Snorri velur silfrið
4.3.2016 | 16:21
Var uppsögnin þá ekki Guðs vilji?
Kristur var metinn á 30 silfurpeninga.
Snorri vill meira.
Þetta snýst þá ekki um orð Guðs, fyrirgefninguna, launa illt með góðu og allt það, heldur peninga - eins og alltaf - þegar upp er staðið.
Mammon glottir, veit sem er að gegn honum á Guð ekki séns.
Snorri krefst 12 milljóna í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Minn er stærri en þinn jú víst!
4.3.2016 | 14:31
Það er óþægilegt tilhugsunar, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, að svo geti farið að ein af þessum mannvitsbrekkum repúblikanaflokksins verði kjörinn í valdamesta embætti heims og hafi fjöregg heimsins í höndum sér.
Þjóð sem kaus George W. Bush, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, er til alls vís. Bush karlinn var tæpur, en þessir menn almáttugur minn, myndi einhver segja!
Aumt er mannvalið í repú- blikanaflokknum, ef þetta er rjóminn.
Rökræddu um reðurstærð Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orð og gjörðir
2.3.2016 | 20:23
Kontóristar og stjórnarmenn Rio Tinto eru hetjur dagsins, þeir fórna sér til að bjarga verðmætum enda liggur álið undir skemmdum.
Það verða þreyttar hetjur sem skríða til sængur í kvöld að loknu einu ærlegu dagsverki. Reikna má með að strengir og önnur álagseinkenni, þeim áður óþekkt, verði ríkjandi í kroppum þeirra á morgun og þeir verði enn verkminni en í dag, hafi þeir sig á annað borð út úr rúmi til að brjóta á bak aftur löglega boðað verkfall.
Illvígar þrautirnar í stjórnendakroppunum gætu hugsanlega opnað augu þeirra að verðugur sé verkamaðurinn launa sinna.
Upplýsingafulltrúi Rio Tinto er afar ánægður hvernig til tókst með verkfallsbrot dagsins. Upplýsingafulltrúinn er jafnframt alveg miður sín yfir gangi samningaviðræðnanna, segir fyrirtækið allt af vilja gert til að gera góðan kjarasamning, sem sé löngu tímabært.
Það er gaman að lifa þegar svona vel falla saman orð og gjörðir.
Vonandi hlýst ekki manntjón af þessum fíflalátum.
Erum að bjarga verðmætum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kúkur í lauginni
19.2.2016 | 20:27
Þrælahaldsmálið í Vík í Mýrdal er sennilega alvarlegasta saursýnið sem tekið hefur verið úr íslensku atvinnulífi.
Víkurprjón var snöggt upp á lagið og rifti samningi við undirverktaka sinn, þrælahaldarann. Hjá Víkurprjóni voru menn, að sögn, grunlausir um framferði skítseyðisins. Vonandi er það rétt.
Víða er framleiðslustarfsemi með svipuðum hætti og í Vík. Undirverktakar, sem taka að sér ákveðna verkþætti fyrir önnur fyrirtæki og framleiðendur. Margir þeirra hafa erlenda starfsmenn í sinni þjónustu.
Mig grunar að víða sé þjónusta undirverktaka verðlögð með þeim hætti að verkaupum sé, eða ætti að vera, ljóst að greiðslurnar geti engan vegin staðið undir samningsbundnum launum og gjöldum þeim tengdum, hvað þá meira.
Þá eru klárlega fleiri lortar í lauginni en bara þeir sem fljóta á yfirborðinu.
Mansalsmál: Gæsluvarðhald í mánuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það sem þú vilt að aðrir gjöri....
31.1.2016 | 11:03
Þúsundir manna söfnuðust saman í Róm til þess að mótmæla nýju lagafrumvarpi sem mun veita samkynhneigðum rétt til sambúðar og ættleiðinga.
Hverjir voru það sem mótmæltu jafn sjálfsögðum mannréttindum?
Voru það hinir þröngsýnu og afturhaldssömu fylgjendur íslam sem neita að aðlagast vestrænu samfélagi og gildum þess?
Nei aldeilis ekki, þetta voru innfæddir, "réttsýnir og sannkristnir", sem líta gjarnan á sig sem rjómann af söfnuði Guðs og handhafa sannleikans.
Þarna fundu hinir "sannkristnu" samhljóm með íslömsku afturhaldi.
Sama rassgatið raunar, þegar að er gáð.
Mótmæltu réttindum samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glerhúsið Landsbankinn
28.1.2016 | 19:42
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans ritar grein í Fréttablaðið í dag. Þar kvartar hann sáran undan nafnlausum skrifum, í því sama blaði, hvar miljarðaklúður hans á kostnað almennings, eigenda bankans, var gagnrýnt.
Það er giska broslegt að skrif undir nafnleynd skuli pirra bankastjórann knáa, manninn sem felur sig á bakvið bankaleynd þegar honum best hentar!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver er munurinn á Högum og listamönnum?
19.1.2016 | 07:42
Fréttir | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þverrandi lyst á list
16.1.2016 | 18:26
Menning og listir | Breytt 17.1.2016 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2016 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ekki ríða hetjur um hérað
11.1.2016 | 12:22
Bankabræður í vanda
10.1.2016 | 21:51
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Trjóuhestur Evrópu
10.1.2016 | 12:42
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Krabbamein í lögreglunni
8.1.2016 | 17:16
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bannsvæði karla
6.1.2016 | 08:23
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kúnstin að vera betri fasisti en Donald Trump
31.12.2015 | 01:52
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Þrímilljónasti" - í alvöru!
17.12.2015 | 16:33
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Neyðarleg ráðstöfun, en óhjákvæmileg
17.12.2015 | 15:52
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona gerum við ekki
13.12.2015 | 15:05
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sigmundur Davíð toppar sjálfan sig
11.12.2015 | 09:24
Tek ofan fyrir Kára Stefánssyni
10.12.2015 | 10:37
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)