Fellum fánann í hálfa

Síðasta landstjóra Breska heimsveldisins á erlendri grund sem gafst tækifæri til að auglýsa breskt stærilæti í bland við yfirstéttar yfirlæti og fyrirmannamenningarlegt ofursnobb með fullu dinglum dangli, er látinn.

Ja – hérna, þvílík frétt!

  


mbl.is Rex Hunt látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hljóta að vera til pillur við þessu

exd-ghrein-tverks_926085711_876531Það er hámark sjálfs- blekkingarinnar og tákn  um veruleikaflótta á háu stigi hjá Jóni Gunnarssyni þegar hann kallar fram- boðslista Sjálfstæðisflokk- sins í kraganum sterkan og frambærilegan.

Listi sem leiddur er af manni sem helmingur flokksmanna í krag- anum hafnaði verður aldrei annað en hálfvelgja. Listinn er leiddur af manni sem er svo „öflugur“ að hann rétt marði það að verja sína stöðu á landsfundi, helsta helgidómi flokksins. 

Bjarni er og verður flokknum aldrei annað en hálfdrættingur. Það er svo sem engin ástæða til að harma það.

 


mbl.is Fjölbreyttur og sterkur listi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni helmingur segir stöðu sína sterka

Það er sannarlega lán fyrir Bjarna að reiknis- og prósentukúnstir hans sjálfs voru ekki notaðar í þessu prófkjöri. Útkoma formannsins hefði þá vart verið mælanleg.  

„Það var að mér sótt með stórum orðum“ segir Bjarni formaður til skýringar á afleitri útkomu hans. Þrátt fyrir að hafa að eigin sögn séð margt í pólitíkinni hefur það greinilega farið framhjá Bjarna að í kosningum og prófkjörum er yfirleitt hörð og óvægin samkeppni um atkvæðin.

Bjarni reiknaði með að fá rússneska kosningu alveg vafningslaust, en gleymdi að reikna með vafningi eigin fortíðar.

„En staða mín er sterk og enginn ógnar minni stöðu, ég lýk þessu prófkjöri með afgerandi sigri“ segir Bjarni kokhraustur með sinn helming.

Núna telst 54% afgerandi sigur hjá Bjarna en ekki eru nema nokkrir dagar síðan sami Bjarni notaði stór orð um 64% fylgi við frumvarp að nýrri stjórnarskrá og sagði slíka niðurstöðu ekki marktæka og í raun skipbrot fyrir þá sem að kosningunni stóðu.

Þá vitum við það.

  


mbl.is „Getur verið kalt á toppnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver væri stuðningurinn við Bjarna, væri sömu reikniaðferð beitt og hann notaði sjálfur í þjóðaratkvæðagreiðslunni nýverið?

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárfrumvarpið um daginn mætti helmingur kjósenda á kjörstað og kaus. Tveir þriðju greiddu stjórnarskrárfrumvarpinu atkvæði sitt sem útlagðist rúm 64% greiddra atkvæða.

bjarniformÞá niðurstöðu gat Bjarni Ben ekki unað við og dró upp á dekk alla sem heima sátu og ekki kusu og bætti þeim við nei atkvæðin á kjörstað og fann þannig út að stuðningur við stjórnarskrárfrumvarpið væri ekki nema 30% og því gífurlegt áfall fyrir ríkisstjórnina, sem ætti að segja af sér.

Þar sem Sjálfstæðismenn liggja á félagatali sínu eins og ormar á gulli er fjöldinn á kjörskrá óljós. En gefum okkur að kjörsókn hafi verið 50% eins og í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. 

Bjarni Benediktsson fékk 54%  greiddra atkvæða í þessu prófkjöri. Ef reikniaðferð Bjarna er notuð og þeir teknir sem höfnuðu Bjarna á kjörstað að viðbættum þeim sem ekki kusu Bjarna með því að sitja heima þá hefur hann aðeins fylgi 25% sjálfstæðismanna og 75% þeirra hafna honum alfarið.

Ætla mætti að Bjarni sæi sína sæng uppreidda, færi að eigin ráðum og segði af sér. En það gerir hann vonandi ekki, því vandfundinn er meiri dragbítur á eigin flokk en vafningurinn Bjarni Ben.

 
mbl.is Bjarni með 54% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru prestarnir fyrir sóknirnar eða eru sóknirnar fyrir prestanna?

Það sem blessaður Hvanneyrar presturinn á við með því að umrædd tillaga, sem liggur fyrir kirkjuþingi til einföldunar á sameiningarferli kirkjusókna,  ógni kirkjuskipan á Íslandi er auðvitað ekki alvarlegra en að tillagan kann að raska starfsöryggi örfárra presta í fámennum sóknum sem þiggja laun fyrir fátt annað tilvist sína eina.

Það er prestinum greinilega vandræðalaust að gera þá kröfu á ríkið að það kosti og geri út óþarfa presta í fámennum sóknum þó lítil og nánast engin eftirspurn sé eftir þeirra þjónustu og vinnuframlagi. Presturinn vill því að allar breytingar á þessu þægindafyrirkomulagi séu eins torsóttar og kostur er.

  


mbl.is Segja tillögu ógna kirkjuskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum Breivik sömu vist og hann bauð 77 fórnarlömbum sínum

Jæja er hann farinn að væla ræfillinn um mannréttindabrot. Látum helvítið væla,  allt sem hann fær er of gott. Til að eiga kröfu til mannréttinda verður viðkomandi að teljast til manna. Breivik hefur með gjörðum sínum algerlega fyrirgert sér þeim rétti að teljast maður.

