðveiki borin mönnum á brýn. Hreyfingin var stofnuð upp úr þeim rústum.
Sagði Birgitta Ítölunum frá því, verður það ferli innbyggt í Ítalska módelið af Hreyfingunni?
Hvaða þjóð hefði dottið í hug að stofna nýtt stjórnmálaafl nema Íslendingum? Það lætur ekki að sér hæða Íslenska hugvitið og það er rétt einn ganginn orðið útflutningsvara, því ber að fagna.
![]() |
Ítölsk Hreyfing í fæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá yðar sem syndlaus er..
29.9.2010 | 23:36
Mikið vildi ég frekar að þessi fyrrverandi vændiskona kenndi barnabörnunum mínum í skóla en kennarar með sömu viðhorf og þeir fordómafullu foreldrar sem hafna kennslu kennarans sökum fortíðar hennar.
![]() |
Fyrrum vændiskonur fái ekki að kenna börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
En Ingibjörg elsku vinan, þessi afgreiðsla...
29.9.2010 | 22:17
...mun eitra flokkinn þinn og það sem er öllu verra, eitra allt þjóðfélagið um ókomin ár.
Þú munt aldrei geta gengið fyrir horn án þess að vera þekkt sem konan sem....!
Þokkalekt það!
Landsdómur var þín eina von til endurreisnar, synd að þú sást það ekki!
![]() |
Mun eitra stjórnmálalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Endurkoma, í hvers umboði?
29.9.2010 | 20:52
Ég hafði frá fyrstu tíð, eftir að Björgvin G. Sigurðsson kom inn á þing, mikla trú á manninum og taldi að hann yrði innan skamms tíma einn af helstu forystumönnum Samfylkingarinnar, ef ekki topp maðurinn sjálfur. En nú hafa skipast þau veður í lofti, með réttu eða röngu, að svo getur ekki orðið, um sinn hið minnsta.
Björgvin vék af þingi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Illuga Gunnarssyni eftir að ávirðingar í þeirra garð komu fram. Þorgerður hefur þegar snúið aftur á þing, Björgvin hefur boðað komu sína á föstudaginn en ekkert hefur frést af áformum Illuga enn sem komið er.
Endurkoma Þorgerðar og núna Björgvins er forkastanleg og fráleitt að vilja kjósenda þeirra.
Það er mín skoðun að öll þrjú hefðu átt að bíða af sér þetta kjörtímabil en falast eftir endurnýjuðu umboði kjósenda í næstu kosningum. Endurkoma þeirra eftir kosningar tæki af allan vafa um umboð þeirra.
En eins og staðan er núna eru þau umboðslaus í augum kjósenda, hvað svo sem þau sjálf telja.
![]() |
Björgvin kemur aftur inn á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju fór Hrafnkell í fýlu?
29.9.2010 | 14:21
Mikill meirihluti Samfylkingar þingmanna taldi ekki nægjanleg rök falla til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði kærð fyrir embættisafglöp fyrir Landsdómi. Þá bergður svo við að sonur hennar Hrafnkell Hjörleifsson fer í fýlu og segir sig úr Samfylkingunni, þegar ætla mætti að hann fagnaði niðurstöðunni.
Hvað veldur ólund Hrafnkels, vildi hann aðra niðurstöðu, veit hann eitthvað sem þingflokki Samfylkingarinnar var hulið um "sekt" móður hans?
![]() |
Sagði sig úr Samfylkingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Oss er í dag píslarvottur fæddur
29.9.2010 | 11:02
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju Nýja Ísland
29.9.2010 | 10:22
Þetta verður ekki þægilegt fyrir Samfylkinguna.
28.9.2010 | 19:15
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
„Ef við slítum í sundur lögin, slítum við í sundur friðinn“
28.9.2010 | 12:34
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Slá ei á formannshendur
28.9.2010 | 00:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá!
27.9.2010 | 19:42
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Misskilja þingmenn hlutverk sitt?
27.9.2010 | 19:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Metnaðarleysið uppmálað
27.9.2010 | 17:41
Eitthvað nýtt, ó nei!
26.9.2010 | 20:07
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er tungunni tamast, sem hjartanu er kærast.
26.9.2010 | 17:49
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að sjá ljósið.
25.9.2010 | 21:03
Verður hún dæmd á bakið fyrir lífstíð?
25.9.2010 | 15:39
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
„Don't ask, don't tell“
25.9.2010 | 10:36
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skýrslutöku lokið, manninum sleppt.......
25.9.2010 | 09:25
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)