„Ég efast um að það fyrirfinnist verri íverustaður í Noregi,“ vælir Breivik um 3ja herbergja  fangaklefann sinn og segir aðbúnaðinn ómannúðlegan.

Ekki þarf að efast um að íverustaður Breiviks er til muna hlýlegri og þægilegri vistarvera en kaldar grafirnar sem hann bjó 77 fórnarlömbum sínum af fullum ásetningi og án minnstu iðrunar.

Það ætti að bjóða honum að dvelja niðri á sex fetum í smá tíma, ætli hann þráði ekki fljótlega aftur hlýjan og vistlegan klefann.

Það þyrfti svo að skoða undir húddið á þeim sem taka að sér smygla bréfum út úr fangelsinu fyrir þetta óbermi.


mbl.is Breivik finnst illa farið með sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér sjáum við af hverju konur kusu frekar Obama en Romney

Margir héldu því mjög á lofti í kosningabaráttunni ranglega, að sáralítill eða enginn munur væri á Obama og Romney. En þegar eiginkonur frambjóðendanna báru saman bækur sínar kom berlega í ljós að Romney stæðist engan veginn samanburð við Obama. Það er...

Hvort kemur á undan, jólasveininn eða afsökunarbeiðni Ögmundar?

Það kann vel að vera að spár Veðurstofunnar, sem dögum saman spáði þessu óveðri, hafi farið gersamlega framhjá félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra. Hvað er það sem kemur félaga Ögmundi Jónassyni ráðherra til að stíga í ræðustól Alþingis og fullyrða þá...

Hverjar eru áherslur RÚV?

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að forsetakosningar eru í Bandaríkjunum í dag. Ríkisútvarpið hefur haft spurnir af kosningunum og stekkur til með kosningavöku sem hefst kl. 23.15, í sjónvarpinu, dagskrárlok eru auglýst kl. 06.00 samkvæmt vef...

Eru fjölskylduorgíur það sem koma skal?

Samkvæmt frétt á Vísi.is þá vill Einingalistinn í Danmörku afnema úr lögum, bann við kynlífi systkina. Málið hefur vakið mikla athygli úti þar og samkvæmt fréttinni snýst umræðan aðallega um lögfræðihliðina og einhvern undarlegan samanburð á þessu...

Ekki í mínu nafni

Ætlum við að láta minnast okkar í framtíðinni sem kynslóðin sem ekki vildi „krossfesta“ barnaníðinga og kynferðismislyndismenn, en festi þess í stað á þá krossa til að votta þeim virðingu fyrir störf þeirra, gæsku og gjörvuleika? Svo er að...

Framsóknarmaðurinn Obama

Framsóknarmenn efast ekki um sigur Obama í kosningunum á þriðjudaginn eftir stuðnings- yfirlýsingu Framsóknarflokksins við hann. Það er trú Sigmundar Davíðs að Bandarískir framsóknarmenn allra flokka munu svara kalli íslenska móðurflokksins og tryggja...

Fjandvinafögnuður

Athygli vekur að svarnir pólitískir andstæðingar Atla Gíslasonar, Jóns Bjarnasonar og Guðfríðar Lilju keppast nú um að skrifa lofrullur og minningargreinar um þau pólitískt gengin. Lofrullur á þeim mælikvarða sem ekki koma úr ranni íhaldsins nema um...

Það er full ástæða til að vorkenna LÍÚ Mafíunni hvar hún, tötrum klædd, hímir í ræsinu og betlar sér viðurværis.

Þessi afleita rekstrarafkoma hjá Samherja upp á aðeins tæpa níu milljarða hagnað er auðvitað alls óviðunandi og eins víst að afkoman sé engu betri hjá öðrum aðildarfélögum LÍÚ. Samherji og reglubræður þeirra í LÍÚ Mafíunni hafa því ákveðið að þvinga...

Í þágu þjóðarhags

Það er augljóst að Alþingi hlýtur að bregðast hart við og setja lög á yfirvofandi verkbannsaðgerð LÍÚ með sömu röggsemi og það hefur í gegnum árin sett lög á verkfallsaðgerðir sjómanna í þágu þjóðarhags.

Hengjum ekki bakara fyrir smið

Ég hef engar forsendur, frekar en aðrir á þessu stigi málsins, til að móta mér vitræna skoðun á þessu máli Guðmundar Arnar Jóhannssonar framkvæmdastjóra Landsbjargar. Málið hefur þó, við fyrstu sýn, alla burði til að verða leiðindamál fyrir...

Eru þeir á sýru í Stúdentaráði?

Stúdentaráð HÍ harmar mjög nýja byggingarreglugerð, sem þeir segja hækka byggingarkostnað. Ráðið telur reglugerðina ekki taka mið af þeim erfiðu tímum sem uppi eru í þjóðfélaginu og hamla nauðsynlegri uppbyggingu Stúdentagarða. Stúdentaráð horfir...

Trjóuhesturinn Jón Bjarnason

Jón Bjarnason hagar sér gjarnan eins og félagshyggjumaður, af dýrari gerðinni, þegar það örvar hans persónulegu hagsmuni. Allt bendir þó til að Jón sé argasta íhald inn við beinið. Ef Jóni væri eins annt um framgang félagshyggjunnar, eins og hann boðar...

Atkvæði grafin úr fönn

Sú fullyrðing framsóknarmanna að Framsóknarflokkurinn hafi sagt skilið við klíkuskap og baktjaldamakk fortíðar er lýðskrum og þvæla sem ekki fær staðist. Sem sést best á vinnubrögðum flokksins þessa dagana. Lýðræði og gegnsæi lekur nú ekki beinlínis af...

Hættur á hverju horni

Farið varlega í umferðinni elskurnar!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband